Erlent

Rússar vara Úkraínumenn við að beita mótmælendur hervaldi

Mótmælandi hliðhollur Rússum stendur vörð fyrir utan eina af þeim byggingum sem eru á valdi aðgerðasinna.
Mótmælandi hliðhollur Rússum stendur vörð fyrir utan eina af þeim byggingum sem eru á valdi aðgerðasinna. Vísir/AFP
Rússnesk yfirvöld ráða Úkraínumönnum frá því að beita hervaldi gegn vopnuðum mönnum hliðhollum Rússum sem hafa stjórnarbyggingar í Dónetsk héraði í austurhluta landsins á valdi sínu.

Þetta kom fram á sérstökum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem fram fór í New York í gærkvöldi og þar hvatti sendiherra Rússa nágranna sína til þess að hefja alvöru viðræður um málið eins og hann orðaði það.

Sendiherra Úkraínu sakar Rússa hinsvegar um að standa á bak við aðgerðir mótmæledna í héraðinu. Voðnuðu sveitunum hafði verið gefinn frestur til þess að yfirgefa byggingarnir fyrir klukkan sex í morgun að íslenskum tíma en enn hafa engar fregnir borist af því að látið hafi verið til skarar skríða gegn þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×