Erlent

Þjóðverjar tilbúnir að veita hernaðaraðstoð

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Þýsk stjórnvöld eru reiðubúin til þess að veita Eystrarsaltsríkjunum þremur hernaðaraðstoð í skugga deilunnar um Krímskaga.  Z News greinir frá.

Þýska varnarmálaráðuneytið er tilbúið að senda allt að sex herþotur til loftrýmisgæslu til Eystrarsaltsríkjanna sem og herskip.  Þá munu Bandaríkjamenn fjölga herþotum sínum um sex og hafa Bretar, Frakkar og Danir boðist til þess að senda herþotur.

Tilkynnt verður um ákvörðun Þjóðverja á fundi Atlantshafsbandalagsins næstkomandi þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×