Makrílsamingar geta haft áhrif á samninga Íslands og Færeyja Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2014 18:40 Utanríkisráðherra segir samninga Færeyinga við Evrópusambandið og Norðmenn í makríldeilunni hugsanlega geta haft áhrif á endurnýjun tvíhliða fiskveiðisamninga sem framundan eru. Sjávarútvegsráðherra fer til samningafunda í Færeyjum í næstu viku. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kallaði sendiherra Noregs, Evrópusambandsins og Færeyja á sinn fund í gær eftir að ljóst var að þessir aðilar hefðu gert með sér þríhliða samning í makríldeilunni og skilið Íslendinga eftir. Utanríkisráðherra kom óánægju íslenskra stjórnvalda á framfæri. Færeyingar hafa verið helstu bandamenn Íslendinga lengi og utanríkisráðherra hefur nýlega kynnt áherslur í Evrópumálum þar sem talað er um að efla samskiptin við Noreg.Lýstir þú yfir vonbrigðum með sérstaklega afstöðu þessara tveggja ríkja?„Við höfum náttúrlega sagt við þessa vini okkar og félaga, sem Evrópusambandið er að sjálfsögðu líka, að við erum að sjálfsögðu vonsvikin með að menn skuli vinna með þessum hætti. Ég reikna ekki með að að þetta hafi nein sérstök áhrif á annað samstarf sem við erum í við þá. En auðvitað smitar þetta andrúmsloftið þegar svona gerist,“ segir Gunnar Bragi. Og í því samhengi minnir utanríkisráðherra á ýmsa tvíhliða samninga sem Ísland á aðild að með Færeyingum. En sjávarútvegsráðherra fer til Færeyja í næstu viku að ræða ýmsa þá samninga.Heldur þú að þessi afstaða þeirra hafi áhrif þar?„Ég myndi halda að það hefði áhrif á andrúmsloftið á fundinum, ja. En ég get ekki sagt hvort það muni hafa efnisleg áhrif. Hitt er líka að við vitum ekki alveg hvort einhverjir aukasamningar hafi verið gerðir sem við vitum ekki enn um. En það mun væntanlega koma í ljós þá ef Færeyingar hafa tekið þátt í einhverju slíku á þessum fundi í Færeyjum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Utanríkisráðherra segir samninga Færeyinga við Evrópusambandið og Norðmenn í makríldeilunni hugsanlega geta haft áhrif á endurnýjun tvíhliða fiskveiðisamninga sem framundan eru. Sjávarútvegsráðherra fer til samningafunda í Færeyjum í næstu viku. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kallaði sendiherra Noregs, Evrópusambandsins og Færeyja á sinn fund í gær eftir að ljóst var að þessir aðilar hefðu gert með sér þríhliða samning í makríldeilunni og skilið Íslendinga eftir. Utanríkisráðherra kom óánægju íslenskra stjórnvalda á framfæri. Færeyingar hafa verið helstu bandamenn Íslendinga lengi og utanríkisráðherra hefur nýlega kynnt áherslur í Evrópumálum þar sem talað er um að efla samskiptin við Noreg.Lýstir þú yfir vonbrigðum með sérstaklega afstöðu þessara tveggja ríkja?„Við höfum náttúrlega sagt við þessa vini okkar og félaga, sem Evrópusambandið er að sjálfsögðu líka, að við erum að sjálfsögðu vonsvikin með að menn skuli vinna með þessum hætti. Ég reikna ekki með að að þetta hafi nein sérstök áhrif á annað samstarf sem við erum í við þá. En auðvitað smitar þetta andrúmsloftið þegar svona gerist,“ segir Gunnar Bragi. Og í því samhengi minnir utanríkisráðherra á ýmsa tvíhliða samninga sem Ísland á aðild að með Færeyingum. En sjávarútvegsráðherra fer til Færeyja í næstu viku að ræða ýmsa þá samninga.Heldur þú að þessi afstaða þeirra hafi áhrif þar?„Ég myndi halda að það hefði áhrif á andrúmsloftið á fundinum, ja. En ég get ekki sagt hvort það muni hafa efnisleg áhrif. Hitt er líka að við vitum ekki alveg hvort einhverjir aukasamningar hafi verið gerðir sem við vitum ekki enn um. En það mun væntanlega koma í ljós þá ef Færeyingar hafa tekið þátt í einhverju slíku á þessum fundi í Færeyjum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira