Erlent

Ferðamannarúta sprengd í Egyptalandi

Baldvin Þormóðsson skrifar
Mikinn reyk lagði frá rútunni í kjölfar sprengingarinnar.
Mikinn reyk lagði frá rútunni í kjölfar sprengingarinnar. visir/apimages
Tveir suðurkóreskir ferðamenn ásamt egypskum ökumanni þeirra létust þegar ferðarúta var sprengd í vinsælum ferðamannabæ í Sinai, Egyptalandi fyrr í dag.

Egypsk stjórnvöld segja árásina vera í fyrsta skipti í þrjú ár sem að egypskir ofstækismenn beina aðgerðum sínum gegn ferðamönnum.

Þrjátíu ferðamenn voru í rútunni sem var kyrrstæð á bílastæði í smábænum Taba við landamæri Ísrael þegar sprengingin varð. Yfirvöld í Egyptalandi segja að sprengja hafi verið um borð í rútunni, líklegast undir sæti ökumannsins. Þrjú dauðsföll hafa verið staðfest en að minnsta kosti 17 aðrir eru særðir.

Talsmaður forseta Egyptalands, Adly Mansour, segir sprengjuárásina vera „viðurstyggilega og lítilmannlega aðgerð gegn saklausum ferðamönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×