Innlent

Vélsleðamaðurinn er kominn um borð í þyrlu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Erfiðlega gekk að finna slysstaðinn vegna slæms veðurs á svæðinu.
Erfiðlega gekk að finna slysstaðinn vegna slæms veðurs á svæðinu. VÍSIR/VILHELM
Þyrla Landhelgisgæslunnar var rétt í þessu að taka á loft frá slysstað við Hlöðufell með vélsleðamanninn sem leitað hefur verið að síðan um eitt i dag.

Erfiðlega gekk að finna slysstaðinn vegna slæms veðurs á svæðinu.

Ekki er ljóst hver meiðsl mannsins eru en hann er ekki talinn lífshættulega slasaður.

Alls tóku um 40 manns þátt í aðgerðinni á vélsleðum, snjóbílum auk þess sem fjallabjörgunarmenn vori til taks á Þingvöllum ef á þyrfti að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×