„Alveg grátlegt því það munaði svo litlu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2014 01:12 Mynd/Hafþór Júlíus Björnsson „Þetta er allt á réttri leið. Maður verður að líta á björtu hliðarnar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, næststerkasti maður heims. Hafþór Júlíus hafnaði í öðru sæti í keppninni Sterkasti maður heims eftir spennuþrungna lokagrein þar sem Žydrūnas Savickas kepptust við að lyfta nýþungum steinum upp á tunnur. Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw átti besta tímann, 23,94 sekúndur, áður en Hafþór og Savickas voru ræstir út seinastir enda í efstu tveimur sætunum. Hafþór vissi að ekkert nema sigur í greininni dygði til að eiga möguleika á titlinum. Tækist það og tækist Savickas ekki að bæta tíma Shaw yrði Hafþór krýndur sigurvegari í keppninni. „Ég var á undan honum en hann var bara rétt á eftir mér. Ég sá að hann var á rúmlega 23 sekúndum en Brian hafði líka verið á rúmlega 23 sekúndum,“ segir Hafþór í samtali við Vísi. Hafþór átti langbesta tímann, 19,46 sekúndur og aðeins spurning hvort Savickas hefði náð öðru eða þriðja sætinu. Við tóku erfiðar mínútur á meðan dómararnir báru saman tímana og reiknuðu lokastöðuna.Hafþór Júlíus Björnsson.„Þetta var þvílík dramatík á meðan ég þurfti að bíða eftir að það yrði krýndur sigurvegari,“ segir Hafþór. „Það var svakaleg stemning og mikil spenna.“ Svo fór að Savickas kom í mark á tímanum 23,53 sekúndum sem var 0,42 sekúndum betri tími en tími Shaw. Litháinn hlaut því 64 stig samanlagt en Hafþór Júlíus 63,5 stig. „Þetta er náttúrulega alveg grátlegt því það munaði svo litlu,“ segir Hafþór. Hann bætir við að aldrei hafi munað svo litlu á milli efstu tveggja í þessari sögufrægu keppni. Okkar maður lítur samt á björtu hliðarnar. „Maður er náttúrulega að verða betri og betri. Ég vann fjórar greinar af sex,“ segir Hafþór sem hafði forystu í keppninni fram í fimmtu grein af sex. Hann hafnaði hins vegar í sjöunda sætinu í þeirri grein, hnébeygju, sem varð til þess að Savickas tók forystuna fyrir lokagreinina. „Þetta er kannski mín veikasta grein og ég þarf að bæta mig í henni. Ég ætla að bæta mig í henni. Þetta kemur með tímanum,“ segir Hafþór. Hann minnir á að hann sé rétt að byrja í aflraunakeppnum enda aðeins 25 ára. Til samanburðar verður Savickas, sem vann keppnina í fjórða skipti, 39 ára á árinu. Hann viðurkennir að svekkelsið sé mikið en hann horfi þó fram á veginn. „Auðvitað var ég svekktur fyrsta hálftímann eftir keppni en svo verður maður að halda áfram og mæta sterkari til leiks á næsta ári.“ Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. 29. mars 2014 13:37 Hafþór í öðru sæti fyrir lokagreinina - mikil spenna Hafþóri Júlíusi Björnssyni gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni og er ekki lengur í forystu þegar ein grein er eftir í keppninni Sterkasta mann heims í Los Angeles. Hafþór er einu og hálfu stigi á eftir Litháanum Zydrūnas Savickas. 29. mars 2014 21:33 Hafþór hálfri sekúndu frá gullinu Hafþór Júlíus Björnsson hafnaði í öðru sæti í keppninni um Sterkasta mann heims. Íslenska tröllið var grátlega nálægt gullinu. 29. mars 2014 23:58 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Sjá meira
„Þetta er allt á réttri leið. Maður verður að líta á björtu hliðarnar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, næststerkasti maður heims. Hafþór Júlíus hafnaði í öðru sæti í keppninni Sterkasti maður heims eftir spennuþrungna lokagrein þar sem Žydrūnas Savickas kepptust við að lyfta nýþungum steinum upp á tunnur. Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw átti besta tímann, 23,94 sekúndur, áður en Hafþór og Savickas voru ræstir út seinastir enda í efstu tveimur sætunum. Hafþór vissi að ekkert nema sigur í greininni dygði til að eiga möguleika á titlinum. Tækist það og tækist Savickas ekki að bæta tíma Shaw yrði Hafþór krýndur sigurvegari í keppninni. „Ég var á undan honum en hann var bara rétt á eftir mér. Ég sá að hann var á rúmlega 23 sekúndum en Brian hafði líka verið á rúmlega 23 sekúndum,“ segir Hafþór í samtali við Vísi. Hafþór átti langbesta tímann, 19,46 sekúndur og aðeins spurning hvort Savickas hefði náð öðru eða þriðja sætinu. Við tóku erfiðar mínútur á meðan dómararnir báru saman tímana og reiknuðu lokastöðuna.Hafþór Júlíus Björnsson.„Þetta var þvílík dramatík á meðan ég þurfti að bíða eftir að það yrði krýndur sigurvegari,“ segir Hafþór. „Það var svakaleg stemning og mikil spenna.“ Svo fór að Savickas kom í mark á tímanum 23,53 sekúndum sem var 0,42 sekúndum betri tími en tími Shaw. Litháinn hlaut því 64 stig samanlagt en Hafþór Júlíus 63,5 stig. „Þetta er náttúrulega alveg grátlegt því það munaði svo litlu,“ segir Hafþór. Hann bætir við að aldrei hafi munað svo litlu á milli efstu tveggja í þessari sögufrægu keppni. Okkar maður lítur samt á björtu hliðarnar. „Maður er náttúrulega að verða betri og betri. Ég vann fjórar greinar af sex,“ segir Hafþór sem hafði forystu í keppninni fram í fimmtu grein af sex. Hann hafnaði hins vegar í sjöunda sætinu í þeirri grein, hnébeygju, sem varð til þess að Savickas tók forystuna fyrir lokagreinina. „Þetta er kannski mín veikasta grein og ég þarf að bæta mig í henni. Ég ætla að bæta mig í henni. Þetta kemur með tímanum,“ segir Hafþór. Hann minnir á að hann sé rétt að byrja í aflraunakeppnum enda aðeins 25 ára. Til samanburðar verður Savickas, sem vann keppnina í fjórða skipti, 39 ára á árinu. Hann viðurkennir að svekkelsið sé mikið en hann horfi þó fram á veginn. „Auðvitað var ég svekktur fyrsta hálftímann eftir keppni en svo verður maður að halda áfram og mæta sterkari til leiks á næsta ári.“
Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. 29. mars 2014 13:37 Hafþór í öðru sæti fyrir lokagreinina - mikil spenna Hafþóri Júlíusi Björnssyni gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni og er ekki lengur í forystu þegar ein grein er eftir í keppninni Sterkasta mann heims í Los Angeles. Hafþór er einu og hálfu stigi á eftir Litháanum Zydrūnas Savickas. 29. mars 2014 21:33 Hafþór hálfri sekúndu frá gullinu Hafþór Júlíus Björnsson hafnaði í öðru sæti í keppninni um Sterkasta mann heims. Íslenska tröllið var grátlega nálægt gullinu. 29. mars 2014 23:58 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Sjá meira
Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. 29. mars 2014 13:37
Hafþór í öðru sæti fyrir lokagreinina - mikil spenna Hafþóri Júlíusi Björnssyni gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni og er ekki lengur í forystu þegar ein grein er eftir í keppninni Sterkasta mann heims í Los Angeles. Hafþór er einu og hálfu stigi á eftir Litháanum Zydrūnas Savickas. 29. mars 2014 21:33
Hafþór hálfri sekúndu frá gullinu Hafþór Júlíus Björnsson hafnaði í öðru sæti í keppninni um Sterkasta mann heims. Íslenska tröllið var grátlega nálægt gullinu. 29. mars 2014 23:58
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti