Erlent

Ekkert samkomulag á fundi Kerry og Levrov

Samúel Karl Ólason skrifar
John Kerry og Sergey Lavrov.
John Kerry og Sergey Lavrov. Vísir/AFP
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að opinskár fundur hans og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hafi ekki gefið af sér neinskonar samkomulag. Hann sagði stjórnvöld í Bandaríkjunum enn líta á aðgerðir Rússa á Krímskaga sem ólöglegar.

Hann sagði þó að báðir hefðu þeir verið sammála um að nauðsynlegt væri að finna friðsamlega lausn á deilunni.

Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði eftir fundinn að Úkraína gæti ekki verið eitt ríki áfram. Þess í stað ætti landið að vera lauslega tengt sambandsríki svæða, sem sjálf stjórni efnahagi sínum, tungumáli og trú.

Þá sagði hann fundinn hafa verið mjög uppbyggilegan. Fundurinn er einn hluti stærra átaks embættis- og stjórnmálamanna til að draga úr spennu á Krímskaga og í austurhluta Úkraínu.

Lavrov sagði einnig að hann og Kerry hefðu samþykkt að vinna saman með stjórnvöldum í Úkraínu að því að bæta réttindi rússneskumælandi íbúa Úkraínu og afvopna íbúa svæðisins, sem margir hverjir hafa undanfarið gengið gráir fyrir járnum.

Kerry sagði fjöldi rússneskra hermanna við landamæri Úkraínu vekja áhyggjur, en Lavrov hefur þvertekið fyrir að Rússland muni gera innrás í Úkraínu.


Tengdar fréttir

30.000 hermenn við landamæri Úkraínu

Nýleg skýrsla leyniþjónusta Bandaríkjanna segir að líklegra sé en áður hefur verið talið að rússneskir hermenn muni fara inn í austur Úkraínu.

Þjóðverjar tilbúnir að veita hernaðaraðstoð

Þýska varnarmálaráðuneytið er tilbúið til að senda allt að sex herþotur til loftrýmisgæslu til Eystrarsaltsríkjanna sem og herskip. Þá munu Bandaríkjamenn fjölga herþotum sínum um sex og hafa Bretar, Frakkar og Danir boðist til þess að senda herþotur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×