Innlent

Þjóðin hafi síðasta orðið

Tillaga þess efnis að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetji til þess að staðið verði við fyrirheit um að þjóðin hafi síðasta orðið um samband Íslands og ESB verður borin upp á stjórnarfundi félagsins í dag af Degi B. Eggertssyni.
Tillaga þess efnis að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetji til þess að staðið verði við fyrirheit um að þjóðin hafi síðasta orðið um samband Íslands og ESB verður borin upp á stjórnarfundi félagsins í dag af Degi B. Eggertssyni. VÍSIR/VILHELM/VALLI
Tillaga þess efnis að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetji til þess að staðið verði við fyrirheit um að þjóðin hafi síðasta orðið um samband Íslands og ESB verður borin upp á stjórnarfundi félagsins í dag af Degi B. Eggertssyni.

Dagur er einn stjórnarmanna félagsins. Í  samræmi við fyrirheit ríkisstjórnarinnar, dragi hún til baka tillögu sína um að viðræðum um aðild að Evrópusambandinu verði slitið

„Þessi tillaga kemur í kjölfar þess að sveitarstjórnarmenn um land allt hafa verið að tjá sig um þetta. Fólk er almennt sammála um að það sé mjög stór ákvörðun að útiloka einhverja framtíða möguleika án þess að fullkanna málið,“ segir Dagur.

Dagur telur að flestir séu þeirrar skoðunar að það sé lágmark að þjóðin sé með í ráðum sama hvað Alþingi gerir. Margir telji að klára eigi viðræðurnar og fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn.

„Og að minnsta kosti ef ríkisstjórnin ætlar að draga umsóknina til baka, þá er það ekki síður stór ákvörðun. Þá er eðlilegt að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um þá ákvörðun,“ segir Dagur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×