Innlent

Enn fleiri vísbendingar berast í leitinni að flugvélinni

Júlía Margrét EInarsdóttir skrifar
Flugvélin hefur verið týnd í fjórar vikur
Flugvélin hefur verið týnd í fjórar vikur
Eins og fram kom í fréttum í gær tókst kínverskum leitarskipum að greina púlsmerki á Indlandshafið sem hugsanlegt er talið að berist frá flugritum malasísku flugvélarinnar, sem hvarf fyrir fjórum vikum síðan.

Frá þessu greinir fréttavefur BBC.

Nú hefur leitarskipi frá Ástralíu tekist einnig tekist að greina samskonar hljóðmerki og segir Angus Houston yfirmaður ástralska hersins að hér sé um að ræða mikilvæga og hvetjandi vísbendingu.

Miklar vonir séu við að hljóðin tilheyri flugvélinni.

Leitin af vélinni er enn hert í dag enda rafhlöður úr flugritunum brátt að tæmast og því ekki mikill tími til stefnu.

Miklar vonir eru bundnar til þess að merkin sem greindust í gær tilheyri malasísku flugvélinni MH 370.

Líklegast þykir að flugvélinni hafi verið flogið út af ratsjá af ásettu ráði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×