„Samskipti Íslands og ESB enn í öndvegi“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2014 11:38 Vísir/Pjetur „Evrópa er einn okkar mikilvægasti markaður og við viljum áfram tengjast Evrópu og ESB traustum böndum. Við höfum sótt fram á sameiginlegum evrópskum markaði, markað okkur sérstöðu og rekið þar sterka hagsmunagæslu,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra á Alþingi í dag. „Áhersla verður á áframhaldandi sjálfstæð, virk og náin samskipti og samstarf við ESB og aðildarríki þess,“ sagði Gunnar Bragi Gunnar Bragi lagði í dag fram skýrslu sína til Alþingis um utanríkis- og alþjóðamál. Hún nær yfir þann tíma sem hann hefur setið sem utanríkisráðherra, frá því í maí 2013. Í upphafi ræðu sinnar sagði Gunnar Bragi að staða Íslands í alþjóðasamfélaginu, hlutverk okkar og áherslur væri ákaflega mikilvæg umræða. Ekki bara á Alþingi heldur í samfélaginu öllu. „Er hægt að fullyrða að vandfundin er sú þjóð sem er eins vel upplýst um alþjóðamál og er eins meðvituð um stöðu sína og hlutverk í alþjóðasamfélaginu og við Íslendingar,“ sagði Gunnar Bragi. Hann sagði að gegnumsneitt hafi íslensk stjórnvöld leitast við að auka hagsæld á Íslandi með því að opna markaði fyrir íslenska framleiðslu, menningu og hugvit. „Ísland hefur ávallt farið þá leið að taka þátt í alþjóðasamstarfi, gert samninga við bandamenn okkar um varnir landsins og talað fyrir friði og mannréttindum.“ Þá sagði Gunnar Bragi að í upptalningu hans birtist þau meginstef sem slegin hafi verið í íslenskri utanríkispólitík. Það séu sömu stef og meirihluti þjóðarinnar hafi fylkt sér um og leiðarljós fólksins sem skipi utanríkisþjónustuna.„Permanent Mission of Iceland, góðan dag” segir silkimjúk og traustvekjandi kvenmannsröddin í símann. Mér líður strax betur, kynni mig og segist vera í nokkrum vanda. „Ég er staddur í Mombasa, vegabréfs- og farmiðalaus. Getið þið hjálpað!” – „JESÚS” segir hljómþýða röddin – missir örlítið taktinn en er snögg að ná fyrri yfirvegun. „Jú, við getum örugglega bjargað því”. Samtalið heldur áfram og námsmaðurinn leggur á skömmu síðar, rólegur og sæll í bragði.“ Þessa tilvitnun segir Gunnar Bragi koma frá bloggskrifum starfsmanns utanríkisþjónustunnar. Hann sagði utanríkismál vera lifandi málaflokk og utanríkisþjónustan væri sífellt að bregðast við stöðugt flóknari viðfangsefnum.Norðurslóðir kjarninn í utanríkisstefnunni „Íslendingar eru víðförul þjóð og íslenska utanríkisþjónustan hefur sett öryggi Íslendinga á oddinn,“ sagði Gunnar Bragi. Sagði hann borgaraþjónustuna virka hvar sem er í heiminum og það væri forgangsmál utanríkisþjónustunnar. Þá tók hann fram að starfsemi borgaraþjónustunnar byggist að töluverðu leyti á neti kjörræðismanna. „Íslands eru 244 talsins og eru þeir staðsettir víðs vegar um veröldina. Oftast eru þetta erlendir ríkisborgarar sem eru boðnir og búnir að leggja á sig ómælt erfiði í sjálfboðavinnu við að rétta Íslendingum hjálparhönd ef þess er óskað.“ Gunnar Bragi sagði málefni norðurslóða vera kjarnann í utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. Mikilvægi þessa málaflokks sæist best á því að fyrir nokkrum mánuðum hafi verið stofnað ráðherranefnd um málefni norðurslóða. Nefndin á að tryggja hagsmuni Íslands á þessu sviði. „Við munu kortleggja tækifæri sem skapast með opnun siglingaleiða um norðurslóðir. Í þessu samhengi er mikilvægt að árétta að meginaáhersla er lögð á að verkefni þeim tengd verði vistuð hérlendis og að möguleikar til þessa séu nýttir í hvívetna.“ Hann sagði einnig að verið væri að meta tækifæri fyrir alþjóðlega leitar- og björgunarmiðstöð á Íslandi. Ennfremur væri nauðsynlegt að láta vernd á umhverfi og lífríki ráða för, því auknum siglingum og annarri starfsemi fylgi hættur. „Þannig er rakið að ein mesta umhverfis- og öryggisógnin á hafinu við Ísland kemur til af ört vaxandi skipaumferð.“ Ísland fer um þessar mundir með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og sagði Gunnar að sérstök áhersla væri lögð á Norðurlandasamstarfið auk þess að efla samstarf við grannþjóðir okkar í norðvestri. „Í samstarfi við Færeyinga og Grænlendinga viljum við nýta okkur þau tækifæri sem skapast munu í framtíðinni með opnun siglingaleiða og til skynsamlegrar auðlindanýtingar. Liður í þessu hefur verið að styrkja enn frekar tengsl okkar við þessar þjóðir.“Íslendingar sækja á nýjar lendur „Stefna ríkisstjórnarinnar í utanríkisviðskiptum tekur mið af þeim öru breytingum sem eru að verða á efnahagskerfum heimsins. Í dag er heimurinn allur eitt stórt markaðssvæði.“ Sagði Gunnar að hægfara stöðnun á hefðbundnum mörkuðum Íslands væri ríkur hvati til að leita nýrra markaða. Á undraskömmum tíma hafi nýir markaðir fyrir íslenskan varning og hugvit orðið til á undraskömmum tíma. Ísland stæði vel að vígi til að nýta möguleika sem birtast í hnattvæðingunni. Hann sagði aðkomu okkar að kjarnamarkaðssvæði okkar, innri markaði Evrópu, vera tryggða með EES-samningnum. „Viðskipti okkar við hina stærstu viðskiptablokkina, Bandaríkin, standa á gömlum og grónum merg og bendir margt til þess að þar liggi ný tækifæri á næstunni.“ Að auki hafi Íslendingar tækifæri til að sækja á nýjar lendur á eigin forsendum sem sannist af fríverslunarsamningi okkar við Kína sem og samningi okkar við Færeyjar. „Staða okkar er öfundsverð því í henni felst frelsi og mikill sveigjanleiki sem er íslensku efnahagslífi gríðarlegur styrkur.“Nýjar forsendur í samskiptum við ESB Gunnar Bragi sagði samskipti Íslands og ESB enn vera í öndvegi þótt forsendur hafi breyst. „Farsælt samstarf Íslands og Evrópusambandsins snýst um EES-samstarfið. Svo hefur verið um tuttugu ára skeið og svo mun vera í náinni framtíð.“ „Evrópa er einn okkar mikilvægasti markaður og við viljum áfram tengjast Evrópu og ESB traustum böndum. Við höfum sótt fram á sameiginlegum evrópskum markaði, markað okkur sérstöðu og rekið þar sterka hagsmunagæslu,“ sagði Gunnar Bragi. Hann sagði samstarf Íslands og ESB á vettvangi EES vera rakið í skýrslunni og að samningurinn væri ekki á áskorana, sem væri eðlilegt. Því bæri að fagna nýrri Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar. Þar sé lögð á skilvirka framkvæmd EES-samningsins. „Áhersla verður á áframhaldandi sjálfstæð, virk og náin samskipti og samstarf við ESB og aðildarríki þess,“ sagði Gunnar Bragi. Gunnar Bragi sagði að í lok síðasta árs hafi verið tilkynnt um óhjákvæmilegan niðurskurð í útgjöldum til þróunarmála á þessu ári. „Skal það ítrekað að áfram er stefnt að því að veita sem nemur 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu þótt það verði ekki eins skjótt og gert hafði verið ráð fyrir,“ sagði Gunnar Bragi.Blöskrað atburðarrás á Krímskaga „Okkur hefur blöskrað sú atburðarrás sem hefur átt sér stað á Krímskaga á undanförnum vikum. Atburðirnir í Úkraínu og ógnarleg framganga Rússlandsstjórnar setur málefni friðar, öryggis og stöðugleika í okkar heimshluta í samhengi,“ sagði Gunnar Bragi. Hann sagðist hafa gert það fyrir hönd ríkisstjórnarinnar að fordæma framferði Rússa og vonast til að unnt verði að ná sáttum þar sem hagsmunir allra Úkraínubúa séu virtir og alþjóðalegum framfylgt. Gunnar Bragi sagði þessa deilu hafa fært heim sanninn um að allar þjóðir, stórar og smáar, verði að láta röddu sína heyrast hátt og skýrt þegar rangindi eru viðhöfð. „Það mun Ísland gera hér eftir sem hingað til. Ísland mun þannig leggja sín lóð á vogarskálarnar og styðja refsiaðgerðir bandamanna okkar gagnvart Rússum sem og að gera hlé á fríverslunarviðræðum sem við höfum átt við Rússland, Kasakstan og Hvíta-Rússland á vettvangi EFTA. Margt smátt gerir eitt stórt,“ sagði Gunnar Bragi. Þá nefndi hann að mikilvægt væri að tryggja sátt um framtíðarfyrirkomulag stefnu Íslands í öryggis- og varnarmálum. „Fyrir fámennt eyríki sem Ísland er það ákaflega mikilvægt að eiga trausta bandamenn og bakhjarla. Þannig tryggir Ísland öryggi sitt og varnir með samstarfi við önnur ríki.“ Þannig hafi utanríkisráðherrar Norðurlandanna samþykkt sameiginlega yfirlýsingu á dögunum um að styrkja enn frekar samstarf um utanríkis- og öryggismál. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Evrópa er einn okkar mikilvægasti markaður og við viljum áfram tengjast Evrópu og ESB traustum böndum. Við höfum sótt fram á sameiginlegum evrópskum markaði, markað okkur sérstöðu og rekið þar sterka hagsmunagæslu,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra á Alþingi í dag. „Áhersla verður á áframhaldandi sjálfstæð, virk og náin samskipti og samstarf við ESB og aðildarríki þess,“ sagði Gunnar Bragi Gunnar Bragi lagði í dag fram skýrslu sína til Alþingis um utanríkis- og alþjóðamál. Hún nær yfir þann tíma sem hann hefur setið sem utanríkisráðherra, frá því í maí 2013. Í upphafi ræðu sinnar sagði Gunnar Bragi að staða Íslands í alþjóðasamfélaginu, hlutverk okkar og áherslur væri ákaflega mikilvæg umræða. Ekki bara á Alþingi heldur í samfélaginu öllu. „Er hægt að fullyrða að vandfundin er sú þjóð sem er eins vel upplýst um alþjóðamál og er eins meðvituð um stöðu sína og hlutverk í alþjóðasamfélaginu og við Íslendingar,“ sagði Gunnar Bragi. Hann sagði að gegnumsneitt hafi íslensk stjórnvöld leitast við að auka hagsæld á Íslandi með því að opna markaði fyrir íslenska framleiðslu, menningu og hugvit. „Ísland hefur ávallt farið þá leið að taka þátt í alþjóðasamstarfi, gert samninga við bandamenn okkar um varnir landsins og talað fyrir friði og mannréttindum.“ Þá sagði Gunnar Bragi að í upptalningu hans birtist þau meginstef sem slegin hafi verið í íslenskri utanríkispólitík. Það séu sömu stef og meirihluti þjóðarinnar hafi fylkt sér um og leiðarljós fólksins sem skipi utanríkisþjónustuna.„Permanent Mission of Iceland, góðan dag” segir silkimjúk og traustvekjandi kvenmannsröddin í símann. Mér líður strax betur, kynni mig og segist vera í nokkrum vanda. „Ég er staddur í Mombasa, vegabréfs- og farmiðalaus. Getið þið hjálpað!” – „JESÚS” segir hljómþýða röddin – missir örlítið taktinn en er snögg að ná fyrri yfirvegun. „Jú, við getum örugglega bjargað því”. Samtalið heldur áfram og námsmaðurinn leggur á skömmu síðar, rólegur og sæll í bragði.“ Þessa tilvitnun segir Gunnar Bragi koma frá bloggskrifum starfsmanns utanríkisþjónustunnar. Hann sagði utanríkismál vera lifandi málaflokk og utanríkisþjónustan væri sífellt að bregðast við stöðugt flóknari viðfangsefnum.Norðurslóðir kjarninn í utanríkisstefnunni „Íslendingar eru víðförul þjóð og íslenska utanríkisþjónustan hefur sett öryggi Íslendinga á oddinn,“ sagði Gunnar Bragi. Sagði hann borgaraþjónustuna virka hvar sem er í heiminum og það væri forgangsmál utanríkisþjónustunnar. Þá tók hann fram að starfsemi borgaraþjónustunnar byggist að töluverðu leyti á neti kjörræðismanna. „Íslands eru 244 talsins og eru þeir staðsettir víðs vegar um veröldina. Oftast eru þetta erlendir ríkisborgarar sem eru boðnir og búnir að leggja á sig ómælt erfiði í sjálfboðavinnu við að rétta Íslendingum hjálparhönd ef þess er óskað.“ Gunnar Bragi sagði málefni norðurslóða vera kjarnann í utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. Mikilvægi þessa málaflokks sæist best á því að fyrir nokkrum mánuðum hafi verið stofnað ráðherranefnd um málefni norðurslóða. Nefndin á að tryggja hagsmuni Íslands á þessu sviði. „Við munu kortleggja tækifæri sem skapast með opnun siglingaleiða um norðurslóðir. Í þessu samhengi er mikilvægt að árétta að meginaáhersla er lögð á að verkefni þeim tengd verði vistuð hérlendis og að möguleikar til þessa séu nýttir í hvívetna.“ Hann sagði einnig að verið væri að meta tækifæri fyrir alþjóðlega leitar- og björgunarmiðstöð á Íslandi. Ennfremur væri nauðsynlegt að láta vernd á umhverfi og lífríki ráða för, því auknum siglingum og annarri starfsemi fylgi hættur. „Þannig er rakið að ein mesta umhverfis- og öryggisógnin á hafinu við Ísland kemur til af ört vaxandi skipaumferð.“ Ísland fer um þessar mundir með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og sagði Gunnar að sérstök áhersla væri lögð á Norðurlandasamstarfið auk þess að efla samstarf við grannþjóðir okkar í norðvestri. „Í samstarfi við Færeyinga og Grænlendinga viljum við nýta okkur þau tækifæri sem skapast munu í framtíðinni með opnun siglingaleiða og til skynsamlegrar auðlindanýtingar. Liður í þessu hefur verið að styrkja enn frekar tengsl okkar við þessar þjóðir.“Íslendingar sækja á nýjar lendur „Stefna ríkisstjórnarinnar í utanríkisviðskiptum tekur mið af þeim öru breytingum sem eru að verða á efnahagskerfum heimsins. Í dag er heimurinn allur eitt stórt markaðssvæði.“ Sagði Gunnar að hægfara stöðnun á hefðbundnum mörkuðum Íslands væri ríkur hvati til að leita nýrra markaða. Á undraskömmum tíma hafi nýir markaðir fyrir íslenskan varning og hugvit orðið til á undraskömmum tíma. Ísland stæði vel að vígi til að nýta möguleika sem birtast í hnattvæðingunni. Hann sagði aðkomu okkar að kjarnamarkaðssvæði okkar, innri markaði Evrópu, vera tryggða með EES-samningnum. „Viðskipti okkar við hina stærstu viðskiptablokkina, Bandaríkin, standa á gömlum og grónum merg og bendir margt til þess að þar liggi ný tækifæri á næstunni.“ Að auki hafi Íslendingar tækifæri til að sækja á nýjar lendur á eigin forsendum sem sannist af fríverslunarsamningi okkar við Kína sem og samningi okkar við Færeyjar. „Staða okkar er öfundsverð því í henni felst frelsi og mikill sveigjanleiki sem er íslensku efnahagslífi gríðarlegur styrkur.“Nýjar forsendur í samskiptum við ESB Gunnar Bragi sagði samskipti Íslands og ESB enn vera í öndvegi þótt forsendur hafi breyst. „Farsælt samstarf Íslands og Evrópusambandsins snýst um EES-samstarfið. Svo hefur verið um tuttugu ára skeið og svo mun vera í náinni framtíð.“ „Evrópa er einn okkar mikilvægasti markaður og við viljum áfram tengjast Evrópu og ESB traustum böndum. Við höfum sótt fram á sameiginlegum evrópskum markaði, markað okkur sérstöðu og rekið þar sterka hagsmunagæslu,“ sagði Gunnar Bragi. Hann sagði samstarf Íslands og ESB á vettvangi EES vera rakið í skýrslunni og að samningurinn væri ekki á áskorana, sem væri eðlilegt. Því bæri að fagna nýrri Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar. Þar sé lögð á skilvirka framkvæmd EES-samningsins. „Áhersla verður á áframhaldandi sjálfstæð, virk og náin samskipti og samstarf við ESB og aðildarríki þess,“ sagði Gunnar Bragi. Gunnar Bragi sagði að í lok síðasta árs hafi verið tilkynnt um óhjákvæmilegan niðurskurð í útgjöldum til þróunarmála á þessu ári. „Skal það ítrekað að áfram er stefnt að því að veita sem nemur 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu þótt það verði ekki eins skjótt og gert hafði verið ráð fyrir,“ sagði Gunnar Bragi.Blöskrað atburðarrás á Krímskaga „Okkur hefur blöskrað sú atburðarrás sem hefur átt sér stað á Krímskaga á undanförnum vikum. Atburðirnir í Úkraínu og ógnarleg framganga Rússlandsstjórnar setur málefni friðar, öryggis og stöðugleika í okkar heimshluta í samhengi,“ sagði Gunnar Bragi. Hann sagðist hafa gert það fyrir hönd ríkisstjórnarinnar að fordæma framferði Rússa og vonast til að unnt verði að ná sáttum þar sem hagsmunir allra Úkraínubúa séu virtir og alþjóðalegum framfylgt. Gunnar Bragi sagði þessa deilu hafa fært heim sanninn um að allar þjóðir, stórar og smáar, verði að láta röddu sína heyrast hátt og skýrt þegar rangindi eru viðhöfð. „Það mun Ísland gera hér eftir sem hingað til. Ísland mun þannig leggja sín lóð á vogarskálarnar og styðja refsiaðgerðir bandamanna okkar gagnvart Rússum sem og að gera hlé á fríverslunarviðræðum sem við höfum átt við Rússland, Kasakstan og Hvíta-Rússland á vettvangi EFTA. Margt smátt gerir eitt stórt,“ sagði Gunnar Bragi. Þá nefndi hann að mikilvægt væri að tryggja sátt um framtíðarfyrirkomulag stefnu Íslands í öryggis- og varnarmálum. „Fyrir fámennt eyríki sem Ísland er það ákaflega mikilvægt að eiga trausta bandamenn og bakhjarla. Þannig tryggir Ísland öryggi sitt og varnir með samstarfi við önnur ríki.“ Þannig hafi utanríkisráðherrar Norðurlandanna samþykkt sameiginlega yfirlýsingu á dögunum um að styrkja enn frekar samstarf um utanríkis- og öryggismál.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira