Erlent

Stigvaxandi átök í Úkraínu

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Atlantshafsbandalagið ákvað í dag að senda aukinn herafla til austur Evrópu vegna stigvaxandi átaka í Úkraínu. Vladimír Pútín rússlandsforseti segir að Úkrína rambi á barmi borgarastyrjaldar. 

Þúsundir úkraínskra hermanna og vopnaðra aðskilnaðarsinna berjast nú um opinberar bygginar í austurhluta Úkraínu. Til átaka koma á flugvelli nálægt Donetsk í gær og hafa hersveitir sest að í nærliggjandi borgum.  

Haft er eftir úkraínskum stjórnvöldum að aðskilnaðarsinnar hefðu nú náð sex úkraínskum herbílum á sitt vald og  að brynvarðir bílar með rússneskum fánum hafa sést á ferð í austur Úkraínu.

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, tilkynnti í morgun að aukinn liðsauki yrði sendur til Austur Evrópu vegna stigvaxandi átaka í Úkraínu. Her NATO verður því efldur á landi, í lofti og á sjó. Rasmussen hvetur rússnesk stjórnvöld til að draga herlið sitt tilbaka frá landamærunum draga þannig úr spennu.

Vladimír Pútín ræddi við Angelu Merkel Þýskalandskanskara símleiðis í gærkvöldi. Þar sagði hann að ákvörðun Úkraínumanna um að beita herafli hefði stigmagnað deiluna og að Úkraína rambi nú á barmi borgarastyrjaldar. Rússar neita því staðfastlega að þeir styðji aðgerðir uppreisnarmannanna.

Neyðarfundur með fulltrúum Rússlands, Úkraínu, Bandaríkjanna og Evrópusambandsins verður haldin á morgun þar sem allt kapp verður lagt á að ná lausn í deilunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×