Obama vill endurskoða samstarf við Íslendinga í ljósi hvalveiða 2. apríl 2014 07:03 Barack Obama forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Barack Obama Bandaríkjaforseti sendi í gær bandaríska þinginu minnisblað þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar. Íslendingar eru hvattir til þess að hætta að vera hvalveiðiþjóð og gerast í stað þess hvalaskoðunarþjóð, líkt og Bandaríkjamenn hafi gert á sínum tíma. Frá minnisblaðinu er greint í hinu nýstofnaða blaði Iceland Mag en minnisblaðið er einnig aðgengilegt á heimasíðu Hvíta hússins. Forsetinn beinir því til fjölmargra bandarískra stofnana að þær ræði hvalveiðarnar við Íslendinga og segir hann að allt tvíhliða samstarf þjóðanna verði nú endurskoðað í þessu ljósi. Aðeins er minnst á veiðar Íslendinga á langreyð í minnisblaðinu en ekki verið að tala um hrefnuveiðar. Obama segir að með veiðum á langreyðinni stefni Íslendingar tegundinni í voða og grafi undir tilraunum alþjóðasamfélagsins til að vernda hvalina. Í minnisblaðinu kemur fram að Alþjóðahvalveiðiráðið meti það sem svo að hægt sé að veiða 46 langreyðar á Norður Atlantshafi án þess að það komi niður á stofninum. Íslendingar hafi hins vegar veitt 134 dýr árið 2013 og geri nú ráð fyrir að veiða 154 á þessu ári og þeim næstu. Þá segir forsetinn að öll samskipti ríkjanna skuli nú miða að því að fá Íslendinga til þess að hlíta ályktunum Alþjóðahvalveiðiráðsins um bann við hvalveiðum í atvinnuskyni og skulu ráðherrar hans nú endurmeta hvort við hæfi sé að heimsækja Ísland, í ljósi þessa. Þá segir að Ríkisstjórn Íslands verði gerð þessi staða ljós þegar í stað. Tengdar fréttir Bandaríkin muni beita þrýstingi Fulltrúi Alþjoðadýravelferðarsjóðsins á von á hörðum aðgerðum vegna hvalveiða Íslendinga. 9. febrúar 2014 12:54 Erfitt að laga Ísland að fiskveiðistefnunni ESB hefði líklega farið fram á tímasetta áætlun um aðlögun að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu. 18. febrúar 2014 14:53 Er nauðsynlegt að skjóta þá? 24. mars 2014 06:00 Hvalveiðar Íslands komnar á borð Obama Innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest við Barack Obama forseta að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnki skilvirkni samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu. 6. febrúar 2014 22:00 Fordæma ákvörðun bandarískra stjórnvalda Ungir sjálfstæðismenn fordæma þá ákvörðun bandarískra stjórnvalda að ætla að hefja á ný þvingunaraðgerðir gegn Íslendingum vegna hvalveiða en þetta kemur fram í ályktun frá sambandinu. 17. febrúar 2014 10:34 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti sendi í gær bandaríska þinginu minnisblað þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar. Íslendingar eru hvattir til þess að hætta að vera hvalveiðiþjóð og gerast í stað þess hvalaskoðunarþjóð, líkt og Bandaríkjamenn hafi gert á sínum tíma. Frá minnisblaðinu er greint í hinu nýstofnaða blaði Iceland Mag en minnisblaðið er einnig aðgengilegt á heimasíðu Hvíta hússins. Forsetinn beinir því til fjölmargra bandarískra stofnana að þær ræði hvalveiðarnar við Íslendinga og segir hann að allt tvíhliða samstarf þjóðanna verði nú endurskoðað í þessu ljósi. Aðeins er minnst á veiðar Íslendinga á langreyð í minnisblaðinu en ekki verið að tala um hrefnuveiðar. Obama segir að með veiðum á langreyðinni stefni Íslendingar tegundinni í voða og grafi undir tilraunum alþjóðasamfélagsins til að vernda hvalina. Í minnisblaðinu kemur fram að Alþjóðahvalveiðiráðið meti það sem svo að hægt sé að veiða 46 langreyðar á Norður Atlantshafi án þess að það komi niður á stofninum. Íslendingar hafi hins vegar veitt 134 dýr árið 2013 og geri nú ráð fyrir að veiða 154 á þessu ári og þeim næstu. Þá segir forsetinn að öll samskipti ríkjanna skuli nú miða að því að fá Íslendinga til þess að hlíta ályktunum Alþjóðahvalveiðiráðsins um bann við hvalveiðum í atvinnuskyni og skulu ráðherrar hans nú endurmeta hvort við hæfi sé að heimsækja Ísland, í ljósi þessa. Þá segir að Ríkisstjórn Íslands verði gerð þessi staða ljós þegar í stað.
Tengdar fréttir Bandaríkin muni beita þrýstingi Fulltrúi Alþjoðadýravelferðarsjóðsins á von á hörðum aðgerðum vegna hvalveiða Íslendinga. 9. febrúar 2014 12:54 Erfitt að laga Ísland að fiskveiðistefnunni ESB hefði líklega farið fram á tímasetta áætlun um aðlögun að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu. 18. febrúar 2014 14:53 Er nauðsynlegt að skjóta þá? 24. mars 2014 06:00 Hvalveiðar Íslands komnar á borð Obama Innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest við Barack Obama forseta að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnki skilvirkni samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu. 6. febrúar 2014 22:00 Fordæma ákvörðun bandarískra stjórnvalda Ungir sjálfstæðismenn fordæma þá ákvörðun bandarískra stjórnvalda að ætla að hefja á ný þvingunaraðgerðir gegn Íslendingum vegna hvalveiða en þetta kemur fram í ályktun frá sambandinu. 17. febrúar 2014 10:34 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Bandaríkin muni beita þrýstingi Fulltrúi Alþjoðadýravelferðarsjóðsins á von á hörðum aðgerðum vegna hvalveiða Íslendinga. 9. febrúar 2014 12:54
Erfitt að laga Ísland að fiskveiðistefnunni ESB hefði líklega farið fram á tímasetta áætlun um aðlögun að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu. 18. febrúar 2014 14:53
Hvalveiðar Íslands komnar á borð Obama Innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest við Barack Obama forseta að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnki skilvirkni samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu. 6. febrúar 2014 22:00
Fordæma ákvörðun bandarískra stjórnvalda Ungir sjálfstæðismenn fordæma þá ákvörðun bandarískra stjórnvalda að ætla að hefja á ný þvingunaraðgerðir gegn Íslendingum vegna hvalveiða en þetta kemur fram í ályktun frá sambandinu. 17. febrúar 2014 10:34