Milljarða vantar til að viðhalda vegum Svavar Hávarðsson skrifar 10. apríl 2014 10:51 Viðhald á bundnu slitlagi er hvað mikilvægast við að halda við samgöngumannvirkjum. Fréttablaðið/GVA Vegagerðin hefur aðeins 60 til 70 prósent þess fjármagns úr að spila á ári hverju sem þarf til að viðhalda vegakerfinu hér á landi svo vel sé. „Ef við ætlum að fyrirbyggja mikil fjárútlát í framtíðinni þá þarf að sinna þessu betur,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Hér hafi fjárveitingar til viðhalds í raun aldrei farið saman við viðhaldsþörf. Þörf á nýframkvæmdum sé svo mikil að jafnvægi á milli þeirra og viðhalds náist ekki. „Hvað varðar fjárveitingarnar þá dugir ekki einu sinni þó þær séu ekki skornar niður í krónutölu. Virði þeirra fer minnkandi með ári hverju, bæði með verðbreytingum og þá hafa olíuverðshækkanir mikil áhrif á kostnað við viðhald vega – bæði vegna notkunar tækja og vegna kaupa á efni til viðhalds eins og asfalti til að leggja bundið slitlag.“ Vandinn hafi verið að smásafnast upp, sér í lagi árin eftir hrun. Þá fór heildarfjárveiting til verkefna Vegagerðarinnar úr um þrjátíu milljörðum og niður í rúmlega fimmtán milljarða. Í dag þyrfti Vegagerðin minnst sjö til átta milljarða á ári en verður að gera sér fimm að góðu. „Það segir sig sjálft að þetta kemur niður á viðhaldi og þjónustu, en það er ekki bundið við Ísland að erfiðara sé að fá fjármagn til viðhalds en nýframkvæmda. Það hafa ekki orðið nein stóráföll en ef ekki verður bætt í fjárveitingar til viðhalds þá fara töluvert stórir kaflar í vegakerfinu að skemmast.“ Þá segir Hreinn viðgerðir miklu kostnaðarsamari en viðhald. „Þetta snýr helst að viðhaldi bundinna slitlaga, sem er mikil fjárfesting. En án viðhalds molnar burðarlagið undir slitlaginu og ef það er ekki endurnýjað á viðeigandi hátt getur vegurinn nánast hrunið á löngum köflum á einu vori og mjög dýrt að bregðast við því,“ segir hann, en bætir við að nú sjái jafnvel til sólar hvað varði þennan lið fjárveitinga og vonar að botni sé náð.Ástand veganna versnar ár frá ári Lengd bundins slitlags á þjóðvegum var um 5.368 kílómetrar í árslok 2011. Fram til 2010 svaraði árleg endurnýjun bundinna slitlaga til 10–12% af flatarmáli vega sem jafngildir því að slitlag sé allt endurnýjað á 8–10 ára tímabili. Hækkun á verði asfalts hefur gert að verkum að fjárveitingar til viðhalds á bundnu slitlagi nægja nú einungis til endurnýjunar á 12–14 árum, langt umfram endingartíma, að því er fram kemur í tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2013–2016. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Vegagerðin hefur aðeins 60 til 70 prósent þess fjármagns úr að spila á ári hverju sem þarf til að viðhalda vegakerfinu hér á landi svo vel sé. „Ef við ætlum að fyrirbyggja mikil fjárútlát í framtíðinni þá þarf að sinna þessu betur,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Hér hafi fjárveitingar til viðhalds í raun aldrei farið saman við viðhaldsþörf. Þörf á nýframkvæmdum sé svo mikil að jafnvægi á milli þeirra og viðhalds náist ekki. „Hvað varðar fjárveitingarnar þá dugir ekki einu sinni þó þær séu ekki skornar niður í krónutölu. Virði þeirra fer minnkandi með ári hverju, bæði með verðbreytingum og þá hafa olíuverðshækkanir mikil áhrif á kostnað við viðhald vega – bæði vegna notkunar tækja og vegna kaupa á efni til viðhalds eins og asfalti til að leggja bundið slitlag.“ Vandinn hafi verið að smásafnast upp, sér í lagi árin eftir hrun. Þá fór heildarfjárveiting til verkefna Vegagerðarinnar úr um þrjátíu milljörðum og niður í rúmlega fimmtán milljarða. Í dag þyrfti Vegagerðin minnst sjö til átta milljarða á ári en verður að gera sér fimm að góðu. „Það segir sig sjálft að þetta kemur niður á viðhaldi og þjónustu, en það er ekki bundið við Ísland að erfiðara sé að fá fjármagn til viðhalds en nýframkvæmda. Það hafa ekki orðið nein stóráföll en ef ekki verður bætt í fjárveitingar til viðhalds þá fara töluvert stórir kaflar í vegakerfinu að skemmast.“ Þá segir Hreinn viðgerðir miklu kostnaðarsamari en viðhald. „Þetta snýr helst að viðhaldi bundinna slitlaga, sem er mikil fjárfesting. En án viðhalds molnar burðarlagið undir slitlaginu og ef það er ekki endurnýjað á viðeigandi hátt getur vegurinn nánast hrunið á löngum köflum á einu vori og mjög dýrt að bregðast við því,“ segir hann, en bætir við að nú sjái jafnvel til sólar hvað varði þennan lið fjárveitinga og vonar að botni sé náð.Ástand veganna versnar ár frá ári Lengd bundins slitlags á þjóðvegum var um 5.368 kílómetrar í árslok 2011. Fram til 2010 svaraði árleg endurnýjun bundinna slitlaga til 10–12% af flatarmáli vega sem jafngildir því að slitlag sé allt endurnýjað á 8–10 ára tímabili. Hækkun á verði asfalts hefur gert að verkum að fjárveitingar til viðhalds á bundnu slitlagi nægja nú einungis til endurnýjunar á 12–14 árum, langt umfram endingartíma, að því er fram kemur í tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2013–2016.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira