Rætt var um atburðina í Úkraínu síðustu misseri þar sem tugi mótmælenda voru myrtir á Sjálfstæðistorginu.
Þann 16. mars samþykktu 97 prósent kjósenda í Krím að slíta sig frá Úkraínu og ganga inn í Rússland.
Í kjölfar kosninganna hafa refsiaðgerðir verið boðaðar gegn þeim ráðamönnum í Rússlandi og Úkraínu sem taldir eru bera ábyrgð á þjóðaratkvæðagreiðslunni, en Bandaríkjamenn og Evrópusambandið segja hana ólöglega.
Viktori Janúkovítsj, fyrrverandi forseta landsins, var steypt af stóli fyrr á þessu ári eftir hörð mótmæli í Kænugarði.