Erlent

Nýr forsætisráðherra ekki tilkynntur í kvöld

Bjarki Ármannsson skrifar
Margir telja líklegt að Matteo Renzi verði næsti forsætisráðherra Ítalíu.
Margir telja líklegt að Matteo Renzi verði næsti forsætisráðherra Ítalíu. Mynd/AFP
Giorgio Napolitano, forseti Ítalíu, frestaði því í kvöld að tilkynna nýjan forsætisráðherra landsins. Þetta kemur fram á vef breska miðilsins The Telegraph

Napolitano sagðist þurfa að gefa tilvonandi leiðtoganum meiri tíma til að skipa ríkisstjórn og móta stefnu. Órói ríkir á Ítalíu eftir að Enrico Letta sagði af sér sem forsætisráðherra á föstudag. Margir töldu að Matteo Renzi, borgarstjóri Flórens, yrði tilkynntur sem arftaki Letta í dag en úr því varð ekki.

Hinn 39 ára gamli Renzi er meðlimur í Demókrataflokknum líkt og Letta. Ágreiningur milli þeirra tveggja leiddi til afsagnar þess síðarnefnda. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×