Erlent

Biður Rússa um að draga hermenn sína til baka

Samúel Karl Ólason skrifar
Obama lauk ferðalagi sínu um Evrópu í dag.
Obama lauk ferðalagi sínu um Evrópu í dag. Vísir/AFP
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur biðlað til yfirvöld í Rússlandi til að færa hermenn sína til baka frá landamærum austur Úkraínu til að draga úr spennu á svæðinu. Þá sagði hann það að taka hluta annarra landa sé ekki í samræmi við alþjóðalög.

Mikill fjöldi rússneskra hermanna er nú við landamæri Úkraínu. Obama sagði í viðtali við CBS sjónvarpsstöðina að hermennirnir væru mögulega á svæðinu til að ógna Úkraínu, eða Rússar hefðu mögulega aðrar áætlanir.

BBC segir frá því að Alexander Malevany, yfirmaður leyniþjónustu Rússlands, segir leyniþjónustuna ætla að verða í stakk búna til að bregðast við ógnum vestrænna ríkja og að þeim hefði fjölgað mjög.

„Lögleg ósk íbúa Krímskaga og austur Úkraínu er að valda hræðslu hjá Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra,“ sagði Malevany.

Rússneskum hermönnum hefur fjölgað mjög við landamæri Úkraínu.Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×