Vilja tvo æfingaleiki til viðbótar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. febrúar 2014 13:00 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson. Vísir/Pjetur Landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck segja vináttulandsleiki mikilvægari nú með breyttu fyrirkomulagi á undankeppni stórmóta. Alþjóðlegum leikdögum hefur verið fækkað en þar að auki fá þau oft minni tíma til að undirbúa liðin fyrir leiki í landsleikjatörnunum. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti á síðasta ári breytt fyrirkomulag á leikjum í undankeppni stórmóta. Í stað þess að langflest lið spili á sömu dögum verður þeim nú dreift á sex daga - frá fimmtudegi til þriðjudags. „Með þessu vill sambandið koma auka sjónvarpstekjur sínar af þessum leikjum og maður verður að virða það,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi KSÍ í dag. „En þetta þýðir líka að það eru færri daga á milli leikja þegar liðin eru að spila tvo leiki í sömu törninni,“ bætti hann við. „Svo í þeim tilvikum þegar liðin eiga fyrri leikinn á fimmtudegi þýðir það enn minni tíma til undirbúnings en áður.“ „Auðvitað kemur þetta út á jöfnu fyrir bæði lið en reynslan mín hefur sýnt að minni undirbúningur kemur sér verr fyrir svokölluðu litlu liðin.“ Lagerbäck sagði að allt yrði gert til að auðvelda undirbúning og hámarka hvíld á milli leikja. Til dæmis með því að taka leiguflug til eða frá leikstöðum þegar um svokallaðan „tvíhöfða“ er að ræða. „Við munum skipuleggja allt í þaula - mat, drykk, búninga, sjúkraþjálfun og allt sem kemur að umgjörðinni,“ sagði Lagerbäck. Heimir og Lars eru sammála um að mikilvægi æfingaleikja hafi aukist enn með breyttu fyrirkomulagi. Til að mynda er ekki lengur alþjóðlegur leikdagur um miðjan ágúst sem hefur yfirleitt verið nýttur til að finna liðinu æfingaleik á Laugardalsvelli. „Það er möguleiki að finna leiki í lok maí og byrjun júní en það yrðu líklega síðasti möguleikinn til að undirbúa liðið fyrir leikina í undankeppnina,“ sagði Heimir. Ísland leikur gegn Austurríki ytra þann 30. maí en KSÍ er nú að skoða þann möguleika að finna íslenska liðinu fleiri leiki - bæði lok maímánaðar og byrjun júní. Þau lið sem taka þátt í HM í Brasilíu verða á fullu í sínum undirbúningi þá. „Við erum fremur að skoða það að fá leiki en að leitast eftir ákveðnum andstæðingum. Við höfum rætt við Eistland sem er með svipað lið og Lettland [sem er með Íslandi í riðli]. En aðalmálið er að fá leik og þá helst leiki,“ sagði Heimir.Næstu leikir Íslands: 5. mars: Wales (úti) - vináttulandsleikur 30. maí: Austurríki (úti) - vináttulandsleikurUndankeppni EM 2016: þriðjudagur 9. september 2014: Ísland - Tyrkland föstudagur 10. október 2014: Lettland - Ísland mánudagur 13. október 2014: Ísland - Holland sunnudagur 16. nóvember 2014: Tékkland - Ísland laugardagur 28. mars 2015: Kasakstan - Ísland föstudagur 12. júní 2015: Ísland - Tékkland fimmtudagur 3. september: Holland - Ísland sunnudagur 6. september: Ísland - Kasakstan laugardagur 10. október: Ísland - Lettland þriðjudagur 13. október: Tyrkland - Ísland Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ ætlar að leigja flugvél fyrir karlalandsliðið Knattspyrnusamband Íslands ætlar að auka við umgjörð í kringum A-landslið karla í fótbolta í komandi undankeppni EM og meðal annars að taka flugvél á leigu þegar liðið spilar tvo leiki á stuttum tíma. 28. febrúar 2014 11:14 Björn Daníel og Elmar í hópi Íslands Landsliðshópur Íslands fyrir æfingaleik gegn Wales þann 5. mars var kynntur í dag. 28. febrúar 2014 10:45 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira
Landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck segja vináttulandsleiki mikilvægari nú með breyttu fyrirkomulagi á undankeppni stórmóta. Alþjóðlegum leikdögum hefur verið fækkað en þar að auki fá þau oft minni tíma til að undirbúa liðin fyrir leiki í landsleikjatörnunum. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti á síðasta ári breytt fyrirkomulag á leikjum í undankeppni stórmóta. Í stað þess að langflest lið spili á sömu dögum verður þeim nú dreift á sex daga - frá fimmtudegi til þriðjudags. „Með þessu vill sambandið koma auka sjónvarpstekjur sínar af þessum leikjum og maður verður að virða það,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi KSÍ í dag. „En þetta þýðir líka að það eru færri daga á milli leikja þegar liðin eru að spila tvo leiki í sömu törninni,“ bætti hann við. „Svo í þeim tilvikum þegar liðin eiga fyrri leikinn á fimmtudegi þýðir það enn minni tíma til undirbúnings en áður.“ „Auðvitað kemur þetta út á jöfnu fyrir bæði lið en reynslan mín hefur sýnt að minni undirbúningur kemur sér verr fyrir svokölluðu litlu liðin.“ Lagerbäck sagði að allt yrði gert til að auðvelda undirbúning og hámarka hvíld á milli leikja. Til dæmis með því að taka leiguflug til eða frá leikstöðum þegar um svokallaðan „tvíhöfða“ er að ræða. „Við munum skipuleggja allt í þaula - mat, drykk, búninga, sjúkraþjálfun og allt sem kemur að umgjörðinni,“ sagði Lagerbäck. Heimir og Lars eru sammála um að mikilvægi æfingaleikja hafi aukist enn með breyttu fyrirkomulagi. Til að mynda er ekki lengur alþjóðlegur leikdagur um miðjan ágúst sem hefur yfirleitt verið nýttur til að finna liðinu æfingaleik á Laugardalsvelli. „Það er möguleiki að finna leiki í lok maí og byrjun júní en það yrðu líklega síðasti möguleikinn til að undirbúa liðið fyrir leikina í undankeppnina,“ sagði Heimir. Ísland leikur gegn Austurríki ytra þann 30. maí en KSÍ er nú að skoða þann möguleika að finna íslenska liðinu fleiri leiki - bæði lok maímánaðar og byrjun júní. Þau lið sem taka þátt í HM í Brasilíu verða á fullu í sínum undirbúningi þá. „Við erum fremur að skoða það að fá leiki en að leitast eftir ákveðnum andstæðingum. Við höfum rætt við Eistland sem er með svipað lið og Lettland [sem er með Íslandi í riðli]. En aðalmálið er að fá leik og þá helst leiki,“ sagði Heimir.Næstu leikir Íslands: 5. mars: Wales (úti) - vináttulandsleikur 30. maí: Austurríki (úti) - vináttulandsleikurUndankeppni EM 2016: þriðjudagur 9. september 2014: Ísland - Tyrkland föstudagur 10. október 2014: Lettland - Ísland mánudagur 13. október 2014: Ísland - Holland sunnudagur 16. nóvember 2014: Tékkland - Ísland laugardagur 28. mars 2015: Kasakstan - Ísland föstudagur 12. júní 2015: Ísland - Tékkland fimmtudagur 3. september: Holland - Ísland sunnudagur 6. september: Ísland - Kasakstan laugardagur 10. október: Ísland - Lettland þriðjudagur 13. október: Tyrkland - Ísland
Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ ætlar að leigja flugvél fyrir karlalandsliðið Knattspyrnusamband Íslands ætlar að auka við umgjörð í kringum A-landslið karla í fótbolta í komandi undankeppni EM og meðal annars að taka flugvél á leigu þegar liðið spilar tvo leiki á stuttum tíma. 28. febrúar 2014 11:14 Björn Daníel og Elmar í hópi Íslands Landsliðshópur Íslands fyrir æfingaleik gegn Wales þann 5. mars var kynntur í dag. 28. febrúar 2014 10:45 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira
KSÍ ætlar að leigja flugvél fyrir karlalandsliðið Knattspyrnusamband Íslands ætlar að auka við umgjörð í kringum A-landslið karla í fótbolta í komandi undankeppni EM og meðal annars að taka flugvél á leigu þegar liðið spilar tvo leiki á stuttum tíma. 28. febrúar 2014 11:14
Björn Daníel og Elmar í hópi Íslands Landsliðshópur Íslands fyrir æfingaleik gegn Wales þann 5. mars var kynntur í dag. 28. febrúar 2014 10:45