Rikka: Mér leið eins og dýri á leið til slátrunar 19. mars 2014 15:30 Friðrika Hjördís Geirsdóttir fjölmiðlakona birti meðfylgjandi mynd og texta á Facebooksíðunni sinni í dag: „Ég sofnaði og vaknaði með kvíðahnút í maganum. Hvað í ósköpunum var ég búin að koma mér út í núna ... ,,Rikka, geturðu ekki bara verið inni í þægindarhringnum eins og venjulegt fólk?!!” hugsaði ég. ..,,Vesen á þér alltaf hreint”. Dagurinn var runnin upp, hugmyndin sem að ég fékk í fyrradag var kannski ekkert svo góð eftir allt saman. Ég klæddi mig í, reimdi á mig gönguskónna, knúsaði kærastann minn extra mikið og keyrði af stað í áttina til Þingvalla. Þegar ég mætti á svæðið var Andri, framleiðandinn minn, mættur. Hann var eitt stórt bros, eins og lítill krakki í dótabúð og hefur örugglega ekki verið eins hamingjusamur síðan á brúðkaupsdaginn sinn. Mér leið eins og dýri á leið til slátrunar. Ég var að fara að kafa í einum kaldasta polli á landinu, Silfru. Mér leið ögn betur þegar ég hitti hann Finna hjá Scuba Iceland og vissi þá að ég væri í höndum fagmanna. Ég var klædd í skíðagalla og svo þurrbúning þar yfir. Hálsmálið á búningnum var það þröngt að ég var heppin að halda í eitthvað af hárinu þegar ég loksins komst í gegn. Að lokum voru svo sett á mig lóð, súrefniskútar, lungu og hvaðeina, samtals var búnaðurinn þyngri en ég sjálf. Ég gekk af stað í áttina að Silfru ... eitt skref í einu. Það verður seint sagt að göngulagið hafi verið tignarlegt, meira svona eins og nývaknaður, gigtveikur Lego kall. Eftur stutta en áhugaverða göngu vorum við loksins komin að aftökustaðnum. Þá var komið að því og ekki aftur snúið, ég skyldi fara ofan í hylinn. Finni setti á mig blöðkur, rétti mér köfunargleraugu og sagði mér að hrækja í þau og skella þeim svo í andlitið á mér. Ég sem hélt að þetta gæti ekki orðið verra ... Ég gerði það sem mér var sagt og tók skrefin niður tröppurnar og fann hvernig ískalda vatnið umlukti líkama minn smám saman. Finni skellti upp í mig lunganu svokallaða og dró mig á kaf. Það tók mig nokkurn tíma að venjast aðstæðum, kuldinn í vatninu sem í fyrstu var óbærilegur fyrir andlitlið á mér vandist svo eftir því sem að ég fór oftar í kaf. Þegar ég náði loksins að slaka á fór ég að taka eftir fegurðinni í kringum mig, ótrúlegri náttúrufegurð sem var engri lík. Ég fann ekki lengur fyrir líkamanum, óttinn var farinn og upplifunin yfirsterkari. Þarna blasti við mér nýr heimur og ný vídd sem hafði hingað til verið mér hulinn. Á þessari stundu fann ég hjá mér sterka kennd og skyldu til að vernda og varðveita þetta fallega land sem við eigum, uppfullt af leyndardómum og yfirnáttúrulegum upplifunum. - Ekki missa af þessu og öðru vatnasporti í Léttum sprettum í kvöld klukkan 20:30.“ Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Sjá meira
Friðrika Hjördís Geirsdóttir fjölmiðlakona birti meðfylgjandi mynd og texta á Facebooksíðunni sinni í dag: „Ég sofnaði og vaknaði með kvíðahnút í maganum. Hvað í ósköpunum var ég búin að koma mér út í núna ... ,,Rikka, geturðu ekki bara verið inni í þægindarhringnum eins og venjulegt fólk?!!” hugsaði ég. ..,,Vesen á þér alltaf hreint”. Dagurinn var runnin upp, hugmyndin sem að ég fékk í fyrradag var kannski ekkert svo góð eftir allt saman. Ég klæddi mig í, reimdi á mig gönguskónna, knúsaði kærastann minn extra mikið og keyrði af stað í áttina til Þingvalla. Þegar ég mætti á svæðið var Andri, framleiðandinn minn, mættur. Hann var eitt stórt bros, eins og lítill krakki í dótabúð og hefur örugglega ekki verið eins hamingjusamur síðan á brúðkaupsdaginn sinn. Mér leið eins og dýri á leið til slátrunar. Ég var að fara að kafa í einum kaldasta polli á landinu, Silfru. Mér leið ögn betur þegar ég hitti hann Finna hjá Scuba Iceland og vissi þá að ég væri í höndum fagmanna. Ég var klædd í skíðagalla og svo þurrbúning þar yfir. Hálsmálið á búningnum var það þröngt að ég var heppin að halda í eitthvað af hárinu þegar ég loksins komst í gegn. Að lokum voru svo sett á mig lóð, súrefniskútar, lungu og hvaðeina, samtals var búnaðurinn þyngri en ég sjálf. Ég gekk af stað í áttina að Silfru ... eitt skref í einu. Það verður seint sagt að göngulagið hafi verið tignarlegt, meira svona eins og nývaknaður, gigtveikur Lego kall. Eftur stutta en áhugaverða göngu vorum við loksins komin að aftökustaðnum. Þá var komið að því og ekki aftur snúið, ég skyldi fara ofan í hylinn. Finni setti á mig blöðkur, rétti mér köfunargleraugu og sagði mér að hrækja í þau og skella þeim svo í andlitið á mér. Ég sem hélt að þetta gæti ekki orðið verra ... Ég gerði það sem mér var sagt og tók skrefin niður tröppurnar og fann hvernig ískalda vatnið umlukti líkama minn smám saman. Finni skellti upp í mig lunganu svokallaða og dró mig á kaf. Það tók mig nokkurn tíma að venjast aðstæðum, kuldinn í vatninu sem í fyrstu var óbærilegur fyrir andlitlið á mér vandist svo eftir því sem að ég fór oftar í kaf. Þegar ég náði loksins að slaka á fór ég að taka eftir fegurðinni í kringum mig, ótrúlegri náttúrufegurð sem var engri lík. Ég fann ekki lengur fyrir líkamanum, óttinn var farinn og upplifunin yfirsterkari. Þarna blasti við mér nýr heimur og ný vídd sem hafði hingað til verið mér hulinn. Á þessari stundu fann ég hjá mér sterka kennd og skyldu til að vernda og varðveita þetta fallega land sem við eigum, uppfullt af leyndardómum og yfirnáttúrulegum upplifunum. - Ekki missa af þessu og öðru vatnasporti í Léttum sprettum í kvöld klukkan 20:30.“
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Sjá meira