Kennarar tilbúnir í verkfall Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 12:46 Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. VÍSIR/HEIÐA Meirihluti félagsmanna Kennarasambands Íslands í ríkisreknum framhaldsskólum hefur samþykkt að fara í verkfall. Til stendur að það hefjist 17. mars, hafi samningar við þá ekki náðst. Atkvæðagreiðslu félagsmanna lauk fyrir skömmu og eru tölurnar svohljóðandi: Á kjörskrá voru 1.541, atkvæði greiddu 1.339 eða 86,9 prósent. Já sögðu 1.173 eða 87,6 prósent. Nei sögðu 134 eða 10 prósent. Auðir seðlar og ógildir voru 32 eða 2,4 prósent. „Við erum búin að funda stíft að undanförnu og munum halda því áfram til þess að reyna að ná einhverjum sameiginlegum samningsfleti. Ég vil jafnframt segja það að það ber ennþá mjög mikið á milli samningsaðila,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Aðalheiður segir að það sem er að valda því að samningaviðræður séu þetta erfiðar sé sú staðreynd að framhaldsskólarnir séu í fjárhagslegu þroti en að samningsaðilar geti ekki samið um aukin framlög til skólanna. Það sé alfarið á valdi stjórnvalda.Frá talningu um verkfallsboðun framhaldsskólakennara í morgun: Björgvin Eyjólfur Björgvinsson, Helga Sighvatsdóttir og Stella Kristjánsdóttir.visir/gvaFarið er fram á að laun kennara í framhaldsskólum standist samanburð sambærrilegra hópa sem og háskólamenntaðra starfsmanna hjá ríkinu. Þá er einnig farið fram á að umbætur verði gerðar á rekstri skólanna þannig að þeir geti valdið hlutverkum sínum. „Þetta finnst okkur vera mjög eðlileg og sanngjörn krafa og vona ég svo sannarlega að við getum náð kjarasamningum við eðlilegar aðstæður.“ Aðalheiður segist vongóð um að samningar náist og segir engan kennara vilja verkfall, og sé það ekki markmið þeirra. Hinsvegar ef samningar náist ekki fyrir tilsettan tíma þá muni þeir grípa til þessa neyðarúrræðis. Tengdar fréttir Fæst úr skorið með verkfall kennara í dag „Tölurnar eiga að liggja fyrir eftir hádegi eða síðdegis í síðasta lagi,“ segir Aðalbjörn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi kennarasambandsins. 28. febrúar 2014 10:19 Framhaldsskólakennarar hafa kosið um verkfallsboðun Svo gæti farið að boðað verði til verkfalls laugardaginn næstkomandi. 21. febrúar 2014 16:55 „Komi til verkfalls er ábyrgðin alfarið á herðum stjórnvalda“ Stjórn Kennarasambands Íslands ályktar um stöðuna í kjarabaráttu framhaldsskólakennara. 27. febrúar 2014 15:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Meirihluti félagsmanna Kennarasambands Íslands í ríkisreknum framhaldsskólum hefur samþykkt að fara í verkfall. Til stendur að það hefjist 17. mars, hafi samningar við þá ekki náðst. Atkvæðagreiðslu félagsmanna lauk fyrir skömmu og eru tölurnar svohljóðandi: Á kjörskrá voru 1.541, atkvæði greiddu 1.339 eða 86,9 prósent. Já sögðu 1.173 eða 87,6 prósent. Nei sögðu 134 eða 10 prósent. Auðir seðlar og ógildir voru 32 eða 2,4 prósent. „Við erum búin að funda stíft að undanförnu og munum halda því áfram til þess að reyna að ná einhverjum sameiginlegum samningsfleti. Ég vil jafnframt segja það að það ber ennþá mjög mikið á milli samningsaðila,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Aðalheiður segir að það sem er að valda því að samningaviðræður séu þetta erfiðar sé sú staðreynd að framhaldsskólarnir séu í fjárhagslegu þroti en að samningsaðilar geti ekki samið um aukin framlög til skólanna. Það sé alfarið á valdi stjórnvalda.Frá talningu um verkfallsboðun framhaldsskólakennara í morgun: Björgvin Eyjólfur Björgvinsson, Helga Sighvatsdóttir og Stella Kristjánsdóttir.visir/gvaFarið er fram á að laun kennara í framhaldsskólum standist samanburð sambærrilegra hópa sem og háskólamenntaðra starfsmanna hjá ríkinu. Þá er einnig farið fram á að umbætur verði gerðar á rekstri skólanna þannig að þeir geti valdið hlutverkum sínum. „Þetta finnst okkur vera mjög eðlileg og sanngjörn krafa og vona ég svo sannarlega að við getum náð kjarasamningum við eðlilegar aðstæður.“ Aðalheiður segist vongóð um að samningar náist og segir engan kennara vilja verkfall, og sé það ekki markmið þeirra. Hinsvegar ef samningar náist ekki fyrir tilsettan tíma þá muni þeir grípa til þessa neyðarúrræðis.
Tengdar fréttir Fæst úr skorið með verkfall kennara í dag „Tölurnar eiga að liggja fyrir eftir hádegi eða síðdegis í síðasta lagi,“ segir Aðalbjörn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi kennarasambandsins. 28. febrúar 2014 10:19 Framhaldsskólakennarar hafa kosið um verkfallsboðun Svo gæti farið að boðað verði til verkfalls laugardaginn næstkomandi. 21. febrúar 2014 16:55 „Komi til verkfalls er ábyrgðin alfarið á herðum stjórnvalda“ Stjórn Kennarasambands Íslands ályktar um stöðuna í kjarabaráttu framhaldsskólakennara. 27. febrúar 2014 15:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Fæst úr skorið með verkfall kennara í dag „Tölurnar eiga að liggja fyrir eftir hádegi eða síðdegis í síðasta lagi,“ segir Aðalbjörn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi kennarasambandsins. 28. febrúar 2014 10:19
Framhaldsskólakennarar hafa kosið um verkfallsboðun Svo gæti farið að boðað verði til verkfalls laugardaginn næstkomandi. 21. febrúar 2014 16:55
„Komi til verkfalls er ábyrgðin alfarið á herðum stjórnvalda“ Stjórn Kennarasambands Íslands ályktar um stöðuna í kjarabaráttu framhaldsskólakennara. 27. febrúar 2014 15:38