„Ekki hlutverk ríkisins að standa í rekstri áburðarverksmiðju“ Svavar Hávarðsson skrifar 1. mars 2014 00:01 Áburðarverksmiðjan framleiddi um 60.000 tonn á innanlandsmarkað, en nýjar hugmyndir gera ráð fyrir 700.000 tonna verksmiðju. Fréttablaðið/Pjetur „Þetta er ekki kolanáma,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, um gagnrýni á hugmyndir Framsóknarflokksins um að ríkistjórnin kanni möguleika á því að 700.000 tonna áburðarverksmiðja verði reist í Helguvík eða Þorlákshöfn. Ragnheiði Elíni Árnadóttur, iðnaðarráðherra, hugnast ekki hugmyndin eins og hún er fram sett í þingsályktunartillögu sem lögð var fram á fimmtudag. Þorsteinn segir hugmyndina snúast um hagkvæmniathugun, en í henni sé ekki sérstaklega gert ráð fyrir því að ríkið eigi verksmiðjuna og reki hana til framtíðar. Þorsteinn persónulega er hins vegar þeirrar skoðunar að ekkert mæli á móti því að ríkið leiði hóp fjárfesta til að reisa áburðarverksmiðju. „Þegar þjóðfélag er að koma út úr kreppu er ekkert sem mælir á móti því að ríkið taki forystu um svona verkefni ef niðurstaðan er að það sé hagkvæmt.“ Ef allar forsendur reynast hagfelldar telur Þorsteinn ekki fjarri lagi að ríkið ætti 20% hlut í verkefninu sem síðar yrði boðinn fjárfestum. Fréttablaðið leitaði álits iðnaðarráðherra í gær, og spurði hvort tillagan félli að hennar hugmyndum um uppbyggingu í atvinnulífinu. „Ég er ekki sammála þeirri nálgun sem fram kemur í frumvarpinu og tel það ekki vera hlutverk ríkisins að standa í rekstri áburðarverksmiðju,“ svaraði Ragnheiður.Þorsteinn SæmundssonHugmyndir Framsóknarflokksins gera ráð fyrir 700 þúsund tonna verksmiðju sem kosti 120 milljarða í byggingu og skapi 150-200 hálaunuð störf, en um hátækniiðnað er að ræða að sögn Þorsteins sem gæti laðað að ungt vel menntað fólk. Þorsteinn vísar þeirri gagnrýni á bug um að áburðarverksmiðja sé ekki líkleg „til að laða brottflutta Íslendinga aftur heim og til að vekja ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli sér að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni,“ eins og segir í greinargerð tillögunnar. En má ekki skapa mun fleiri störf fyrir svo mikið fjármagn sem kynni að verða bundið í áburðarverksmiðju? „Eflaust. Stóriðjustörf eru dýr. En þetta eru bara störfin í verksmiðjunni sjálfri, svo falla til fjölmörg afleidd störf. Ég er fylgjandi því að við förum í breiða atvinnuuppbyggingu, og við framsóknarmenn tölum fyrir því að auka matvælaframleiðslu, svo dæmi sé tekið,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Þetta er ekki kolanáma,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, um gagnrýni á hugmyndir Framsóknarflokksins um að ríkistjórnin kanni möguleika á því að 700.000 tonna áburðarverksmiðja verði reist í Helguvík eða Þorlákshöfn. Ragnheiði Elíni Árnadóttur, iðnaðarráðherra, hugnast ekki hugmyndin eins og hún er fram sett í þingsályktunartillögu sem lögð var fram á fimmtudag. Þorsteinn segir hugmyndina snúast um hagkvæmniathugun, en í henni sé ekki sérstaklega gert ráð fyrir því að ríkið eigi verksmiðjuna og reki hana til framtíðar. Þorsteinn persónulega er hins vegar þeirrar skoðunar að ekkert mæli á móti því að ríkið leiði hóp fjárfesta til að reisa áburðarverksmiðju. „Þegar þjóðfélag er að koma út úr kreppu er ekkert sem mælir á móti því að ríkið taki forystu um svona verkefni ef niðurstaðan er að það sé hagkvæmt.“ Ef allar forsendur reynast hagfelldar telur Þorsteinn ekki fjarri lagi að ríkið ætti 20% hlut í verkefninu sem síðar yrði boðinn fjárfestum. Fréttablaðið leitaði álits iðnaðarráðherra í gær, og spurði hvort tillagan félli að hennar hugmyndum um uppbyggingu í atvinnulífinu. „Ég er ekki sammála þeirri nálgun sem fram kemur í frumvarpinu og tel það ekki vera hlutverk ríkisins að standa í rekstri áburðarverksmiðju,“ svaraði Ragnheiður.Þorsteinn SæmundssonHugmyndir Framsóknarflokksins gera ráð fyrir 700 þúsund tonna verksmiðju sem kosti 120 milljarða í byggingu og skapi 150-200 hálaunuð störf, en um hátækniiðnað er að ræða að sögn Þorsteins sem gæti laðað að ungt vel menntað fólk. Þorsteinn vísar þeirri gagnrýni á bug um að áburðarverksmiðja sé ekki líkleg „til að laða brottflutta Íslendinga aftur heim og til að vekja ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli sér að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni,“ eins og segir í greinargerð tillögunnar. En má ekki skapa mun fleiri störf fyrir svo mikið fjármagn sem kynni að verða bundið í áburðarverksmiðju? „Eflaust. Stóriðjustörf eru dýr. En þetta eru bara störfin í verksmiðjunni sjálfri, svo falla til fjölmörg afleidd störf. Ég er fylgjandi því að við förum í breiða atvinnuuppbyggingu, og við framsóknarmenn tölum fyrir því að auka matvælaframleiðslu, svo dæmi sé tekið,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira