Heldur United upp á 30 ára afmæli sigursins á Maradona og félögum? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2014 09:00 Bryan Robson skorar seinna markið sitt. Vísir/Getty Manchester United spilar gríðarlega mikilvægan leik í Meistaradeildinni í kvöld þegar gríska liðið Olympiacos mætir á Old Trafford með 2-0 forystu í farteskinu eftir sigurinn í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það eru liðin 30 ára síðan að Manchester United komst áfram í Evrópukeppni úr slíkri stöðu og það var leikur sem elstu stuðningsmenn United eru duglegir að rifja upp. Manchester United tapaði þá 0-2 á Camp Nou í fyrri leiknum á móti Diego Maradona og félögum í Barcelona í Evrópukeppni bikarhafa. United þurfti því sannkallaða meistaraframmistöðu í seinni leiknum á Old Trafford og leikmenn liðsins brugðust ekki stuðningsmönnum sínum. Fyrirliðinn Bryan Robson skoraði tvö mörk í 3-0 sigri og allir sem voru á Old Trafford 21. mars 1984 hafa talað mikið um magnað andrúmsloft á leikvanginum þetta Evrópukvöld. Það er hægt að sjá myndband frá þessum sögulega leik hér fyrir neðan en nú dreymir United-menn um annað kraftakverkakvöld. Eini möguleiki Manchester United til að vera með í Meistaradeildinni á næsta ári er hreinlega að vinna Meistaradeildina í ár því liðið á næstum því enga möguleika á því að ná einu af fjórum efstu sætunum í ensku úrvalsdeildinni. Það er ekki bara sú veika von sem er undir í kvöld heldur einnig framtíð David Moyes og stolt félagsins því skelfilegt og mjög svo óvanalega gengi liðsins sem hefur reynt á tryggð hörðustu stuðningsmanna United. Leikur Manchester United og Olympiacos hefst klukkan 19.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun Hjartar Júlíusar Hjartarsonar hefst klukkan 19.00 og hann fer síðan yfir gang mála í leikjum kvöldsins í Meistaramörkunum sem hefjast strax eftir leikina. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Manchester United spilar gríðarlega mikilvægan leik í Meistaradeildinni í kvöld þegar gríska liðið Olympiacos mætir á Old Trafford með 2-0 forystu í farteskinu eftir sigurinn í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það eru liðin 30 ára síðan að Manchester United komst áfram í Evrópukeppni úr slíkri stöðu og það var leikur sem elstu stuðningsmenn United eru duglegir að rifja upp. Manchester United tapaði þá 0-2 á Camp Nou í fyrri leiknum á móti Diego Maradona og félögum í Barcelona í Evrópukeppni bikarhafa. United þurfti því sannkallaða meistaraframmistöðu í seinni leiknum á Old Trafford og leikmenn liðsins brugðust ekki stuðningsmönnum sínum. Fyrirliðinn Bryan Robson skoraði tvö mörk í 3-0 sigri og allir sem voru á Old Trafford 21. mars 1984 hafa talað mikið um magnað andrúmsloft á leikvanginum þetta Evrópukvöld. Það er hægt að sjá myndband frá þessum sögulega leik hér fyrir neðan en nú dreymir United-menn um annað kraftakverkakvöld. Eini möguleiki Manchester United til að vera með í Meistaradeildinni á næsta ári er hreinlega að vinna Meistaradeildina í ár því liðið á næstum því enga möguleika á því að ná einu af fjórum efstu sætunum í ensku úrvalsdeildinni. Það er ekki bara sú veika von sem er undir í kvöld heldur einnig framtíð David Moyes og stolt félagsins því skelfilegt og mjög svo óvanalega gengi liðsins sem hefur reynt á tryggð hörðustu stuðningsmanna United. Leikur Manchester United og Olympiacos hefst klukkan 19.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun Hjartar Júlíusar Hjartarsonar hefst klukkan 19.00 og hann fer síðan yfir gang mála í leikjum kvöldsins í Meistaramörkunum sem hefjast strax eftir leikina.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira