Stjórn Kennarasambands Íslands krefst þess í ályktun sinni að fjármálaráðherra gangi strax til samninga við kennara, náms- og starfsráðgjafa og skólastjórnendur í framhaldsskólum.
Ályktunin var send út nú fyrir skömmu en þar gagnrýnir stjórnin meðal annars að félagsmenn KÍ í framhaldsskólum séu neyddir til að hóta að beita verkfallsvopninu.
„Til að fylgja sanngjörnum kröfum eftir,“ eins og þar stendur.
„Stjórn KÍ skorar á fjármálaráðherra að beita öllum tiltækum ráðum til að semja við Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum um nauðsynlegar breytingar á launum, þannig að sátt ríki um starfið í framhaldsskólum,“ segir í ályktuninni og endar hún á orðunum:
„Komi til verkfalls er ábyrgðin alfarið á herðum stjórnvalda“.
Eins og Vísir hefur áður greint frá var kosið um verkfallsboðun framhaldsskólakennara í síðustu viku og munu úrslit kosninganna liggja fyrir á morgun.
„Komi til verkfalls er ábyrgðin alfarið á herðum stjórnvalda“
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið

Barn á öðru aldursári lést
Innlent





Bíll valt og endaði á hvolfi
Innlent




Þrjú banaslys á fjórum dögum
Innlent