„Við vorum bara að framfylgja hans vilja" Hrund Þórsdóttir skrifar 8. apríl 2014 20:00 Eins og Stöð 2 og Vísir hafa sagt frá áður liggur fyrir Alþingi frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafa, en með því verður látinn einstaklingur sjálfkrafa gjafi nema hann hafi lýst öðru yfir. Aðstandendur hafa þó lokaorðið. Markmiðið er að fjölga gjöfum en í nýju áliti velferðarnefndar er lagst gegn hugmyndinni. „Breyting á löggjöfinni ein og sér dugar ekki til að ná markmiðum frumvarpsins, það er að fjölga líffæragjöfum úr látnum einstaklingum. Það sanna dæmi frá öðrum löndum,“ segir Þórunn Egilsdóttir, varaformaður velferðarnefndar og flutningsmaður nefndarálitsins. „Það þarf miklu meira að fylgja með svo við náum þessu markmiði og við leggjum áherslu á að það náist með aukinni fræðslu, upplýsingu, þjálfun og svo framvegis.“ Nefndin styður hins vegar tillögu aðstandenda Skarphéðins Andra Kristjánssonar, sem lést í bílslysi í janúar en bjargaði fimm mannslífum með líffæragjöf sinni, um að 29. janúar verði gerður að degi líffæragjafa. Þann dag gaf Skarphéðinn hina stóru gjöf og þá hófst umræða um líffæragjöf hans, með viðtali á Stöð 2. Foreldrar hans vilja opna umræðu um líffæragjafir. „Við vitum aldrei hvenær eitthvað kemur fyrir en þá er ofboðslega gott að vera með þetta á hreinu,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir Skarphéðins Andra. Hvernig er ykkar reynsla af þessu líffæragjafarferli? „Mjög góð,“ segir Steinunn og faðir Skarphéðins Andra, Kristján Ingólfsson, tekur undir. „Þetta er bara ljós í myrkrinu, maður hefur þarna smá ljós á móti öllu myrkrinu.“ Þannig að það hefur ekki verið erfitt fyrir ykkur að taka þessi skref? „Nei, ekki fyrst hann var búinn að taka ákvörðunina sjálfur,“ segir Steinunn. „Við vorum bara að framfylgja hans vilja,“ bætir Kristján við. Þau hvetja loks alla til að ræða líffæragjafir opinskátt við fólk í sínu umhverfi. „Og taka afstöðu, hver sem hún er,“ segir Steinunn að lokum. Tengdar fréttir Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00 Umfjöllun um líffæragjafir: Ættingjar þurfi ekki að taka erfiða ákvörðun á sorgarstundu Mikilvægt er að tryggja fleiri líffæragjafa og ein leið til þess er svokallað krafið svar, þar sem fólk skráir afstöðu sína til líffæragjafa til dæmis í ökuskírteini. Velferðarnefnd sagði nauðsynlegt að skoða þessa leið en það hefur þó ekki verið formlega gert. 6. febrúar 2014 20:00 "Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Eins og Stöð 2 og Vísir hafa sagt frá áður liggur fyrir Alþingi frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafa, en með því verður látinn einstaklingur sjálfkrafa gjafi nema hann hafi lýst öðru yfir. Aðstandendur hafa þó lokaorðið. Markmiðið er að fjölga gjöfum en í nýju áliti velferðarnefndar er lagst gegn hugmyndinni. „Breyting á löggjöfinni ein og sér dugar ekki til að ná markmiðum frumvarpsins, það er að fjölga líffæragjöfum úr látnum einstaklingum. Það sanna dæmi frá öðrum löndum,“ segir Þórunn Egilsdóttir, varaformaður velferðarnefndar og flutningsmaður nefndarálitsins. „Það þarf miklu meira að fylgja með svo við náum þessu markmiði og við leggjum áherslu á að það náist með aukinni fræðslu, upplýsingu, þjálfun og svo framvegis.“ Nefndin styður hins vegar tillögu aðstandenda Skarphéðins Andra Kristjánssonar, sem lést í bílslysi í janúar en bjargaði fimm mannslífum með líffæragjöf sinni, um að 29. janúar verði gerður að degi líffæragjafa. Þann dag gaf Skarphéðinn hina stóru gjöf og þá hófst umræða um líffæragjöf hans, með viðtali á Stöð 2. Foreldrar hans vilja opna umræðu um líffæragjafir. „Við vitum aldrei hvenær eitthvað kemur fyrir en þá er ofboðslega gott að vera með þetta á hreinu,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir Skarphéðins Andra. Hvernig er ykkar reynsla af þessu líffæragjafarferli? „Mjög góð,“ segir Steinunn og faðir Skarphéðins Andra, Kristján Ingólfsson, tekur undir. „Þetta er bara ljós í myrkrinu, maður hefur þarna smá ljós á móti öllu myrkrinu.“ Þannig að það hefur ekki verið erfitt fyrir ykkur að taka þessi skref? „Nei, ekki fyrst hann var búinn að taka ákvörðunina sjálfur,“ segir Steinunn. „Við vorum bara að framfylgja hans vilja,“ bætir Kristján við. Þau hvetja loks alla til að ræða líffæragjafir opinskátt við fólk í sínu umhverfi. „Og taka afstöðu, hver sem hún er,“ segir Steinunn að lokum.
Tengdar fréttir Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00 Umfjöllun um líffæragjafir: Ættingjar þurfi ekki að taka erfiða ákvörðun á sorgarstundu Mikilvægt er að tryggja fleiri líffæragjafa og ein leið til þess er svokallað krafið svar, þar sem fólk skráir afstöðu sína til líffæragjafa til dæmis í ökuskírteini. Velferðarnefnd sagði nauðsynlegt að skoða þessa leið en það hefur þó ekki verið formlega gert. 6. febrúar 2014 20:00 "Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00
Umfjöllun um líffæragjafir: Ættingjar þurfi ekki að taka erfiða ákvörðun á sorgarstundu Mikilvægt er að tryggja fleiri líffæragjafa og ein leið til þess er svokallað krafið svar, þar sem fólk skráir afstöðu sína til líffæragjafa til dæmis í ökuskírteini. Velferðarnefnd sagði nauðsynlegt að skoða þessa leið en það hefur þó ekki verið formlega gert. 6. febrúar 2014 20:00
"Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29
Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00