Segir mál Ghasems lýsandi fyrir stöðu hælisleitenda 28. apríl 2014 13:20 vísir/stefán Um þrjú hundruð manns hafa skrifað undir áskorun þessa efnis að hælisumsókn Ghasem Mohammadi fái efnislega meðferð hér á landi. Ghasem hefur nú verið í hungurverkfalli í rúma viku en efnt var til samstöðufundar fyrir framan Innanríkisráðuneytið í morgun. Ghasem, sem er fæddur í Afganistan, var fluttur á sjúkrahús í gærmorgun en hann var þá orðinn mjög máttvana eftir hungurverkfallið sem staðið hefur yfir í átta daga. Hann sótti um pólitískt hæli hér á landi árið 2012 en umsókninni var hafnað á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Ghasem áfrýjaði málinu til Innanríkisráðuneytisins og bíður enn eftir úrskurði.vísir/stefánBenjamín Júlían er talsmaður undirskriftarlistans en hann segir að málefni hælisleitenda hér á landi séu í miklum ólestri. „Núna í viku hefur Ghasem verið í hungur- og þorstaverkfalli og hann lifir enn vegna þess að honum hefur tvisvar sinnum verið skutlað á sjúkrahús þar sem hann hefur fengið blóðvökva í æð. Hans mál eins og margra hælisleitenda á Íslandi er í miklum ólestri. Hann þarf að fá efnislega málsmeðferð á Íslandi til að hælisumsóknin hans njóti sanngjarnar áheyrnar,“ segir Benjamín.Hvað finnst ykkur um viðbrögð hins opinbera í þessu máli? „Þau hafa ekki verið nein og er þess vegna ekki hægt að tala um mikil viðbrögð en það er svosem alveg í samræmi við málsmeðferðina hans hingað til. Hann hefur verið hérna í tvö ár en hefur ekki fengið nema eitt viðtal þar sem honum var tjáð að hann myndi ekki fá hæli hér á Íslandi vegna þess að Svíþjóð var búið að hafna honum og þess vegna þyrfti Ísland ekki að hlusta á söguna.“ Efnt var til samstöðufundar fyrir framan innanríkisráðuneytið í morgun vegna málsins.Þetta mál, er það lýsandi að þínu mati fyrir stöðu hælisleitenda hér á landi? „Þetta er mjög lýsandi. Eini munurinn er að hann hefur farið í hungur- og þorstaverkfall. Margir aðrir hælisleitendur hafa tekið til örþrifaráða. Þó nokkrir hafa framið sjálfsmorð á Íslandi. “vísir/stefánvísir/stefán Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
Um þrjú hundruð manns hafa skrifað undir áskorun þessa efnis að hælisumsókn Ghasem Mohammadi fái efnislega meðferð hér á landi. Ghasem hefur nú verið í hungurverkfalli í rúma viku en efnt var til samstöðufundar fyrir framan Innanríkisráðuneytið í morgun. Ghasem, sem er fæddur í Afganistan, var fluttur á sjúkrahús í gærmorgun en hann var þá orðinn mjög máttvana eftir hungurverkfallið sem staðið hefur yfir í átta daga. Hann sótti um pólitískt hæli hér á landi árið 2012 en umsókninni var hafnað á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Ghasem áfrýjaði málinu til Innanríkisráðuneytisins og bíður enn eftir úrskurði.vísir/stefánBenjamín Júlían er talsmaður undirskriftarlistans en hann segir að málefni hælisleitenda hér á landi séu í miklum ólestri. „Núna í viku hefur Ghasem verið í hungur- og þorstaverkfalli og hann lifir enn vegna þess að honum hefur tvisvar sinnum verið skutlað á sjúkrahús þar sem hann hefur fengið blóðvökva í æð. Hans mál eins og margra hælisleitenda á Íslandi er í miklum ólestri. Hann þarf að fá efnislega málsmeðferð á Íslandi til að hælisumsóknin hans njóti sanngjarnar áheyrnar,“ segir Benjamín.Hvað finnst ykkur um viðbrögð hins opinbera í þessu máli? „Þau hafa ekki verið nein og er þess vegna ekki hægt að tala um mikil viðbrögð en það er svosem alveg í samræmi við málsmeðferðina hans hingað til. Hann hefur verið hérna í tvö ár en hefur ekki fengið nema eitt viðtal þar sem honum var tjáð að hann myndi ekki fá hæli hér á Íslandi vegna þess að Svíþjóð var búið að hafna honum og þess vegna þyrfti Ísland ekki að hlusta á söguna.“ Efnt var til samstöðufundar fyrir framan innanríkisráðuneytið í morgun vegna málsins.Þetta mál, er það lýsandi að þínu mati fyrir stöðu hælisleitenda hér á landi? „Þetta er mjög lýsandi. Eini munurinn er að hann hefur farið í hungur- og þorstaverkfall. Margir aðrir hælisleitendur hafa tekið til örþrifaráða. Þó nokkrir hafa framið sjálfsmorð á Íslandi. “vísir/stefánvísir/stefán
Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira