Segir mál Ghasems lýsandi fyrir stöðu hælisleitenda 28. apríl 2014 13:20 vísir/stefán Um þrjú hundruð manns hafa skrifað undir áskorun þessa efnis að hælisumsókn Ghasem Mohammadi fái efnislega meðferð hér á landi. Ghasem hefur nú verið í hungurverkfalli í rúma viku en efnt var til samstöðufundar fyrir framan Innanríkisráðuneytið í morgun. Ghasem, sem er fæddur í Afganistan, var fluttur á sjúkrahús í gærmorgun en hann var þá orðinn mjög máttvana eftir hungurverkfallið sem staðið hefur yfir í átta daga. Hann sótti um pólitískt hæli hér á landi árið 2012 en umsókninni var hafnað á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Ghasem áfrýjaði málinu til Innanríkisráðuneytisins og bíður enn eftir úrskurði.vísir/stefánBenjamín Júlían er talsmaður undirskriftarlistans en hann segir að málefni hælisleitenda hér á landi séu í miklum ólestri. „Núna í viku hefur Ghasem verið í hungur- og þorstaverkfalli og hann lifir enn vegna þess að honum hefur tvisvar sinnum verið skutlað á sjúkrahús þar sem hann hefur fengið blóðvökva í æð. Hans mál eins og margra hælisleitenda á Íslandi er í miklum ólestri. Hann þarf að fá efnislega málsmeðferð á Íslandi til að hælisumsóknin hans njóti sanngjarnar áheyrnar,“ segir Benjamín.Hvað finnst ykkur um viðbrögð hins opinbera í þessu máli? „Þau hafa ekki verið nein og er þess vegna ekki hægt að tala um mikil viðbrögð en það er svosem alveg í samræmi við málsmeðferðina hans hingað til. Hann hefur verið hérna í tvö ár en hefur ekki fengið nema eitt viðtal þar sem honum var tjáð að hann myndi ekki fá hæli hér á Íslandi vegna þess að Svíþjóð var búið að hafna honum og þess vegna þyrfti Ísland ekki að hlusta á söguna.“ Efnt var til samstöðufundar fyrir framan innanríkisráðuneytið í morgun vegna málsins.Þetta mál, er það lýsandi að þínu mati fyrir stöðu hælisleitenda hér á landi? „Þetta er mjög lýsandi. Eini munurinn er að hann hefur farið í hungur- og þorstaverkfall. Margir aðrir hælisleitendur hafa tekið til örþrifaráða. Þó nokkrir hafa framið sjálfsmorð á Íslandi. “vísir/stefánvísir/stefán Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Um þrjú hundruð manns hafa skrifað undir áskorun þessa efnis að hælisumsókn Ghasem Mohammadi fái efnislega meðferð hér á landi. Ghasem hefur nú verið í hungurverkfalli í rúma viku en efnt var til samstöðufundar fyrir framan Innanríkisráðuneytið í morgun. Ghasem, sem er fæddur í Afganistan, var fluttur á sjúkrahús í gærmorgun en hann var þá orðinn mjög máttvana eftir hungurverkfallið sem staðið hefur yfir í átta daga. Hann sótti um pólitískt hæli hér á landi árið 2012 en umsókninni var hafnað á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Ghasem áfrýjaði málinu til Innanríkisráðuneytisins og bíður enn eftir úrskurði.vísir/stefánBenjamín Júlían er talsmaður undirskriftarlistans en hann segir að málefni hælisleitenda hér á landi séu í miklum ólestri. „Núna í viku hefur Ghasem verið í hungur- og þorstaverkfalli og hann lifir enn vegna þess að honum hefur tvisvar sinnum verið skutlað á sjúkrahús þar sem hann hefur fengið blóðvökva í æð. Hans mál eins og margra hælisleitenda á Íslandi er í miklum ólestri. Hann þarf að fá efnislega málsmeðferð á Íslandi til að hælisumsóknin hans njóti sanngjarnar áheyrnar,“ segir Benjamín.Hvað finnst ykkur um viðbrögð hins opinbera í þessu máli? „Þau hafa ekki verið nein og er þess vegna ekki hægt að tala um mikil viðbrögð en það er svosem alveg í samræmi við málsmeðferðina hans hingað til. Hann hefur verið hérna í tvö ár en hefur ekki fengið nema eitt viðtal þar sem honum var tjáð að hann myndi ekki fá hæli hér á Íslandi vegna þess að Svíþjóð var búið að hafna honum og þess vegna þyrfti Ísland ekki að hlusta á söguna.“ Efnt var til samstöðufundar fyrir framan innanríkisráðuneytið í morgun vegna málsins.Þetta mál, er það lýsandi að þínu mati fyrir stöðu hælisleitenda hér á landi? „Þetta er mjög lýsandi. Eini munurinn er að hann hefur farið í hungur- og þorstaverkfall. Margir aðrir hælisleitendur hafa tekið til örþrifaráða. Þó nokkrir hafa framið sjálfsmorð á Íslandi. “vísir/stefánvísir/stefán
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira