Erlent

Íslenskur bílstjóri ekki ábyrgur fyrir banaslysi

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
MYND/VG
Norska lögreglan telur að íslenskur bílstjóri hafi ekki verið valdur að banaslysi í Sokna í Noregi á mánudag. Þetta kemur fram á vef norska ríkisútvarpsins NRK.

Þrír létust og tveir slösuðust alvarlega þegar flutningabíll sem íslendingurinn ók skall á rútu sem var að koma úr gagnstæðri átt. Íslendingurinn var yfirheyrður grunaður um gáleysislegan akstur. Lögreglan telur nú að svo hált hafi verið á veginum að ökumaðurinn geti ekki talist ábyrgur fyrir slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×