Bóndi reiður og sár út í Bændasamtökin Jakob Bjarnar skrifar 19. mars 2014 14:19 Daníel bóndi varð kjaftstopp og svo reiður. Honum þykir það skjóta skökku við að Bændasamtökin vilji styðja Heimssýn en ekki sig - bóndann. Daníel Heiðar Jónsson bóndi á Ingunnarstöðum í Geiradal í Reykhólahreppi rak upp stór augu þegar hann sá frétt Vísis undir fyrirsögninni „Bændasamtökin styrkja þá sem þeim sýnist“. Því svo mikið er víst að ekki hafa Bændasamtökin styrkt Daníel í hans baráttu. Í fréttinni er rætt við Ernu Bjarnadóttur aðstoðarframkvæmdastjóra Bændasamtakanna vegna styrkja og fyrirgreiðslu samtakanna til Heimssýnar – sem berst einarðlega gegn aðild Íslands að ESB. Ernu þykja reyndar allar spurningar í þá veruna fráleitar og vísar til tjáningarfrelsisins. „Við höfum skoðanafrelsi og megum styrkja þá sem okkur sýnist,“ sagði Erna meðal annars. Daníel stendur í málaferlum gegn Hamla 1 vegna þess að hann er að missa bú sitt. Hann, og lögmaður hans Ólafur Kristinsson, hdl, líta svo á að um grundvallarmál sé að ræða fyrir bændastéttina og hafa leitað til Bændasamtakanna um stuðning en hafa komið að lokuðum dyrum.Algerlega kjaftstopp Daníel segist, í samtali við Vísi, hafa orðið bæði hissa og svo reiður þegar hann sá fréttina. „Það er ekkert hægt að lýsa þessu öðru vísi. Fyrst varð ég gersamlega kjaftstopp. Og svo varð maður reiður á eftir,“ segir Daníel með vísan til orða Ernu. Því Daníel hefur oftsinnis leitað til sinna samtaka, Bændasamtakanna, og alltaf komið þar að lokuðum dyrum. Daníel furðar sig á því að Bændasamtökin sjái sér fært að styðja Heimssýn en ekki sig, bóndann. „Alltaf komið að lokuðum dyrum. Alveg sama hvernig ég hef útskýrt mitt mál, að það sé verið að brjóta á mér lög. Samt hefur ekkert verið gert, ekki svo mikið sem leiðbeiningar um hvernig hjálpa megi mér út úr þessu.“Bændasamtökin á sérkennilegu róli Daníel telur blasa við að Bændasamtökin séu gersamlega blind á prinsippin í málinu, styrkveitingar til óskyldrar starfsemi en hinnar skilgreindu, sem er að standa vörð um hagsmuni bænda og landbúnaðar, hljóti að orka tvímælis. „Það er nokkuð ljóst. Ég hef búið í rúmlega 40 ár, og verið við búskap allan minn aldur. Og, ef minnið svíkur mig ekki, finnst mér eins og ég hafi verið að borga 500 þúsund á ári í búnaðargjald. Eða, þetta bú sem ég er að reka. Svona síðustu ár. Og þeir geta ekki séð af einhverjum hundrað kalli til að aðstoða mig,“ segir Daníel um sín mál sem hann telur tvímælalaust heyra undir skilgreint hlutverk Bændasamtakanna.Vaxandi óánægja meðal bænda „Jájájá, þetta er þannig vaxið og fordæmisgefandi líka. Að til dæmis bara að ef svo ólíklega vill til að ég tapi málinu, sem ég sé reyndar engar forsendur fyrir en maður veit aldrei fyrr en upp er staðið, þá eru allir bændur sem eru að leigja í mjög slæmum málum, hvort sem þeir eru að leigja af einstaklingum, banka eða ríki, þá geta eigendurnir jarðanna tekið kvótann og selt hann án þess að viðkomandi bóndi hafi hugmynd um. Þegar Landsbankinn tók af mér kvótann, árið 2012, þá hirða þeir beingreiðslurnar og í nóvember seldu þeir kvótann á uppboðinu þá, þá hringdi ég strax í Bændasamtökin en þeir vildu ekkert gera fyrir mig.“ Spurður um hvort bændur séu ekki nokkuð einhuga í afstöðu sinni og stuðningi við Bændasamtökin telur Daníel svo ekki vera. „Það er voðalega misskipt. Nánast að það skiptist í tvö horn. Afstaða bænda til samtakanna hefur farið mjög niður á við síðustu ár. Eins og ég skynja þetta. Já, ég held að það sé hárrétt athugað, að samtökin eru að beita sér með beinum hætti. En ótrúlegustu bændur sem eru hlynntir Evrópusambandsaðild. Margir bændur sem vilja ganga þarna inn. Þó ég sjái ekki þá röksemd,“ segir Daníel.Neituðu erindi Daníels Mál Daníels, sem þingfest í héraðsdómi fyrir helgina. Vísir hefur undir höndum erindi Daníels til stjórnar Bændasamtakanna sem dagsett er 7. febrúar 2014 en Ólafur Kristinsson lögmaður skrifar það fyrir hönd Daníels. Þar er óskað eftir fjárhagsaðstoð vegna tveggja dómsmála sem Daníel er að höfða. Þar segir meðal annars að um grundvallarmál fyrir bændastéttina sé að ræða, „sérstaklega í ljósi aðstæðna hjá stéttinni í kjölfar hruns hins íslenska efnahagskerfis í október 2008. Þá er ljóst að hér er einnig um grundvallarspurningu að ræða í þeim tilvikum þegar um leigujarðir er að ræða, þar sem ábúandi leigi jarðir af jarðaeiganda og sérstaklega af ríkinu, um mörk þess hvort framleiðandi í skilningi laga nr. 99/1993, þurfi ekki að samþykkja sölu greiðslumarks sbr. skýr ákvæði“ í lögum. Og þá hvort aðili fullnægir ekki skilyrðum fyrrnefndra laga hafi heimild til að taka við beingreiðslum án þess að geta talist vera framleiðandi í skilningi sömu laga. Í svarbréfi sem segir að erindið hafi hafi verið tekið fyrir á fundi stjórnar Bændasamtaka Íslands 18. febrúar síðastliðinn „þar sem beiðninni var hafnað þar sem Bændasamtökin hafa að svo stöddu ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að styðja við dómsmál.“ Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Daníel Heiðar Jónsson bóndi á Ingunnarstöðum í Geiradal í Reykhólahreppi rak upp stór augu þegar hann sá frétt Vísis undir fyrirsögninni „Bændasamtökin styrkja þá sem þeim sýnist“. Því svo mikið er víst að ekki hafa Bændasamtökin styrkt Daníel í hans baráttu. Í fréttinni er rætt við Ernu Bjarnadóttur aðstoðarframkvæmdastjóra Bændasamtakanna vegna styrkja og fyrirgreiðslu samtakanna til Heimssýnar – sem berst einarðlega gegn aðild Íslands að ESB. Ernu þykja reyndar allar spurningar í þá veruna fráleitar og vísar til tjáningarfrelsisins. „Við höfum skoðanafrelsi og megum styrkja þá sem okkur sýnist,“ sagði Erna meðal annars. Daníel stendur í málaferlum gegn Hamla 1 vegna þess að hann er að missa bú sitt. Hann, og lögmaður hans Ólafur Kristinsson, hdl, líta svo á að um grundvallarmál sé að ræða fyrir bændastéttina og hafa leitað til Bændasamtakanna um stuðning en hafa komið að lokuðum dyrum.Algerlega kjaftstopp Daníel segist, í samtali við Vísi, hafa orðið bæði hissa og svo reiður þegar hann sá fréttina. „Það er ekkert hægt að lýsa þessu öðru vísi. Fyrst varð ég gersamlega kjaftstopp. Og svo varð maður reiður á eftir,“ segir Daníel með vísan til orða Ernu. Því Daníel hefur oftsinnis leitað til sinna samtaka, Bændasamtakanna, og alltaf komið þar að lokuðum dyrum. Daníel furðar sig á því að Bændasamtökin sjái sér fært að styðja Heimssýn en ekki sig, bóndann. „Alltaf komið að lokuðum dyrum. Alveg sama hvernig ég hef útskýrt mitt mál, að það sé verið að brjóta á mér lög. Samt hefur ekkert verið gert, ekki svo mikið sem leiðbeiningar um hvernig hjálpa megi mér út úr þessu.“Bændasamtökin á sérkennilegu róli Daníel telur blasa við að Bændasamtökin séu gersamlega blind á prinsippin í málinu, styrkveitingar til óskyldrar starfsemi en hinnar skilgreindu, sem er að standa vörð um hagsmuni bænda og landbúnaðar, hljóti að orka tvímælis. „Það er nokkuð ljóst. Ég hef búið í rúmlega 40 ár, og verið við búskap allan minn aldur. Og, ef minnið svíkur mig ekki, finnst mér eins og ég hafi verið að borga 500 þúsund á ári í búnaðargjald. Eða, þetta bú sem ég er að reka. Svona síðustu ár. Og þeir geta ekki séð af einhverjum hundrað kalli til að aðstoða mig,“ segir Daníel um sín mál sem hann telur tvímælalaust heyra undir skilgreint hlutverk Bændasamtakanna.Vaxandi óánægja meðal bænda „Jájájá, þetta er þannig vaxið og fordæmisgefandi líka. Að til dæmis bara að ef svo ólíklega vill til að ég tapi málinu, sem ég sé reyndar engar forsendur fyrir en maður veit aldrei fyrr en upp er staðið, þá eru allir bændur sem eru að leigja í mjög slæmum málum, hvort sem þeir eru að leigja af einstaklingum, banka eða ríki, þá geta eigendurnir jarðanna tekið kvótann og selt hann án þess að viðkomandi bóndi hafi hugmynd um. Þegar Landsbankinn tók af mér kvótann, árið 2012, þá hirða þeir beingreiðslurnar og í nóvember seldu þeir kvótann á uppboðinu þá, þá hringdi ég strax í Bændasamtökin en þeir vildu ekkert gera fyrir mig.“ Spurður um hvort bændur séu ekki nokkuð einhuga í afstöðu sinni og stuðningi við Bændasamtökin telur Daníel svo ekki vera. „Það er voðalega misskipt. Nánast að það skiptist í tvö horn. Afstaða bænda til samtakanna hefur farið mjög niður á við síðustu ár. Eins og ég skynja þetta. Já, ég held að það sé hárrétt athugað, að samtökin eru að beita sér með beinum hætti. En ótrúlegustu bændur sem eru hlynntir Evrópusambandsaðild. Margir bændur sem vilja ganga þarna inn. Þó ég sjái ekki þá röksemd,“ segir Daníel.Neituðu erindi Daníels Mál Daníels, sem þingfest í héraðsdómi fyrir helgina. Vísir hefur undir höndum erindi Daníels til stjórnar Bændasamtakanna sem dagsett er 7. febrúar 2014 en Ólafur Kristinsson lögmaður skrifar það fyrir hönd Daníels. Þar er óskað eftir fjárhagsaðstoð vegna tveggja dómsmála sem Daníel er að höfða. Þar segir meðal annars að um grundvallarmál fyrir bændastéttina sé að ræða, „sérstaklega í ljósi aðstæðna hjá stéttinni í kjölfar hruns hins íslenska efnahagskerfis í október 2008. Þá er ljóst að hér er einnig um grundvallarspurningu að ræða í þeim tilvikum þegar um leigujarðir er að ræða, þar sem ábúandi leigi jarðir af jarðaeiganda og sérstaklega af ríkinu, um mörk þess hvort framleiðandi í skilningi laga nr. 99/1993, þurfi ekki að samþykkja sölu greiðslumarks sbr. skýr ákvæði“ í lögum. Og þá hvort aðili fullnægir ekki skilyrðum fyrrnefndra laga hafi heimild til að taka við beingreiðslum án þess að geta talist vera framleiðandi í skilningi sömu laga. Í svarbréfi sem segir að erindið hafi hafi verið tekið fyrir á fundi stjórnar Bændasamtaka Íslands 18. febrúar síðastliðinn „þar sem beiðninni var hafnað þar sem Bændasamtökin hafa að svo stöddu ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að styðja við dómsmál.“
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira