Erlent

Júlía Tímósjenkó mun bjóða sig fram til forseta

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir_AFP
Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, segist ætla að bjóða sig fram sem forseta landsins í kosningunum í maí. Henni var sleppt úr fangelsi í febrúar eftir að hafa setið inni í þrjú ár. Hún hefur setið tvö kjörtímabil sem forsætisráðherra og bauð sig fram sem forseta árið 2010.

Frá þessu er sagt á vef BBC, en hún tilkynnti þetta á blaðamannafundi í dag.

Hún sagðist muna bjóða sig fram sem fyrir Úkraínska samstöðu og sagði blaðamönnum að hún hefi unnið sér þann rétt að vera álitin sem frambjóðandi gegn spillingu.

Tímósjenkó var fangelsuð árið 2011 sökuð um spillingu vegna samnings um gaskaup frá Rússlandi sem hún sá um árið 2009, þá forsætisráðherra. Stuðningsmenn hennar segja málið hafa fyrrverandi forseta Úkraínu, Viktor Janúkóvits hafa verið á bakvið ásakanirnar.

Júlía Tímósjenkó notaðist við hækju á blaðamannafundinum í dag.Vísir/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×