Whitney Houston minnst í dag 11. febrúar 2014 16:30 Whitney Houston AFP/NordicPhotos Eftir að hafa átt ótrúlegri velgengni að fagna í næstum þrjá áratugi, hvort sem var um að ræða tónlist eða kvikmyndir, lést stjarnan Whitney Houston fyrir tveimur árum í dag, þann 11. febrúar 2012, langt fyrir aldur fram. Hún var 48 ára gömul. Whitney flutti smelli á borð við I Wanna Dance With Somebody, My Love is Your Love, I Will Always Love You, One Moment in Time, Greatest Love of All og svo mætti lengi telja.Whitney lét eftir sig eina dóttur, Bobbi Kristina, sem hún átti með fyrrverandi eiginmanni sínum, Bobby Brown. Whitney drukknaði í baði, kvöldinu áður en Grammy-verðlaunaafhendingin fór fram. Krufning leiddi síðar í ljós að drukknunin gæti hafa verið af völdum eiturlyfja, meðal annars kókaíns, en Houston átti við mikla kókaínfíkn að stríða, auk þess sem hún glímdi við hjartasjúkdóm. Margir voru harmi slegnir yfir fréttunum af andláti söngkonunnar, en dauði hennar kom kannski ekki beint á óvart enda hafði hún glímt opinberlega við fíknivanda og heimsbyggðin hafði fylgst náið með Houston verða fíkninni að bráð. Samkvæmt Guinness World Records er Houston sú söngkona sem hlaut flest verðlaun á ferlinum. Hún er sennilega einna þekktust fyrir flutning sinn af laginu I Will Always Love You, eftir Dolly Parton.Whitney á Michael Jackson 30th Anniversary Special, árið 2001.Whitney seldi yfir 170 milljón plötur á ferlinum og lék í fjórum kvikmyndum, en þær voru The Bodyguard, árið 1992, Waiting to Exhale, árið 1995, The Preacher's Wife, árið 1996 og nú síðast, Sparkle, árið 2012. En það var um aldamótin sem fór að halla verulega undan fæti hjá Houston. Tíðar fréttir af heimilisofbeldi og eiturlyfjaneyslu Whitney tóku að berast. Hún fór að komast í kast við lögin, mæta ekki á tónleika og viðburði og kom svo eftirminnilega fram á Michael Jackson: 30th Anniversary Special tónleikunum, árið 2001. Eftir tónleikana gerðu slúðurmiðlar um allan heim sér mat úr fíklalegu útliti hennar, en hún þótti orðin óeðlilega grönn. Árið eftir fór Houston í einlægt viðtal við Diane Sawyer þar sem hún var spurð út í fíkniefnaneyslu sína. Houston þverneitaði fyrir neysluna með því að segja meðal annars: „Crack is whack.“ Það var ekki fyrr en árið 2009 að Houston viðurkenndi fíkniefnaneyslu sína opinberlega í viðtali hjá Opruh Winfrey. Í sama viðtali opnaði söngkonan sig um ofbeldisfullt hjónaband sitt við Bobby Brown, en þau skildu árið 2007. Viðtalið við Opruh þar sem hún talaði opinskátt um líf sitt, neysluna og Bobby, var sýnt sama kvöld og hún reyndi að lífga tónlistarferil sinn við með nýrri plötu I Look to You. Þrátt fyrir að platan hafi ratað á toppinn á flestum vinsældarlistum, ollu aðsóknartölur á tónleikaferðalagið sem hún lagði í til að fylgja eftir plötunni miklum vonbrigðum. Gagnrýnendur sögðu rödd hennar ekki jafn góða og áður. Whitney Houston var borin til grafar í heimabæ sínum í Newark í New Jersey í Bandaríkjunum stuttu eftir andlát hennar. Heimsbyggðin fylgdist með þegar söngkonan var jörðuð í beinni sjónvarpsútsendingu. „Þú varst ekki bara sæt, þú varst falleg. Fólki þótti ekki bara vænt um þig, þau elskuðu þig," sagði leikarinn Kevin Costner í ræðunni sem hann fór með í útför Houston. Costner og Houston urðu miklir vinir eftir að þau léku saman í myndinni Bodyguard. Lagið úr myndinni I Will Always Love You var spilað í kirkjunni þegar kistan var borin út. Kirkjubekkirnir í New Hope kirkjunni í Newark voru þétt setnir af vinum og vandamönnum söngkonunnar, meira að segja svo þéttsetnir að Bobbi Brown, fyrrum eiginmanni Houston, þótti nóg um og lét sig hverfa í upphafi athafnarinnar.Stevie Wonder og Alicia Keys voru meðal þeirra tónlistamanna sem tóku lagið í kirkjunni og Dionne Warwick hélt ræðu um vinkonu sína. Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Eftir að hafa átt ótrúlegri velgengni að fagna í næstum þrjá áratugi, hvort sem var um að ræða tónlist eða kvikmyndir, lést stjarnan Whitney Houston fyrir tveimur árum í dag, þann 11. febrúar 2012, langt fyrir aldur fram. Hún var 48 ára gömul. Whitney flutti smelli á borð við I Wanna Dance With Somebody, My Love is Your Love, I Will Always Love You, One Moment in Time, Greatest Love of All og svo mætti lengi telja.Whitney lét eftir sig eina dóttur, Bobbi Kristina, sem hún átti með fyrrverandi eiginmanni sínum, Bobby Brown. Whitney drukknaði í baði, kvöldinu áður en Grammy-verðlaunaafhendingin fór fram. Krufning leiddi síðar í ljós að drukknunin gæti hafa verið af völdum eiturlyfja, meðal annars kókaíns, en Houston átti við mikla kókaínfíkn að stríða, auk þess sem hún glímdi við hjartasjúkdóm. Margir voru harmi slegnir yfir fréttunum af andláti söngkonunnar, en dauði hennar kom kannski ekki beint á óvart enda hafði hún glímt opinberlega við fíknivanda og heimsbyggðin hafði fylgst náið með Houston verða fíkninni að bráð. Samkvæmt Guinness World Records er Houston sú söngkona sem hlaut flest verðlaun á ferlinum. Hún er sennilega einna þekktust fyrir flutning sinn af laginu I Will Always Love You, eftir Dolly Parton.Whitney á Michael Jackson 30th Anniversary Special, árið 2001.Whitney seldi yfir 170 milljón plötur á ferlinum og lék í fjórum kvikmyndum, en þær voru The Bodyguard, árið 1992, Waiting to Exhale, árið 1995, The Preacher's Wife, árið 1996 og nú síðast, Sparkle, árið 2012. En það var um aldamótin sem fór að halla verulega undan fæti hjá Houston. Tíðar fréttir af heimilisofbeldi og eiturlyfjaneyslu Whitney tóku að berast. Hún fór að komast í kast við lögin, mæta ekki á tónleika og viðburði og kom svo eftirminnilega fram á Michael Jackson: 30th Anniversary Special tónleikunum, árið 2001. Eftir tónleikana gerðu slúðurmiðlar um allan heim sér mat úr fíklalegu útliti hennar, en hún þótti orðin óeðlilega grönn. Árið eftir fór Houston í einlægt viðtal við Diane Sawyer þar sem hún var spurð út í fíkniefnaneyslu sína. Houston þverneitaði fyrir neysluna með því að segja meðal annars: „Crack is whack.“ Það var ekki fyrr en árið 2009 að Houston viðurkenndi fíkniefnaneyslu sína opinberlega í viðtali hjá Opruh Winfrey. Í sama viðtali opnaði söngkonan sig um ofbeldisfullt hjónaband sitt við Bobby Brown, en þau skildu árið 2007. Viðtalið við Opruh þar sem hún talaði opinskátt um líf sitt, neysluna og Bobby, var sýnt sama kvöld og hún reyndi að lífga tónlistarferil sinn við með nýrri plötu I Look to You. Þrátt fyrir að platan hafi ratað á toppinn á flestum vinsældarlistum, ollu aðsóknartölur á tónleikaferðalagið sem hún lagði í til að fylgja eftir plötunni miklum vonbrigðum. Gagnrýnendur sögðu rödd hennar ekki jafn góða og áður. Whitney Houston var borin til grafar í heimabæ sínum í Newark í New Jersey í Bandaríkjunum stuttu eftir andlát hennar. Heimsbyggðin fylgdist með þegar söngkonan var jörðuð í beinni sjónvarpsútsendingu. „Þú varst ekki bara sæt, þú varst falleg. Fólki þótti ekki bara vænt um þig, þau elskuðu þig," sagði leikarinn Kevin Costner í ræðunni sem hann fór með í útför Houston. Costner og Houston urðu miklir vinir eftir að þau léku saman í myndinni Bodyguard. Lagið úr myndinni I Will Always Love You var spilað í kirkjunni þegar kistan var borin út. Kirkjubekkirnir í New Hope kirkjunni í Newark voru þétt setnir af vinum og vandamönnum söngkonunnar, meira að segja svo þéttsetnir að Bobbi Brown, fyrrum eiginmanni Houston, þótti nóg um og lét sig hverfa í upphafi athafnarinnar.Stevie Wonder og Alicia Keys voru meðal þeirra tónlistamanna sem tóku lagið í kirkjunni og Dionne Warwick hélt ræðu um vinkonu sína.
Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira