Tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik og líkamsárásir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. apríl 2014 17:17 Gísli Þór Gunnarsson þegar Stokkseyrarmálið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Gísla Þór Gunnarsson í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik, tilraun til ráns og tvær árásir með hníf. Í fyrri árásinni skar Gísli meintan vændiskaupanda á háls sem hann hugðist ræna og í þeirri seinni skar hann mann á framhandlegg. Honum er gert að greiða fórnarlömbum sínum samtals 2,5 milljónir króna í miskabætur. Gísli Þór afplánar nú tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Stokkseyrarmálinu.Þrennt var ákært í máli er varðar fjársvik. Þremenningarnir settu auglýsingu um vændi í dagblað á síðasta ári og höfðu þau fjörutíu þúsund krónur af karlmanni á fertugsaldri sem svaraði auglýsingunni. Þegar maðurinn hugðist nýta sér þjónustuna ruddust þeir Gísli Þór og einn ákærðu, Jón Einar, inn í bíl hans og gerðu tilraun til þess að ræna hann. Ránstilraunin fór hinsvegar út um þúfur þegar Gísli Þór skar manninn á háls. Maðurinn hlaut tvo skurði, annar náði frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum en hinn var þvert á hálsinn í átt að barkanum. Jón Einar Randversson, 32 ára síbrotamaður og tvítug stúlka, samverkamenn Gísla, voru einnig ákærð fyrir tilraun til ráns. Þau neituðu bæði sök í málinu. Stúlkan sagði fyrir dómi að tilviljun hafi ráðið því að hún hafi hitt ákærðu þennan dag og hafi hún ekki þorað öðru en að taka þátt í fjársvikabroti þeirra. Í dómi héraðsdóms kemur fram að framburði hennar hafi ekki verið hnekkt. Hún var dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Jón Einar sagði fyrir dómi að hann hefði ekki haft í hyggju að ræna vændiskaupandann og var hann sýknaður af kröfum ákæruvalds að því leyti. Gísla Þór er gert að greiða manninum 1,5 milljón í miskabætur. Gísli Þór var einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á mann í Breiðholti með hníf og veitt honum tíu sentímetra langt skurðsár á hægri framhandlegg fyrir ofan úlnlið. Gísli var dæmdur til að greiða honum eina milljón í miskabætur. Þá var þeim öllum gert að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna. Jóni Einari og stúlkunni er gert að greiða verjendum sínum 690.250 krónur og er Gísla Þór gert að greiða 636.913 krónur til réttargæslumanna fórnarlambanna í málinu og 115.678 krónur í annan sakakostnað. Gísla Þór er því gert að gera 3.942.841 krónu í heild. Stokkseyrarmálið Tengdar fréttir Skýrslur teknar af tveimur ákærðu en málinu frestað Aðilarnir þrír, tveir karlmenn og ein kona, eru ákærð fyrir að auglýsa vændi og ráðast á kaupanda. 2. apríl 2014 10:47 „Ég þorði ekki öðru en að segja já“ „Ég man rosa lítið. Ég var út úr vímuð,“ segir konan sem ákærð er fyrir fjársvik og var notuð sem tálbeita í vændisauglýsingu í vitnaleiðslum í dag. 9. apríl 2014 15:59 Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Vændiskaupandinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. 12. mars 2014 13:27 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Gísla Þór Gunnarsson í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik, tilraun til ráns og tvær árásir með hníf. Í fyrri árásinni skar Gísli meintan vændiskaupanda á háls sem hann hugðist ræna og í þeirri seinni skar hann mann á framhandlegg. Honum er gert að greiða fórnarlömbum sínum samtals 2,5 milljónir króna í miskabætur. Gísli Þór afplánar nú tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Stokkseyrarmálinu.Þrennt var ákært í máli er varðar fjársvik. Þremenningarnir settu auglýsingu um vændi í dagblað á síðasta ári og höfðu þau fjörutíu þúsund krónur af karlmanni á fertugsaldri sem svaraði auglýsingunni. Þegar maðurinn hugðist nýta sér þjónustuna ruddust þeir Gísli Þór og einn ákærðu, Jón Einar, inn í bíl hans og gerðu tilraun til þess að ræna hann. Ránstilraunin fór hinsvegar út um þúfur þegar Gísli Þór skar manninn á háls. Maðurinn hlaut tvo skurði, annar náði frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum en hinn var þvert á hálsinn í átt að barkanum. Jón Einar Randversson, 32 ára síbrotamaður og tvítug stúlka, samverkamenn Gísla, voru einnig ákærð fyrir tilraun til ráns. Þau neituðu bæði sök í málinu. Stúlkan sagði fyrir dómi að tilviljun hafi ráðið því að hún hafi hitt ákærðu þennan dag og hafi hún ekki þorað öðru en að taka þátt í fjársvikabroti þeirra. Í dómi héraðsdóms kemur fram að framburði hennar hafi ekki verið hnekkt. Hún var dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Jón Einar sagði fyrir dómi að hann hefði ekki haft í hyggju að ræna vændiskaupandann og var hann sýknaður af kröfum ákæruvalds að því leyti. Gísla Þór er gert að greiða manninum 1,5 milljón í miskabætur. Gísli Þór var einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á mann í Breiðholti með hníf og veitt honum tíu sentímetra langt skurðsár á hægri framhandlegg fyrir ofan úlnlið. Gísli var dæmdur til að greiða honum eina milljón í miskabætur. Þá var þeim öllum gert að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna. Jóni Einari og stúlkunni er gert að greiða verjendum sínum 690.250 krónur og er Gísla Þór gert að greiða 636.913 krónur til réttargæslumanna fórnarlambanna í málinu og 115.678 krónur í annan sakakostnað. Gísla Þór er því gert að gera 3.942.841 krónu í heild.
Stokkseyrarmálið Tengdar fréttir Skýrslur teknar af tveimur ákærðu en málinu frestað Aðilarnir þrír, tveir karlmenn og ein kona, eru ákærð fyrir að auglýsa vændi og ráðast á kaupanda. 2. apríl 2014 10:47 „Ég þorði ekki öðru en að segja já“ „Ég man rosa lítið. Ég var út úr vímuð,“ segir konan sem ákærð er fyrir fjársvik og var notuð sem tálbeita í vændisauglýsingu í vitnaleiðslum í dag. 9. apríl 2014 15:59 Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Vændiskaupandinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. 12. mars 2014 13:27 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Skýrslur teknar af tveimur ákærðu en málinu frestað Aðilarnir þrír, tveir karlmenn og ein kona, eru ákærð fyrir að auglýsa vændi og ráðast á kaupanda. 2. apríl 2014 10:47
„Ég þorði ekki öðru en að segja já“ „Ég man rosa lítið. Ég var út úr vímuð,“ segir konan sem ákærð er fyrir fjársvik og var notuð sem tálbeita í vændisauglýsingu í vitnaleiðslum í dag. 9. apríl 2014 15:59
Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Vændiskaupandinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. 12. mars 2014 13:27