Íslendingur í Venesúela segir ástandið skelfilegt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. febrúar 2014 00:46 VÍSIR/AFP Miklar óeirðir hafa geisað í Vensúela upp á síðkastið. Þessi mótmæli eru þau allra mestu frá því að forseti landsins, Nicolas Maduro, tók við embættinu á síðasta ári. Hann tók við embættinu eftir fráfall Hugo Chavez í mars fyrir tæpu ári. Einungis einu og hálfu prósentustigi munaði á fylgi hans og mótframbjóðandanum, Enrique Capriles Radonski. Síðan þá hefur þrálátur orðrómur verið að um kosningasvindl hafi verið að ræða. Þá er Maduro sakaður um harðræði og sagður ábyrgur fyrir bágu efnahagsástandi landsins og hárri glæpatíðni.Jóna María Björgvinsdóttir býr í Valencia í Venesúela, ásamt eiginmanni sínum og dóttur. „Þetta er búið að vera margra ára ferli en núna, 12. febrúar síðastliðinn, hófust mótmælin af alvöru. Mótmælin af okkar hálfu, stjórnarandstæðinganna, hafa að öllu leyti verið friðsæl. Við klæðum okkur í hvítt og málum hendur okkar hvítar og göngum fylktu liði um alla borg,“ segir Jóna.Leopoldo Lopez, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, stóð fyrir mótmælagöngu fyrr í þessari viku og tók Jóna María, ásamt eiginmanni sínum, þátt í göngunni. Hún segir gönguna að öllu leyti hafa farið friðsamlega fram af hálfu mótmælenda en á móti þeim hafi tekið her og lögregla sem stóðu í vegi fyrir að þau kæmust á leiðarenda. „Á móti okkur stóðu vopnaðir menn og var mikið skotið af þeirra hálfu. Ofbeldið er alfarið af hálfu hersins, ríkisins og ríkislögreglunnar. Þeir ganga hérna berserksgangi, skjóta á blokkir og bíla, skjóta táragasi og gassprengjum um allan bæ.“Herinn kom í veg fyrir að mótmælendur kæmust leiðar sinnar.Nauðsynjavara nánast ófáanleg Jóna segir há gjaldeyrishöft gera það að verkum að framleiðsla á vörum sé nánast engin og vöruskortur því mikill. „Matvörur og aðrar nauðsynjavörur eru ekki að koma inn í landið en þegar vörur loksins koma í verslanir myndast langar biðraðir. Fólk í hundruða tali safnast saman fyrir utan verslunina í þeirri von að fá nauðsynlegar vörur. Hver og einn má ekki kaupa nema ákveðið magn hverju sinni.“ Þá segir hún einnig mikinn skort vera á lyfjum og segir læknisþjónustuna nánast enga. „Fólk með alvarlega sjúkdóma er í hættu á að fá ekki nauðsynleg lyf því þau eru einfaldlega ekki til í landinu. Ef fólk þarf að fara í aðgerð þá þarf það sjálft að útvega grisjur.“Mönnum afhent vopn af yfirvöldumÁ miðvikudaginn var, var ung stúlka, 22 ára, skotin til bana. Að minnsta kosti sex hafa látist í átökunum og tugir eru slasaðir. „Stelpan var skotin af manni á mótorhjóli. Þessir menn eru út um allt, spóla í kringum mann, haldandi á byssum. Orðrómur er að þessum mönnum sé borgað og að þeir fái vopn frá yfirvöldum.“ Allir fjölmiðlar í Venesúela eru ríkisreknir og segir Jóna það ástæðuna fyrir því að fréttir um ástandið birtist ekki í réttri mynd. Hægt sé að fara á internetið og finna myndbönd sem gefi rétta mynd af ástandinu. Samstaða á meðal fólksins Jóna segir hræðsluna mikla en á sama tíma gefi þetta von um betra ástand og segir samstöðu meðal fólksins mikla. „Með hverjum deginum sem líður þá er von í okkur öllum um að eitthvað geti breyst. Við eigum skilið að geta keyrt um götur borgarinnar án þess að eiga von á að verða skotin til bana eða rænd. Samfélagið og þjóðin stendur saman.“Boðað hefur verið til samstöðufunds sem haldinn verður á heimsvísu. Hér á Íslandi verður fundurinn haldinn á Austurvelli klukkan 12 á morgun, laugardaginn 22. febrúar. Tengdar fréttir „Sendið hann í fangelsi“ Fimm manns hafa látið lífið og tugir særst í átökunum í Venesúela. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar hefur verið handtekinn og á yfir höfði sér 10 ára fangelsi í það minnsta. 20. febrúar 2014 18:09 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Miklar óeirðir hafa geisað í Vensúela upp á síðkastið. Þessi mótmæli eru þau allra mestu frá því að forseti landsins, Nicolas Maduro, tók við embættinu á síðasta ári. Hann tók við embættinu eftir fráfall Hugo Chavez í mars fyrir tæpu ári. Einungis einu og hálfu prósentustigi munaði á fylgi hans og mótframbjóðandanum, Enrique Capriles Radonski. Síðan þá hefur þrálátur orðrómur verið að um kosningasvindl hafi verið að ræða. Þá er Maduro sakaður um harðræði og sagður ábyrgur fyrir bágu efnahagsástandi landsins og hárri glæpatíðni.Jóna María Björgvinsdóttir býr í Valencia í Venesúela, ásamt eiginmanni sínum og dóttur. „Þetta er búið að vera margra ára ferli en núna, 12. febrúar síðastliðinn, hófust mótmælin af alvöru. Mótmælin af okkar hálfu, stjórnarandstæðinganna, hafa að öllu leyti verið friðsæl. Við klæðum okkur í hvítt og málum hendur okkar hvítar og göngum fylktu liði um alla borg,“ segir Jóna.Leopoldo Lopez, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, stóð fyrir mótmælagöngu fyrr í þessari viku og tók Jóna María, ásamt eiginmanni sínum, þátt í göngunni. Hún segir gönguna að öllu leyti hafa farið friðsamlega fram af hálfu mótmælenda en á móti þeim hafi tekið her og lögregla sem stóðu í vegi fyrir að þau kæmust á leiðarenda. „Á móti okkur stóðu vopnaðir menn og var mikið skotið af þeirra hálfu. Ofbeldið er alfarið af hálfu hersins, ríkisins og ríkislögreglunnar. Þeir ganga hérna berserksgangi, skjóta á blokkir og bíla, skjóta táragasi og gassprengjum um allan bæ.“Herinn kom í veg fyrir að mótmælendur kæmust leiðar sinnar.Nauðsynjavara nánast ófáanleg Jóna segir há gjaldeyrishöft gera það að verkum að framleiðsla á vörum sé nánast engin og vöruskortur því mikill. „Matvörur og aðrar nauðsynjavörur eru ekki að koma inn í landið en þegar vörur loksins koma í verslanir myndast langar biðraðir. Fólk í hundruða tali safnast saman fyrir utan verslunina í þeirri von að fá nauðsynlegar vörur. Hver og einn má ekki kaupa nema ákveðið magn hverju sinni.“ Þá segir hún einnig mikinn skort vera á lyfjum og segir læknisþjónustuna nánast enga. „Fólk með alvarlega sjúkdóma er í hættu á að fá ekki nauðsynleg lyf því þau eru einfaldlega ekki til í landinu. Ef fólk þarf að fara í aðgerð þá þarf það sjálft að útvega grisjur.“Mönnum afhent vopn af yfirvöldumÁ miðvikudaginn var, var ung stúlka, 22 ára, skotin til bana. Að minnsta kosti sex hafa látist í átökunum og tugir eru slasaðir. „Stelpan var skotin af manni á mótorhjóli. Þessir menn eru út um allt, spóla í kringum mann, haldandi á byssum. Orðrómur er að þessum mönnum sé borgað og að þeir fái vopn frá yfirvöldum.“ Allir fjölmiðlar í Venesúela eru ríkisreknir og segir Jóna það ástæðuna fyrir því að fréttir um ástandið birtist ekki í réttri mynd. Hægt sé að fara á internetið og finna myndbönd sem gefi rétta mynd af ástandinu. Samstaða á meðal fólksins Jóna segir hræðsluna mikla en á sama tíma gefi þetta von um betra ástand og segir samstöðu meðal fólksins mikla. „Með hverjum deginum sem líður þá er von í okkur öllum um að eitthvað geti breyst. Við eigum skilið að geta keyrt um götur borgarinnar án þess að eiga von á að verða skotin til bana eða rænd. Samfélagið og þjóðin stendur saman.“Boðað hefur verið til samstöðufunds sem haldinn verður á heimsvísu. Hér á Íslandi verður fundurinn haldinn á Austurvelli klukkan 12 á morgun, laugardaginn 22. febrúar.
Tengdar fréttir „Sendið hann í fangelsi“ Fimm manns hafa látið lífið og tugir særst í átökunum í Venesúela. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar hefur verið handtekinn og á yfir höfði sér 10 ára fangelsi í það minnsta. 20. febrúar 2014 18:09 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
„Sendið hann í fangelsi“ Fimm manns hafa látið lífið og tugir særst í átökunum í Venesúela. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar hefur verið handtekinn og á yfir höfði sér 10 ára fangelsi í það minnsta. 20. febrúar 2014 18:09