Innlent

Vatnsútflutningur frá Rifi að renna út í sandinn?

Gissur Sigurðsson skrifar
Vísir/Pjetur
Það ræðst væntanlega í vikunni hvort enn eitt vatnsútflutningsævintýrið á Rifi á Snæfellsnesi rennur út í sandinn eða ekki, en vatn til átöppunar hefur runnið óvirkjað út í fjörusandinn um árabil.

Hugmyndir um vatnsútflutning frá Rifi kviknuðu fyrst fyrir 20 árum og voru ýmsar hugmyndir viðraðar um tilhögun hans. Það var svo árið 2007 að fyrirtækið Iceland Glacier Products ehf reysti sjö þúsund fermetra hús yfir starfssemina á Rifi og stóð að lagningu tveggja vatnsleilðslna frá VAtnsbólunum og niður í bæinn, sem skilar 90 sekúndulítrum af góðu vatni.

En úr því hætti félagið að standa við framkvæmdaáætlun, missti vatnsréttindin og varð svo gjaldþrota.

Bærinn samdi þá við IV Iceland, sem reysti annað hús upp á 12 hundruð fermetra, sem stendur nú full frágengið og bíður eftir vélasamstæðum sem hafa látið standa á sér þrátt fyrir ítrekaðar fregnir um að þær séu á leiðinni og ítrekaða fresti sem IV Iceland hefur fegnið til að standa við framkvæmdaáætlun.

Lokafresturinn er að renna út í vikunni og eru forsvarsmenn fyrirtækisins væntganlegir vestur í vikunni til að gera grein fyrir stöðunni.

Kristján Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ sagðist í viðtali við Fréttastofu í morgun ekki vilja tjá sig um stöðuna á þessu stigi, en sagði að fleiri fyrirtæki hefðu lýst áhuga á vatnsréttidunum ef þau stæðu til boða á ný. Þess má geta að gólfflötur verksmiðjuhúsanna er ríflegur gólfflötur allra íbúðahúsa á Rifi og Hellissandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×