Pútín er dæmigerður einræðisherra í útrás Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2014 19:15 Gary Kasparov fyrrverandi heimsmeistari í skák segir Vladimir Putín dæmigerðan einræðisherra sem sækist eftir ávinningum í útlöndum þegar hann hafi ekkert að bjóða landsmönnum sínum lengur. Gary Kasparov kom til landsins í dag á afmælisdegi Bobby Fischer en sjálfur er Kasparov goðsagnarpersóna í lifanda lífi. Erindi hans er m.a. að kynnaframboð hans til embættis forseta FIDE, Alþjóðaskáksambandsins. „Áður en leiknum er lokið er engu hægt að spá en ég er mjög bjartsýnn. Ég er hér til að hitta fulltrúa sex norrænna sambanda og ég held að þau muni styðja framboð mitt því þetta er barátta fyrir breytingum í skákheiminum,“ segir heimsmeistarinn fyrrverandi. Kasparov er einn af höfuð andstæðingum Vladimir Putín Rússlandsforseta og vandar honum ekki kveðjurnar nú þegar Rússar hafa hertekið Krímskaga í Úkraínu. „Mér þykir það leitt að í mörg ár hefur fólk eins og ég varað við raunverulegu eðli Pútíns. Ég man að þegar ég minntist fyrst á að ólympíuleikarnir í Sotsí gætu haft sömu áhrif og leikarnir í Berlín 1936 var ég húðskammaður fyrir að líkja Pútín við Hitler. Það tók Hitler tvö ár að innlima Austurríki og Tékkóslóvakíu, eftir ólympíuleikana. Það tók Pútín bara tvær vikur að innlima Krím. Því miður er þetta rökfræði allra einræðisherra,“ segir Kasparov. Þegar einræðisherrar hafi ekkert að bjóða sínu fólki lengur snúi þeir sér að ávinningum í útlöndum undir því yfirskyni að sameina fólk af sama uppruna. „Við munum að þetta er það sem Hitler sagði. Pútín seildist núna til Krím og ég óttast, ef hinn frjálsi heimur sýnir ekki seiglu og ákveðni og berst ekki á móti,geti ástandið versnað. Það eru helstu áhyggjur mínar núna því ég held að Pútín muni ekki sjálfviljugur láta staðar numið á Krím. Það er mjög mikilvægt að við lærum af sögunni og tryggjum að hann geti ekki eyðilagt friðinn í Evrópu,“ segir Kasparov. Svo Vesturlönd verða að vera sterk? „Já.“ Nú síðdegis fór Kasparov að gröf Bobby Fishers í Laugardælakirkjugarði, sem hann segir að hafi átt sér bæði góðar og slæmar hliðar eins og allar sannar goðsagnapersónur. „Hann færði skákina upp í nýjar hæðir og hefði getað gert margt fleira en því miður valdi hann ranga braut. Þetta er myrka hliðin á sögunni,“ segir heimsmeistarinn. Vottarðu honum virðingu þína? „Já, tvímælalaust, sérstaklega af því að það er fæðingardagur hans í dag. Það var ein ástæða þess að ég greip þetta tækifæri til að koma til Íslands, sem er reyndar mikið happaland fyrir mig. Ég hef teflt hérna fjórum sinnum og var ósigrandi á íslenskri jörð,“ segir Gary Kasparov sposkur á svip. Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Gary Kasparov fyrrverandi heimsmeistari í skák segir Vladimir Putín dæmigerðan einræðisherra sem sækist eftir ávinningum í útlöndum þegar hann hafi ekkert að bjóða landsmönnum sínum lengur. Gary Kasparov kom til landsins í dag á afmælisdegi Bobby Fischer en sjálfur er Kasparov goðsagnarpersóna í lifanda lífi. Erindi hans er m.a. að kynnaframboð hans til embættis forseta FIDE, Alþjóðaskáksambandsins. „Áður en leiknum er lokið er engu hægt að spá en ég er mjög bjartsýnn. Ég er hér til að hitta fulltrúa sex norrænna sambanda og ég held að þau muni styðja framboð mitt því þetta er barátta fyrir breytingum í skákheiminum,“ segir heimsmeistarinn fyrrverandi. Kasparov er einn af höfuð andstæðingum Vladimir Putín Rússlandsforseta og vandar honum ekki kveðjurnar nú þegar Rússar hafa hertekið Krímskaga í Úkraínu. „Mér þykir það leitt að í mörg ár hefur fólk eins og ég varað við raunverulegu eðli Pútíns. Ég man að þegar ég minntist fyrst á að ólympíuleikarnir í Sotsí gætu haft sömu áhrif og leikarnir í Berlín 1936 var ég húðskammaður fyrir að líkja Pútín við Hitler. Það tók Hitler tvö ár að innlima Austurríki og Tékkóslóvakíu, eftir ólympíuleikana. Það tók Pútín bara tvær vikur að innlima Krím. Því miður er þetta rökfræði allra einræðisherra,“ segir Kasparov. Þegar einræðisherrar hafi ekkert að bjóða sínu fólki lengur snúi þeir sér að ávinningum í útlöndum undir því yfirskyni að sameina fólk af sama uppruna. „Við munum að þetta er það sem Hitler sagði. Pútín seildist núna til Krím og ég óttast, ef hinn frjálsi heimur sýnir ekki seiglu og ákveðni og berst ekki á móti,geti ástandið versnað. Það eru helstu áhyggjur mínar núna því ég held að Pútín muni ekki sjálfviljugur láta staðar numið á Krím. Það er mjög mikilvægt að við lærum af sögunni og tryggjum að hann geti ekki eyðilagt friðinn í Evrópu,“ segir Kasparov. Svo Vesturlönd verða að vera sterk? „Já.“ Nú síðdegis fór Kasparov að gröf Bobby Fishers í Laugardælakirkjugarði, sem hann segir að hafi átt sér bæði góðar og slæmar hliðar eins og allar sannar goðsagnapersónur. „Hann færði skákina upp í nýjar hæðir og hefði getað gert margt fleira en því miður valdi hann ranga braut. Þetta er myrka hliðin á sögunni,“ segir heimsmeistarinn. Vottarðu honum virðingu þína? „Já, tvímælalaust, sérstaklega af því að það er fæðingardagur hans í dag. Það var ein ástæða þess að ég greip þetta tækifæri til að koma til Íslands, sem er reyndar mikið happaland fyrir mig. Ég hef teflt hérna fjórum sinnum og var ósigrandi á íslenskri jörð,“ segir Gary Kasparov sposkur á svip.
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira