Enski boltinn

Gerrard: Lengstu 90 mínútur sem ég hef spilað

Gerrard fagnar sigurmarkinu með Coutinho.
Gerrard fagnar sigurmarkinu með Coutinho. vísir/getty
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, átti erfitt með sig eftir sigurinn frækna gegn Man. City í dag. Gott ef hann felldi ekki tár í leikslok.

"Vissulega var þetta tilfinningaþrunginn sigur en við verðum að hafa báða fætur á jörðinni enda eru fjórir leikir eftir. Þessi sigur var samt svo mikilvægur. Sérstaklega þar sem þeir komu til baka og við náðum samt að klára dæmið," sagði Gerrard eftir leik.

"Þetta eru skýrustu skilaboðin sem við höfum sent hingað til og þetta voru lengstu 90 mínútur sem ég hef spilað. Mér fannst klukkan fara í öfuga átt um tíma.

"Það eru fjórir úrslitaleikir eftir hjá okkur. Þetta er ekkert flókið. Fólk sagði að þetta væri stærsti úrslitaleikurinn. Ég er ósammála því. Það er alltaf næsti leikur. Við erum ekki búnir að vinna neitt enn þá."


Tengdar fréttir

Liverpool með pálmann í höndunum | Sjáðu mörkin

Liverpool er komið í lykilstöðu í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir 3-2 sigur á Man. City í hreint mögnuðum leik á Anfield. Liverpool er komið með fimm stiga forskot í deildinni og vinni liðið lokaleiki sína verður það meistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×