Grafalvarlegt að forsætisráðherra láti geðþótta ráða styrkveitingum Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. febrúar 2014 15:01 Húsið Ingólfur og Brynhildur Pétursdóttir, þinkona Bjartrar framtíðar Mynd/Björn Ingi Bjarnason/Pjetur Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, bíður enn svara frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni við fyrirspurn sem hún lagði fram fyrir mánuði síðan, þann 22. janúar. Fyrirspurn Brynhildar er í níu liðum og spurði hún ráðherra um stefnumótun ráðuneytis hans hvað varðar húsafriðunarverkefni og verkefni tengd vernd sögulegra og menningartengdra byggða. Vísir sagði í dag frá styrkveitingu forsætisráðuneytisins til handa flutningi hússins Ingólfs á Selfossi en enginn formleg umsókn um slíkan styrk var lögð fram af hálfu sveitarfélagsins – „enda umrætt hús í einkaeigu,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingar í bæjarstjórn. Í samtali við Vísi segist Brynhildur langeyg eftir svörum ráðherra sem hún hafi núna beðið eftir í mánuð. Samkvæmt þingkonunni þurfa svör við fyrirspurnum sem þessum að liggja fyrir eigi síður en 15 dögum eftir að spurningarnar hafa verið bornar upp og býst hún við svörum á næstu dögum. „Ég tel þessa stefnubreytingu, þar sem ráðherra útdeilir styrkjum eftir eigin hentisemi, afturhvarf til fortíðar, segir Brynhildur. Hún bætir við að þróunin í styrkveitingum hafi á undanförnum árum verið í átt að auknum faglegum forsendum þar sem umsóknirnar eru vegnar og metnar út frá fræðilegum sjónarmiðum. Hvernig staðið var að fjárveitingum í tilviki Ingólfs sé því til marks um uggvænlega þróun. „Við höfum úr takmörkuðu fé að ráða og nauðsynlegt er að um útdeilingu þess ríki jafnræði. Það að stjórnmálamenn og forsætisráðherra geti úthlutað fé úr sjóðum ríkisins eftir eigin geðþótta er grafalvarlegt,“ segir Brynhildur. Hin ósvaraða fyrirspurn þingkonunnar til ráðherra er sem hér segir: 1. Hver er stefnumótun ráðuneytisins hvað varðar húsfriðunarverkefni, verkefni tengd vernd sögulegra og menningartengdra byggða, fornleifar og málefni græna hagkerfisins? 2. Hvaða verkefni af fyrrgreindum toga hefur ráðuneytið þegar styrkt á kjörtímabilinu? Hver er fjárhæð hvers styrks og hvað er áætlað að styrkja hvert verkefni um háa fjárhæð alls fram að verklokum? 3. Hvaða skriflegu verklagsreglur eru í gildi í ráðuneytinu um úthlutun styrkja til sérhvers fyrrgreinds málaflokks? 4. Hefur ákvörðun um þau verkefni sem þegar hafa hlotið styrk í öllum tilfellum byggst á skriflegum umsóknum frá styrkþegum? Hafa styrkir verið auglýstir og þá hvar? Hvernig eru jafnræðisreglur tryggðar? 5. Hvernig fer faglegt mat á verkefnum fram innan ráðuneytisins? Hvaða kröfur eru gerðar til verkefna, umsækjenda og þeirra sem vinna verkin? Hvaða sérfræðingar meta þær umsóknir sem ráðuneytið fær? Hver er faglegur bakgrunnur þeirra? 6. Hvernig skarast styrkveitingar ráðuneytisins við verkefni húsafriðunarnefndar og Minjastofnunar Íslands og hvernig er samstarfi við þá aðila háttað? 7. Hver vinnur skilamat og hvaða kröfur eru gerðar til þess? 8. Er samstarf við þá aðila sem sinna þessum málum fyrir hönd sveitarfélaganna? Ef svo er, hvernig fer það fram? 9. Hvaða verkefni fengu úthlutað samkvæmt liðnum 01-305 Græna hagkerfið og verkefni tengd vernd sögulegra og menningartengdra byggða og fornleifa o.fl. (165,5 millj. kr.) í fjáraukalögum fyrir árið 2013? Fornminjar Tengdar fréttir Gæluverkefni ráðherra sett í forgang Forsætisráðuneytið hefur einhliða styrkt verkefni í Ísafjarðarbæ fyrir tólf milljónir króna. 18. janúar 2014 09:00 Fimm óumbeðnar milljónir til húss í einkaeigu Bæjarfulltrúar í Árborg furða sig á styrkveitingunni því engin formleg umsókn var send af hálfu bæjarfélagsins. 21. febrúar 2014 11:12 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, bíður enn svara frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni við fyrirspurn sem hún lagði fram fyrir mánuði síðan, þann 22. janúar. Fyrirspurn Brynhildar er í níu liðum og spurði hún ráðherra um stefnumótun ráðuneytis hans hvað varðar húsafriðunarverkefni og verkefni tengd vernd sögulegra og menningartengdra byggða. Vísir sagði í dag frá styrkveitingu forsætisráðuneytisins til handa flutningi hússins Ingólfs á Selfossi en enginn formleg umsókn um slíkan styrk var lögð fram af hálfu sveitarfélagsins – „enda umrætt hús í einkaeigu,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingar í bæjarstjórn. Í samtali við Vísi segist Brynhildur langeyg eftir svörum ráðherra sem hún hafi núna beðið eftir í mánuð. Samkvæmt þingkonunni þurfa svör við fyrirspurnum sem þessum að liggja fyrir eigi síður en 15 dögum eftir að spurningarnar hafa verið bornar upp og býst hún við svörum á næstu dögum. „Ég tel þessa stefnubreytingu, þar sem ráðherra útdeilir styrkjum eftir eigin hentisemi, afturhvarf til fortíðar, segir Brynhildur. Hún bætir við að þróunin í styrkveitingum hafi á undanförnum árum verið í átt að auknum faglegum forsendum þar sem umsóknirnar eru vegnar og metnar út frá fræðilegum sjónarmiðum. Hvernig staðið var að fjárveitingum í tilviki Ingólfs sé því til marks um uggvænlega þróun. „Við höfum úr takmörkuðu fé að ráða og nauðsynlegt er að um útdeilingu þess ríki jafnræði. Það að stjórnmálamenn og forsætisráðherra geti úthlutað fé úr sjóðum ríkisins eftir eigin geðþótta er grafalvarlegt,“ segir Brynhildur. Hin ósvaraða fyrirspurn þingkonunnar til ráðherra er sem hér segir: 1. Hver er stefnumótun ráðuneytisins hvað varðar húsfriðunarverkefni, verkefni tengd vernd sögulegra og menningartengdra byggða, fornleifar og málefni græna hagkerfisins? 2. Hvaða verkefni af fyrrgreindum toga hefur ráðuneytið þegar styrkt á kjörtímabilinu? Hver er fjárhæð hvers styrks og hvað er áætlað að styrkja hvert verkefni um háa fjárhæð alls fram að verklokum? 3. Hvaða skriflegu verklagsreglur eru í gildi í ráðuneytinu um úthlutun styrkja til sérhvers fyrrgreinds málaflokks? 4. Hefur ákvörðun um þau verkefni sem þegar hafa hlotið styrk í öllum tilfellum byggst á skriflegum umsóknum frá styrkþegum? Hafa styrkir verið auglýstir og þá hvar? Hvernig eru jafnræðisreglur tryggðar? 5. Hvernig fer faglegt mat á verkefnum fram innan ráðuneytisins? Hvaða kröfur eru gerðar til verkefna, umsækjenda og þeirra sem vinna verkin? Hvaða sérfræðingar meta þær umsóknir sem ráðuneytið fær? Hver er faglegur bakgrunnur þeirra? 6. Hvernig skarast styrkveitingar ráðuneytisins við verkefni húsafriðunarnefndar og Minjastofnunar Íslands og hvernig er samstarfi við þá aðila háttað? 7. Hver vinnur skilamat og hvaða kröfur eru gerðar til þess? 8. Er samstarf við þá aðila sem sinna þessum málum fyrir hönd sveitarfélaganna? Ef svo er, hvernig fer það fram? 9. Hvaða verkefni fengu úthlutað samkvæmt liðnum 01-305 Græna hagkerfið og verkefni tengd vernd sögulegra og menningartengdra byggða og fornleifa o.fl. (165,5 millj. kr.) í fjáraukalögum fyrir árið 2013?
Fornminjar Tengdar fréttir Gæluverkefni ráðherra sett í forgang Forsætisráðuneytið hefur einhliða styrkt verkefni í Ísafjarðarbæ fyrir tólf milljónir króna. 18. janúar 2014 09:00 Fimm óumbeðnar milljónir til húss í einkaeigu Bæjarfulltrúar í Árborg furða sig á styrkveitingunni því engin formleg umsókn var send af hálfu bæjarfélagsins. 21. febrúar 2014 11:12 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Gæluverkefni ráðherra sett í forgang Forsætisráðuneytið hefur einhliða styrkt verkefni í Ísafjarðarbæ fyrir tólf milljónir króna. 18. janúar 2014 09:00
Fimm óumbeðnar milljónir til húss í einkaeigu Bæjarfulltrúar í Árborg furða sig á styrkveitingunni því engin formleg umsókn var send af hálfu bæjarfélagsins. 21. febrúar 2014 11:12