Erlent

AGS veitir Úkraínu fjárhagsaðstoð

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) tilkynnti í dag að sjóðurinn muni veita Úkraínu 14-18 milljarða dollara fjárhagsaðstoð en Úkraína rambar nú á barmi gjaldþrots. NDTV greinir frá.

Miðað er að því að koma efnahagslífi Úkraínu á réttan kjöl og er þetta hluti af björgunaráætlun ríkisstjórna og stofnana til næstu tveggja ára sem nemur allt að 27 milljörðum króna.

Þá hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gert þá kröfu að dregið verði úr niðurgreiðslum Úkraínustjórnar á verði á gasi til almennings en fimmtíu prósenta hækkun á gasi hefur verið boðuð til neytenda frá og með næstu mánaðarmótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×