Segir fulla einingu hafa verið á milli kjördæmissambands og Guðna Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2014 14:34 Vísir/Valgarður „Full eining var milli stjórnar kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík og Guðna Ágústssonar um framboð hans og sátt um skipan í önnur sæti listans,“ segir Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmissambandsins í tilkynningu. Tilefni tilkynningarinnar segir hann vera rangar fullyrðingar í fréttum á forsíðu Morgunblaðsins og í fréttaskýringu. „Stjórnin og Guðni unnu sameiginlega að því verkefni fram að því að Guðna snerist hugur á miðvikudagsmorgun, enda hafði stjórn KFR þá þegar samþykkt og handsalað við Guðna að hann tæki oddvitasæti listans.“ Hann segist hafa kvatt Guðna á þriðjudagskvöldinu í sameiginlegum skilningu um að vinnunni yrði haldið áfram sameiginlega að morgni miðvikudags. „Ákvörðun Guðna um að draga framboð sitt til baka af persónulegum ástæðum degi síðar kom því mjög á óvart í ljósi þessa góða samstarfs. Á fundi upp úr hádegi á miðvikudag með formanni, varaformanni og ritara flokksins ásamt formanni og varaformanni kjördæmissambandsins, greindi Guðni viðstöddum frá því að hann hefði tekið ákvörðun sína af persónulegum ástæðum í samráði við fjölskyldu sína,“ segir Þórir. Hann segir að vel hafi verið tekið í hugmyndir Guðna um að flugvallasinnar og aðrir aðilar skipuðu sæti á listanum ásamt flokksbundnu framsóknarfólki. „Allar fullyrðingar í fjölmiðlum um að stjórn KFR hafi á einhvern hátt staðið skipulega í vegi fyrir hugmyndum Guðna Ágústssonar um skipan listans eru því einfaldlega rangar.“ Þá segir hann blaðamann Morgunblaðsins ekki hafa sett sig í samband við formann né varaformann KFR við vinnslu fréttarinnar sem snúi beint að stjórn kjördæmissambandsins. „Það er verulega ámælisvert að fjölmiðlar skuli birta rangar fullyrðingar á þennan hátt án þess að ræða við þá sem hlut eiga að máli,“ segir Þórir. Alla tilkynninguna má lesa hér að neðan:Vegna rangra fullyrðinga í fréttum á forsíðu Morgunblaðsins og í fréttaskýringu skal það áréttað að full eining var milli stjórnar kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík og Guðna Ágústssonar um framboð hans og sátt um skipan í önnur sæti listans. Stjórnin og Guðni unnu sameiginlega að því verkefni fram að því að Guðna snerist hugur á miðvikudagsmorgunn, enda hafði stjórn KFR þá þegar samþykkt og handsalað við Guðna að hann tæki oddvitasæti listans. Vinnan gekk vel og að kvöldi þriðjudags kvaddi undirritaður Guðna í sameiginlegum skilningi um að vinnunni yrði haldi áfram sameiginlega að morgni miðvikudags. Ákvörðun Guðna um að draga framboð sitt til baka af persónulegum ástæðum degi síðar kom því mjög á óvart í ljósi þessa góða samstarfs. Á fundi upp úr hádegi á miðvikudag með formanni, varaformanni og ritara flokksins ásamt formanni og varaformanni kjördæmissambandsins, greindi Guðni viðstöddum frá því að hann hefði tekið ákvörðun sína af persónulegum ástæðum í samráði við fjölskyldu sína og reifaði meðal annars hugmyndir um að flugvallarsinnar og aðrir aðilar skipuðu sæti á listanum ásamt flokksbundnu framsóknarfólki. Vel var tekið í þær hugmyndir og því var fullljóst á miðvikudag að hugmyndum Guðna Ágústssonar um fólk til að skipa listann var í engu mótmælt. Þvert á móti var hann hvattur til að vinna áfram að skipan listans á þeim forsendum með stjórn kjördæmissambandsins. Allar fullyrðingar í fjölmiðlum um að stjórn KFR hafi á einhvern hátt staðið skipulega í vegi fyrir hugmyndum Guðna Ágústssonar um skipan listans eru því einfaldlega rangar.Vinnubrögð Agnesar Bragadóttur blaðamanns Morgunblaðsins við vinnslu fréttarinnar eru ófagleg og til skammar fyrir miðil sem leggur upp úr því að mark sé á honum tekið. Blaðamaðurinn hafði ekki samband við formann eða varaformann KFR þó að fréttin snúi beint að stjórn kjördæmissambandsins og beri fram ásakanir á hendur þeim eftir ónafngreindum heimildum. Það er verulega ámælisvert að fjölmiðlar skuli birta rangar fullyrðingar á þennan hátt án þess að ræða við þá sem hlut eiga að máli. Að birta slíka frétt byggða á orðrómi ókönnuðum hjá þeim sem í hlut eiga, og það á forsíðu, getur í besta falli talist vítavert dómgreindarleysi af hálfu blaðamannsins og Morgunblaðsins.Þórir Ingþórsson, formaður KFR. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
„Full eining var milli stjórnar kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík og Guðna Ágústssonar um framboð hans og sátt um skipan í önnur sæti listans,“ segir Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmissambandsins í tilkynningu. Tilefni tilkynningarinnar segir hann vera rangar fullyrðingar í fréttum á forsíðu Morgunblaðsins og í fréttaskýringu. „Stjórnin og Guðni unnu sameiginlega að því verkefni fram að því að Guðna snerist hugur á miðvikudagsmorgun, enda hafði stjórn KFR þá þegar samþykkt og handsalað við Guðna að hann tæki oddvitasæti listans.“ Hann segist hafa kvatt Guðna á þriðjudagskvöldinu í sameiginlegum skilningu um að vinnunni yrði haldið áfram sameiginlega að morgni miðvikudags. „Ákvörðun Guðna um að draga framboð sitt til baka af persónulegum ástæðum degi síðar kom því mjög á óvart í ljósi þessa góða samstarfs. Á fundi upp úr hádegi á miðvikudag með formanni, varaformanni og ritara flokksins ásamt formanni og varaformanni kjördæmissambandsins, greindi Guðni viðstöddum frá því að hann hefði tekið ákvörðun sína af persónulegum ástæðum í samráði við fjölskyldu sína,“ segir Þórir. Hann segir að vel hafi verið tekið í hugmyndir Guðna um að flugvallasinnar og aðrir aðilar skipuðu sæti á listanum ásamt flokksbundnu framsóknarfólki. „Allar fullyrðingar í fjölmiðlum um að stjórn KFR hafi á einhvern hátt staðið skipulega í vegi fyrir hugmyndum Guðna Ágústssonar um skipan listans eru því einfaldlega rangar.“ Þá segir hann blaðamann Morgunblaðsins ekki hafa sett sig í samband við formann né varaformann KFR við vinnslu fréttarinnar sem snúi beint að stjórn kjördæmissambandsins. „Það er verulega ámælisvert að fjölmiðlar skuli birta rangar fullyrðingar á þennan hátt án þess að ræða við þá sem hlut eiga að máli,“ segir Þórir. Alla tilkynninguna má lesa hér að neðan:Vegna rangra fullyrðinga í fréttum á forsíðu Morgunblaðsins og í fréttaskýringu skal það áréttað að full eining var milli stjórnar kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík og Guðna Ágústssonar um framboð hans og sátt um skipan í önnur sæti listans. Stjórnin og Guðni unnu sameiginlega að því verkefni fram að því að Guðna snerist hugur á miðvikudagsmorgunn, enda hafði stjórn KFR þá þegar samþykkt og handsalað við Guðna að hann tæki oddvitasæti listans. Vinnan gekk vel og að kvöldi þriðjudags kvaddi undirritaður Guðna í sameiginlegum skilningi um að vinnunni yrði haldi áfram sameiginlega að morgni miðvikudags. Ákvörðun Guðna um að draga framboð sitt til baka af persónulegum ástæðum degi síðar kom því mjög á óvart í ljósi þessa góða samstarfs. Á fundi upp úr hádegi á miðvikudag með formanni, varaformanni og ritara flokksins ásamt formanni og varaformanni kjördæmissambandsins, greindi Guðni viðstöddum frá því að hann hefði tekið ákvörðun sína af persónulegum ástæðum í samráði við fjölskyldu sína og reifaði meðal annars hugmyndir um að flugvallarsinnar og aðrir aðilar skipuðu sæti á listanum ásamt flokksbundnu framsóknarfólki. Vel var tekið í þær hugmyndir og því var fullljóst á miðvikudag að hugmyndum Guðna Ágústssonar um fólk til að skipa listann var í engu mótmælt. Þvert á móti var hann hvattur til að vinna áfram að skipan listans á þeim forsendum með stjórn kjördæmissambandsins. Allar fullyrðingar í fjölmiðlum um að stjórn KFR hafi á einhvern hátt staðið skipulega í vegi fyrir hugmyndum Guðna Ágústssonar um skipan listans eru því einfaldlega rangar.Vinnubrögð Agnesar Bragadóttur blaðamanns Morgunblaðsins við vinnslu fréttarinnar eru ófagleg og til skammar fyrir miðil sem leggur upp úr því að mark sé á honum tekið. Blaðamaðurinn hafði ekki samband við formann eða varaformann KFR þó að fréttin snúi beint að stjórn kjördæmissambandsins og beri fram ásakanir á hendur þeim eftir ónafngreindum heimildum. Það er verulega ámælisvert að fjölmiðlar skuli birta rangar fullyrðingar á þennan hátt án þess að ræða við þá sem hlut eiga að máli. Að birta slíka frétt byggða á orðrómi ókönnuðum hjá þeim sem í hlut eiga, og það á forsíðu, getur í besta falli talist vítavert dómgreindarleysi af hálfu blaðamannsins og Morgunblaðsins.Þórir Ingþórsson, formaður KFR.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira