Erlent

Kerry og Lavrov ræddu ástandið í austurhluta Úkraínu

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi við kollega sinn Sergei Lavrov í síma í gærkvöldi.
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi við kollega sinn Sergei Lavrov í síma í gærkvöldi. Vísir/AFP
Bandaríkjamenn hafa lýst miklum áhyggjum með þróun mála í austurhluta Úkraínu eftir að aðgerðarsinnar hliðhollir Rússum tóku yfir stjórnarbyggingar í þremur borgum.

John Kerry utanríkisráðherra sagði rússneska kollega sínum Sergei Lavrov í símtali í gær að allar tilraunir Rússa til þess að auka á óróann á svæðinu myndu hafa afleiðingar í för með sér. Þá ræddu þeir möguleikann á tvíhliða viðræðum vegna ástandsins í Úkraínu.

Í gær lýstu mótmælendur í höfuðborg héraðsins, Dónsetsk því yfir að þeir hefðu stofnað nýtt lýðveldi og kröfðust atkvæðagreiðslu um aðskilnað héraðsins frá Úkraínu, líkt og átti sér stað á Krímskaga á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×