Daninn Christian Eriksen fór á kostum er Tottenham lagði botnlið Sunderland, 5-1, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Eriksen skoraði eitt mark og lagði upp hin tvö fyrir Tottenham. Hann hefur því í heildina komið að þrettán mörkum hjá Spurs í vetur eða mest allra leikmanna liðsins.
Sunderland komst yfir í leiknum eftir ótrúlega klaufaskap í vörn Tottenham. Það endaði með því að Cattermole skoraði í tómt markið.
Spurs kom til baka. Adebayor skoraði eftir frábæra sendingu Eriksen og slíkt hið sama gerði Kane. Adebayor kórónaði svo stórsigur rétt fyrir leikslok.
Gylfi Þór Sigurðsson spilaði síðustu átta mínútur leiksins fyrir Tottenham og skoraði fimmta markið í uppbótartíma. Skot af stuttu færi eftir vandræðagang í vörn Sunderland.
Tottenham komst upp fyrir Man. Utd með sigrinum og er í sjötta sæti. Sunderland er eftir sem áður á botninum.
Gylfi skoraði í stórsigri Tottenham

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn




