Grímuklæddir menn hertaka lögreglustöð í Úkraínu Bjarki Ármannsson skrifar 12. apríl 2014 18:30 Aðgerðasinnar sitja um lögreglustöð í Donetsk í dag. Vísir/AFP Vopnaðir, grímuklæddir aðgerðasinnar hafa í dag hertekið lögreglustöð og öryggismiðstöð í bænum Sloviansk í austanverðri Úkraínu. Átök standa nú víða yfir í landinu og ásakar ný ríkisstjórn yfirvöld í Rússlandi um að hafa komið þeim af stað. BBC greinir frá því á vef sínum að nokkur dæmi eru um að aðgerðarsinnar í landinu hafi tekið yfir opinberar byggingar með valdi í dag. Auk lögreglustöðvarinnar í Sloviansk, eru nú byggingar í bænum Druzhkovka á valdi þeirra. Einnig var hleypt af skotum í Kramatorsk er lagt var til atlögu við stjórnsýslubyggingar að sögn starfandi innanríkisráðherra Úkraínu. Þá sagði lögreglustjóri í borginni Donetsk af sér eftir að stór hópur fólks mótmælti fyrir framan lögreglustöð hans. Fjölmargir íbúar Austur-Úkraínu hafa rússnesku að móðurmáli og styðja innlimun svæðisins í Rússland. Síðan Viktor Janúkóvitsj, forseti Úkraínu, var hrakinn frá völdum í febrúar hafa mikil mótmæli átt sér stað á svæðinu. Undanfarna daga hefur verið setið um byggingar í borginni Donetsk þar sem mótmælendur fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort svæðið eigi að gerast hluti Rússlands, líkt og gert var á Krímskaganum nú nýverið. Yfirvöld í Rússlandi segjast ekki standa á bakvið mótmælin þrátt fyrir ásakanir ríkisstjórnar Úkraínu. Starfandi utanríkisráðherra, Andreí Deshjitsía, hefur beðið Rússa um að láta af aðgerðum í landinu tafarlaust. Tengdar fréttir NATO birtir myndir af rússneskum hermönnum við landamæri Úkraínu NATO segja Rússa reyna að skapa spennu á svæðinu. Rússar segja myndirnar vera frá því í fyrra. 11. apríl 2014 17:11 Vilja innlima fleiri héruð í Rússland 200 mótmælendur, hliðhollir Rússum, brutust inn í stjórnsýslubyggingu í borginni Donetsk í Austurhluta Úkraínu. Þeir krefjast þess atkvæðagreiðslu um sameiningu við Rússland. 6. apríl 2014 22:54 Rússar og Bandaríkjamenn funda í Frakklandi vegna Úkraínu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, funda nú um Úkraínudeiluna í París. 30. mars 2014 18:37 Útsendarar Rússlands sagðir að baki óeirðunum í Austur-Úkraínu Öryggissveitir í Úkraínu reyndu í dag að ná opinberum byggingum í þremur borgum við landamæri Rússlands af mótmælendum með misjöfnum árangri. 8. apríl 2014 23:18 Biður Rússa um að draga hermenn sína til baka Barack Obama segir að það myndi draga úr spennu á svæðinu 28. mars 2014 19:27 Rússar sagðir ætla að innlima austurhluta Úkraínu Oleksandr Turchynov, starfandi forseti Úkraínu, sakaði Rússland í dag um að ætla að taka Úkraínu í sundur. 7. apríl 2014 19:48 30.000 hermenn við landamæri Úkraínu Nýleg skýrsla leyniþjónusta Bandaríkjanna segir að líklegra sé en áður hefur verið talið að rússneskir hermenn muni fara inn í austur Úkraínu. 27. mars 2014 10:48 Krefjast aðskilnaðar austurhéraða frá Úkraínu Úkraínskir aðskilnaðarsinnar sem hertóku ráðhús í borginni Donetsk um helgina, lýstu yfir sjálfstæðu lýðveldi í morgun. 7. apríl 2014 20:00 Lögreglumenn sagðir hafa skotið mótmælendur í Úkraínu Um 76 mótmælendur voru skotnir af leyniskyttum 18. til 20. febrúar. 3. apríl 2014 10:27 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Vopnaðir, grímuklæddir aðgerðasinnar hafa í dag hertekið lögreglustöð og öryggismiðstöð í bænum Sloviansk í austanverðri Úkraínu. Átök standa nú víða yfir í landinu og ásakar ný ríkisstjórn yfirvöld í Rússlandi um að hafa komið þeim af stað. BBC greinir frá því á vef sínum að nokkur dæmi eru um að aðgerðarsinnar í landinu hafi tekið yfir opinberar byggingar með valdi í dag. Auk lögreglustöðvarinnar í Sloviansk, eru nú byggingar í bænum Druzhkovka á valdi þeirra. Einnig var hleypt af skotum í Kramatorsk er lagt var til atlögu við stjórnsýslubyggingar að sögn starfandi innanríkisráðherra Úkraínu. Þá sagði lögreglustjóri í borginni Donetsk af sér eftir að stór hópur fólks mótmælti fyrir framan lögreglustöð hans. Fjölmargir íbúar Austur-Úkraínu hafa rússnesku að móðurmáli og styðja innlimun svæðisins í Rússland. Síðan Viktor Janúkóvitsj, forseti Úkraínu, var hrakinn frá völdum í febrúar hafa mikil mótmæli átt sér stað á svæðinu. Undanfarna daga hefur verið setið um byggingar í borginni Donetsk þar sem mótmælendur fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort svæðið eigi að gerast hluti Rússlands, líkt og gert var á Krímskaganum nú nýverið. Yfirvöld í Rússlandi segjast ekki standa á bakvið mótmælin þrátt fyrir ásakanir ríkisstjórnar Úkraínu. Starfandi utanríkisráðherra, Andreí Deshjitsía, hefur beðið Rússa um að láta af aðgerðum í landinu tafarlaust.
Tengdar fréttir NATO birtir myndir af rússneskum hermönnum við landamæri Úkraínu NATO segja Rússa reyna að skapa spennu á svæðinu. Rússar segja myndirnar vera frá því í fyrra. 11. apríl 2014 17:11 Vilja innlima fleiri héruð í Rússland 200 mótmælendur, hliðhollir Rússum, brutust inn í stjórnsýslubyggingu í borginni Donetsk í Austurhluta Úkraínu. Þeir krefjast þess atkvæðagreiðslu um sameiningu við Rússland. 6. apríl 2014 22:54 Rússar og Bandaríkjamenn funda í Frakklandi vegna Úkraínu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, funda nú um Úkraínudeiluna í París. 30. mars 2014 18:37 Útsendarar Rússlands sagðir að baki óeirðunum í Austur-Úkraínu Öryggissveitir í Úkraínu reyndu í dag að ná opinberum byggingum í þremur borgum við landamæri Rússlands af mótmælendum með misjöfnum árangri. 8. apríl 2014 23:18 Biður Rússa um að draga hermenn sína til baka Barack Obama segir að það myndi draga úr spennu á svæðinu 28. mars 2014 19:27 Rússar sagðir ætla að innlima austurhluta Úkraínu Oleksandr Turchynov, starfandi forseti Úkraínu, sakaði Rússland í dag um að ætla að taka Úkraínu í sundur. 7. apríl 2014 19:48 30.000 hermenn við landamæri Úkraínu Nýleg skýrsla leyniþjónusta Bandaríkjanna segir að líklegra sé en áður hefur verið talið að rússneskir hermenn muni fara inn í austur Úkraínu. 27. mars 2014 10:48 Krefjast aðskilnaðar austurhéraða frá Úkraínu Úkraínskir aðskilnaðarsinnar sem hertóku ráðhús í borginni Donetsk um helgina, lýstu yfir sjálfstæðu lýðveldi í morgun. 7. apríl 2014 20:00 Lögreglumenn sagðir hafa skotið mótmælendur í Úkraínu Um 76 mótmælendur voru skotnir af leyniskyttum 18. til 20. febrúar. 3. apríl 2014 10:27 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
NATO birtir myndir af rússneskum hermönnum við landamæri Úkraínu NATO segja Rússa reyna að skapa spennu á svæðinu. Rússar segja myndirnar vera frá því í fyrra. 11. apríl 2014 17:11
Vilja innlima fleiri héruð í Rússland 200 mótmælendur, hliðhollir Rússum, brutust inn í stjórnsýslubyggingu í borginni Donetsk í Austurhluta Úkraínu. Þeir krefjast þess atkvæðagreiðslu um sameiningu við Rússland. 6. apríl 2014 22:54
Rússar og Bandaríkjamenn funda í Frakklandi vegna Úkraínu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, funda nú um Úkraínudeiluna í París. 30. mars 2014 18:37
Útsendarar Rússlands sagðir að baki óeirðunum í Austur-Úkraínu Öryggissveitir í Úkraínu reyndu í dag að ná opinberum byggingum í þremur borgum við landamæri Rússlands af mótmælendum með misjöfnum árangri. 8. apríl 2014 23:18
Biður Rússa um að draga hermenn sína til baka Barack Obama segir að það myndi draga úr spennu á svæðinu 28. mars 2014 19:27
Rússar sagðir ætla að innlima austurhluta Úkraínu Oleksandr Turchynov, starfandi forseti Úkraínu, sakaði Rússland í dag um að ætla að taka Úkraínu í sundur. 7. apríl 2014 19:48
30.000 hermenn við landamæri Úkraínu Nýleg skýrsla leyniþjónusta Bandaríkjanna segir að líklegra sé en áður hefur verið talið að rússneskir hermenn muni fara inn í austur Úkraínu. 27. mars 2014 10:48
Krefjast aðskilnaðar austurhéraða frá Úkraínu Úkraínskir aðskilnaðarsinnar sem hertóku ráðhús í borginni Donetsk um helgina, lýstu yfir sjálfstæðu lýðveldi í morgun. 7. apríl 2014 20:00
Lögreglumenn sagðir hafa skotið mótmælendur í Úkraínu Um 76 mótmælendur voru skotnir af leyniskyttum 18. til 20. febrúar. 3. apríl 2014 10:27