Strákarnir okkar fengu bestu sætin á Bale-sýninguna Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2014 12:24 Gareth Bale í leiknum í kvöld. Vísir/AFP Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir Wales, 3-1, í vináttulandsleik í kvöld sem fram fór á Cardiff-vellinum, heimavelli landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar.Gareth Bale, leikmaður Real Marid og dýrasti knattspyrnumaður heims, bauð upp á sýningu í kvöld sem okkar strákar fengu að upplifa úr bestu sætum hússins. Maðurinn var algjörlega óstöðvandi en hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö. Wales byrjaði leikinn betur og uppskar mark strax á tólftu mínútu leiksins þegar miðvörðurinn James Collins stangaði knöttinn í netið eftir aukaspyrnu Gareths Bale. Ekkert hafði gerst í leiknum fram að því en aukaspyrna Bale var hnitmiðuð og skallinn óverjandi fyrir Hannes Þór Halldórsson. Fyrri hálfleik var nokkuð kaflaskiptur og tóku okkar strákar völdin eftir að fá á sig markið. Það skilaði sér í jöfnunarmarki á 26. mínútu, 1-1, sem Jóhann Berg Guðmundsson skoraði. Jóhann Berg fékk sendingu frá Alfreð Finnbogasyni í teignum og skaut að marki. Boltinn hafði viðkomu í Ashley Williams, miðverði og fyrirliða Wales, en boltinn stefndi alltaf á markið þannig Jóhann fær þetta skráð á sig. Vel svarað hjá strákunum. Nokkuð jafnræði var með liðunum í leiknum þó heimamenn áttu fleiri betri kafla. Munurinn var þó einfaldlega Gareth Bale sem lék okkar stráka sundur og saman. Það var alltaf vitað hann yrði erfiður viðureignar. Bale átti annað mark Wales nánast með húð og hári en hann lék illa á varnarmenn Íslands og skaut frábæru utanfótar skoti að marki sem Hannes náði ekki að verja. Kári Árnason gerði frábærlega í að komast aftur á línuna og varði skotið með tilþrifum. Því miður dugði það ekki til því Sam Vokes var fyrstur á vettvang og stangaði boltann í netið gegn varnarlausum Kára sem lá í grasinu eftir björgunina. Heiðarleg tilraun en skotið hjá Bale virkilega fast og hnitmiðað. Sjö mínútum síðar fullkomnaði Gareth Bale frammistöðu sína með mögnuðu marki. Hann tók á mikinn sprett frá miðlínu þar sem Sölvi Geir Ottesen reyndi að brjóta á honum. Sölvi er ekkert lamb að leika sér við en Bale haggaðist ekki heldur stakk Sölva af. Þegar að vítateiginum var komið átti Bale ekki í miklum vandræðum með að finna sér skotfæri og þrumaði hann boltanum í bláhornið, óverjandi fyrir Hannes Þór Halldórsson, 3-1. Bale var svo tekinn af velli í framhaldinu. Sem betur fer. Íslenska liðið átti nokkra ágætis spilkafla í leiknum en þó ekki nógu marga. Eðlilega fór stærstur hluti spilsins hjá Wales í gegnum Bale sem var eins og áður segir erfiður viðureignar í kvöld. Hann gat léttilega leikið á 2-3 íslenska stráka og búið til svæði fyrir sína menn. Þegar íslenska liðið náði að strengja saman nokkrar sendingar neyddust Walesverjarnir til að bakka og var augljóst að þeir báru virðingu fyrir getu okkar stráka. Heimamenn fengu þó aukið sjálfstraust eftir því sem á leið leikinn enda með besta mann vallarins innan sinna raða.Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason byrjuðu saman í framlínu Íslands og náðu ágætlega saman. Alfreð var þó tekinn af velli í hálfleik fyrir Birki Bjarnason. Birkir var ekki í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í langan tíma enda fengið lítið að spila með Sampdoria á Ítalíu. Jóhann Berg Guðmundsson var sprækur úti á kantinum en í heildina vantaði okkar strákum meiri ákveðni fram á við. Við náðum ekki nema tveimur skotum á markið gegn Wales sem er nú ekki besta landslið í heimi, þó það hafi spilað vel í kvöld. Föstu leikatriðin voru nokkuð góð hjá íslenska liðinu í kvöld og sýndi Gylfi Þór Sigurðsson hvers hann er megnugur þegar hann fær að stilla boltanum upp. Það vantaði þó meiri áræðni í teignum þegar kom að því að reyna troða boltanum í netið. Ísland er því búið að tapa tveimur fyrstu vináttuleikjum sínum á árinu 2014, fyrst gegn Svíþjóð og nú Wales. Næst mætir liðið Austurríki í lok maí.Gareth Bale skorar markið sitt.Vísir/AFPVísir/GettyVísir/Getty Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir Wales, 3-1, í vináttulandsleik í kvöld sem fram fór á Cardiff-vellinum, heimavelli landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar.Gareth Bale, leikmaður Real Marid og dýrasti knattspyrnumaður heims, bauð upp á sýningu í kvöld sem okkar strákar fengu að upplifa úr bestu sætum hússins. Maðurinn var algjörlega óstöðvandi en hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö. Wales byrjaði leikinn betur og uppskar mark strax á tólftu mínútu leiksins þegar miðvörðurinn James Collins stangaði knöttinn í netið eftir aukaspyrnu Gareths Bale. Ekkert hafði gerst í leiknum fram að því en aukaspyrna Bale var hnitmiðuð og skallinn óverjandi fyrir Hannes Þór Halldórsson. Fyrri hálfleik var nokkuð kaflaskiptur og tóku okkar strákar völdin eftir að fá á sig markið. Það skilaði sér í jöfnunarmarki á 26. mínútu, 1-1, sem Jóhann Berg Guðmundsson skoraði. Jóhann Berg fékk sendingu frá Alfreð Finnbogasyni í teignum og skaut að marki. Boltinn hafði viðkomu í Ashley Williams, miðverði og fyrirliða Wales, en boltinn stefndi alltaf á markið þannig Jóhann fær þetta skráð á sig. Vel svarað hjá strákunum. Nokkuð jafnræði var með liðunum í leiknum þó heimamenn áttu fleiri betri kafla. Munurinn var þó einfaldlega Gareth Bale sem lék okkar stráka sundur og saman. Það var alltaf vitað hann yrði erfiður viðureignar. Bale átti annað mark Wales nánast með húð og hári en hann lék illa á varnarmenn Íslands og skaut frábæru utanfótar skoti að marki sem Hannes náði ekki að verja. Kári Árnason gerði frábærlega í að komast aftur á línuna og varði skotið með tilþrifum. Því miður dugði það ekki til því Sam Vokes var fyrstur á vettvang og stangaði boltann í netið gegn varnarlausum Kára sem lá í grasinu eftir björgunina. Heiðarleg tilraun en skotið hjá Bale virkilega fast og hnitmiðað. Sjö mínútum síðar fullkomnaði Gareth Bale frammistöðu sína með mögnuðu marki. Hann tók á mikinn sprett frá miðlínu þar sem Sölvi Geir Ottesen reyndi að brjóta á honum. Sölvi er ekkert lamb að leika sér við en Bale haggaðist ekki heldur stakk Sölva af. Þegar að vítateiginum var komið átti Bale ekki í miklum vandræðum með að finna sér skotfæri og þrumaði hann boltanum í bláhornið, óverjandi fyrir Hannes Þór Halldórsson, 3-1. Bale var svo tekinn af velli í framhaldinu. Sem betur fer. Íslenska liðið átti nokkra ágætis spilkafla í leiknum en þó ekki nógu marga. Eðlilega fór stærstur hluti spilsins hjá Wales í gegnum Bale sem var eins og áður segir erfiður viðureignar í kvöld. Hann gat léttilega leikið á 2-3 íslenska stráka og búið til svæði fyrir sína menn. Þegar íslenska liðið náði að strengja saman nokkrar sendingar neyddust Walesverjarnir til að bakka og var augljóst að þeir báru virðingu fyrir getu okkar stráka. Heimamenn fengu þó aukið sjálfstraust eftir því sem á leið leikinn enda með besta mann vallarins innan sinna raða.Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason byrjuðu saman í framlínu Íslands og náðu ágætlega saman. Alfreð var þó tekinn af velli í hálfleik fyrir Birki Bjarnason. Birkir var ekki í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í langan tíma enda fengið lítið að spila með Sampdoria á Ítalíu. Jóhann Berg Guðmundsson var sprækur úti á kantinum en í heildina vantaði okkar strákum meiri ákveðni fram á við. Við náðum ekki nema tveimur skotum á markið gegn Wales sem er nú ekki besta landslið í heimi, þó það hafi spilað vel í kvöld. Föstu leikatriðin voru nokkuð góð hjá íslenska liðinu í kvöld og sýndi Gylfi Þór Sigurðsson hvers hann er megnugur þegar hann fær að stilla boltanum upp. Það vantaði þó meiri áræðni í teignum þegar kom að því að reyna troða boltanum í netið. Ísland er því búið að tapa tveimur fyrstu vináttuleikjum sínum á árinu 2014, fyrst gegn Svíþjóð og nú Wales. Næst mætir liðið Austurríki í lok maí.Gareth Bale skorar markið sitt.Vísir/AFPVísir/GettyVísir/Getty
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira