Erlent

Gríðarstórt skref í heimi læknavísindanna

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
MYND/GETTY
Vísindamenn hafa tekið stórt skref í læknisvísindum og hafa nú í fyrsta sinn náð að smíða mannslungu. Ef lungun virka gætu þau hjálpað 1.600 manns sem bíða lungnaígræðslu. Þetta kemur fram á vef CNN.

Vísindamenn í Texas byrjuðu að fikra sig áfram með lungu frá tveimur börnum sem létust af áverkum sínum eftir bílslys. Lungu barnanna voru ekki nothæf til ígræðslu en þau bjuggu enn yfir heilbrigðum vefjum og frumum sem hægt var að nýta til rannsókna. Vefjaverkfræði er notuð í rannsóknina en hún  byggist á þekkingu úr líffræði, læknisfræði, verkfræði, efnafræði og lífeðlisfræði.

Lungun fyrir og eftir.MYND/GALVESTON
Annað lungað var tekið og úr því voru notuð stoðpróteinin collagen og elastín. Frumur úr hinu lunganu voru teknar og settar við stoðpróteinin og sett ofan í vökva sem hjálpar þeim að að vaxa. Að fjórum viknum liðnum var lungað fullvaxið.  Ferlið var endurtekið skömmu síðar og aftur voru notuð barnslungu.

Lungun eru þó ekki nothæf enn sem komið er og til að byrja með verða þau prófuð á svínum.

Þegar hafa manngerðir barkar verið ígræddir í menn og skilað góðum árangri. Fyrsti barkinn var ígræddur í mann árið 2011 og síðan þá hafa 6 barkaígræðslur verið gerðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×