Segir mál Ghasems lýsandi fyrir stöðu hælisleitenda 28. apríl 2014 13:20 vísir/stefán Um þrjú hundruð manns hafa skrifað undir áskorun þessa efnis að hælisumsókn Ghasem Mohammadi fái efnislega meðferð hér á landi. Ghasem hefur nú verið í hungurverkfalli í rúma viku en efnt var til samstöðufundar fyrir framan Innanríkisráðuneytið í morgun. Ghasem, sem er fæddur í Afganistan, var fluttur á sjúkrahús í gærmorgun en hann var þá orðinn mjög máttvana eftir hungurverkfallið sem staðið hefur yfir í átta daga. Hann sótti um pólitískt hæli hér á landi árið 2012 en umsókninni var hafnað á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Ghasem áfrýjaði málinu til Innanríkisráðuneytisins og bíður enn eftir úrskurði.vísir/stefánBenjamín Júlían er talsmaður undirskriftarlistans en hann segir að málefni hælisleitenda hér á landi séu í miklum ólestri. „Núna í viku hefur Ghasem verið í hungur- og þorstaverkfalli og hann lifir enn vegna þess að honum hefur tvisvar sinnum verið skutlað á sjúkrahús þar sem hann hefur fengið blóðvökva í æð. Hans mál eins og margra hælisleitenda á Íslandi er í miklum ólestri. Hann þarf að fá efnislega málsmeðferð á Íslandi til að hælisumsóknin hans njóti sanngjarnar áheyrnar,“ segir Benjamín.Hvað finnst ykkur um viðbrögð hins opinbera í þessu máli? „Þau hafa ekki verið nein og er þess vegna ekki hægt að tala um mikil viðbrögð en það er svosem alveg í samræmi við málsmeðferðina hans hingað til. Hann hefur verið hérna í tvö ár en hefur ekki fengið nema eitt viðtal þar sem honum var tjáð að hann myndi ekki fá hæli hér á Íslandi vegna þess að Svíþjóð var búið að hafna honum og þess vegna þyrfti Ísland ekki að hlusta á söguna.“ Efnt var til samstöðufundar fyrir framan innanríkisráðuneytið í morgun vegna málsins.Þetta mál, er það lýsandi að þínu mati fyrir stöðu hælisleitenda hér á landi? „Þetta er mjög lýsandi. Eini munurinn er að hann hefur farið í hungur- og þorstaverkfall. Margir aðrir hælisleitendur hafa tekið til örþrifaráða. Þó nokkrir hafa framið sjálfsmorð á Íslandi. “vísir/stefánvísir/stefán Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Sjá meira
Um þrjú hundruð manns hafa skrifað undir áskorun þessa efnis að hælisumsókn Ghasem Mohammadi fái efnislega meðferð hér á landi. Ghasem hefur nú verið í hungurverkfalli í rúma viku en efnt var til samstöðufundar fyrir framan Innanríkisráðuneytið í morgun. Ghasem, sem er fæddur í Afganistan, var fluttur á sjúkrahús í gærmorgun en hann var þá orðinn mjög máttvana eftir hungurverkfallið sem staðið hefur yfir í átta daga. Hann sótti um pólitískt hæli hér á landi árið 2012 en umsókninni var hafnað á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Ghasem áfrýjaði málinu til Innanríkisráðuneytisins og bíður enn eftir úrskurði.vísir/stefánBenjamín Júlían er talsmaður undirskriftarlistans en hann segir að málefni hælisleitenda hér á landi séu í miklum ólestri. „Núna í viku hefur Ghasem verið í hungur- og þorstaverkfalli og hann lifir enn vegna þess að honum hefur tvisvar sinnum verið skutlað á sjúkrahús þar sem hann hefur fengið blóðvökva í æð. Hans mál eins og margra hælisleitenda á Íslandi er í miklum ólestri. Hann þarf að fá efnislega málsmeðferð á Íslandi til að hælisumsóknin hans njóti sanngjarnar áheyrnar,“ segir Benjamín.Hvað finnst ykkur um viðbrögð hins opinbera í þessu máli? „Þau hafa ekki verið nein og er þess vegna ekki hægt að tala um mikil viðbrögð en það er svosem alveg í samræmi við málsmeðferðina hans hingað til. Hann hefur verið hérna í tvö ár en hefur ekki fengið nema eitt viðtal þar sem honum var tjáð að hann myndi ekki fá hæli hér á Íslandi vegna þess að Svíþjóð var búið að hafna honum og þess vegna þyrfti Ísland ekki að hlusta á söguna.“ Efnt var til samstöðufundar fyrir framan innanríkisráðuneytið í morgun vegna málsins.Þetta mál, er það lýsandi að þínu mati fyrir stöðu hælisleitenda hér á landi? „Þetta er mjög lýsandi. Eini munurinn er að hann hefur farið í hungur- og þorstaverkfall. Margir aðrir hælisleitendur hafa tekið til örþrifaráða. Þó nokkrir hafa framið sjálfsmorð á Íslandi. “vísir/stefánvísir/stefán
Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Sjá meira