Eggjum kastað í hús eineltisfórnarlambs í Grindavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. apríl 2014 09:29 Eggjum var kastað í hús fjölskyldu barns í nótt sem orðið hefur fyrir einelti af hendi grunnskólakennara í Grindavík. Frá þessu greindi Stefán Karl Stefánsson, fyrrverandi formaður Regnbogabarna, í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Foreldrar tveggja barna í bænum sendu frá sér yfirlýsingu fyrir helgi í kjölfar fjölmiðlaumræðu og það sem þau telja bág viðbrögð bæjar- og skólayfirvalda í bænum. Kennarinn, sem staðfest er af hendi sálfræðings að lagði a.m.k. eitt barn í einelti, starfar enn við skólann. Í hinu tilfellinu komst sálfræðingurinn að þeirri niðurstöðu að um ámælisverða hegðun væri að ræða af hendi kennarans. Nemandinn sem varð fyrir staðfestu einelti er kominn í annan skóla. Hinn nemandinn, sem varð fyrir ámælisverðri hegðun af hendi kennarans, er kominn í einkakennslu ásamt öðrum nemanda sem treystir sér ekki að sækja kennslustundir viðkomandi kennara. Einkakennslan er í formi sjúkrakennslu á skólaskrifstofu, tíu kennslustundir í viku. Stefán Karl sagði samfélagið í Grindavík skiptast í tvær fylkingar hvað þetta mál snerti. Annars vegar fylkingu þeirra efnameiri og hins vegar hinna fátækari sem mættu sín lítils. Undirskriftasöfnun er í gangi á netinu kennaranum til stuðnings en þar hafa 26 skrifað undir. Þá hefur verið stofnun Fésbókarsíða undir yfirskriftinni „Við viljum einelti úr Grunnskóla Grindavíkur“. 196 hafa líkað við síðuna þegar þetta er skrifað en skilaboðin á síðunni eru þessi: „Einelti er ofbeldi í sinni verstu mynd og viljum við stoppa það með því að safna sem flestum á þessa síðu til að hlustað verði á þolendur eineltis.“ Þá hafa 38 skrifað undir lista þar sem viðkomandi kennari er nafngreindur og markmiðið sagt vera að berjast gegn einelti hans gegn nemendum eins og sést hér að neðan.38 hafa skrifað undir þegar þetta er skrifað. Tengdar fréttir Einelti kennara í Grindavík: Nemendur hættir að mæta í skólann Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa þær verið til rannsóknar hjá sálfræðingum. Fimmtán nemendur hafa skrifað undir harðorða yfirlýsingu til bæjaryfirvalda þar sem minnst sé á einelti, ofbeldi og þöggun frá fyrri tíð. 4. apríl 2014 19:03 „Þeir settu mig í ruslatunnu sem var við leikskólann í Grindavík og pissuðu yfir mig“ Brynhildur Ólafsdóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir skólagöngu sína í Grunnaskóla Grindavíkur en hún segir sögu sína um einelti sem hún varð fyrir í bæjarfélaginu í pistli sínum. 21. apríl 2014 10:04 „Áhrif eineltisins á andlega heilsu barna okkar eru gríðarleg“ Foreldrar barna sem hafa sætt einelti og annarri ámælisverðri hegðun af hálfu kennara sem starfar í Grunnskóla Grindavíkur hafa sent frá sér nokkrar athugasemdir vegna þeirrar meðferðar sem málið hefur hlotið. 21. apríl 2014 14:51 Einelti í Grindavík: Skólastjórinn leitar sátta „Ég held stundum að skólastjórinn sé að reyna að snúa dæminu við, eins og ég og barnið mitt höfum gert eitthvað af okkur en ekki kennarinn.“ 11. apríl 2014 14:23 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Sjá meira
Eggjum var kastað í hús fjölskyldu barns í nótt sem orðið hefur fyrir einelti af hendi grunnskólakennara í Grindavík. Frá þessu greindi Stefán Karl Stefánsson, fyrrverandi formaður Regnbogabarna, í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Foreldrar tveggja barna í bænum sendu frá sér yfirlýsingu fyrir helgi í kjölfar fjölmiðlaumræðu og það sem þau telja bág viðbrögð bæjar- og skólayfirvalda í bænum. Kennarinn, sem staðfest er af hendi sálfræðings að lagði a.m.k. eitt barn í einelti, starfar enn við skólann. Í hinu tilfellinu komst sálfræðingurinn að þeirri niðurstöðu að um ámælisverða hegðun væri að ræða af hendi kennarans. Nemandinn sem varð fyrir staðfestu einelti er kominn í annan skóla. Hinn nemandinn, sem varð fyrir ámælisverðri hegðun af hendi kennarans, er kominn í einkakennslu ásamt öðrum nemanda sem treystir sér ekki að sækja kennslustundir viðkomandi kennara. Einkakennslan er í formi sjúkrakennslu á skólaskrifstofu, tíu kennslustundir í viku. Stefán Karl sagði samfélagið í Grindavík skiptast í tvær fylkingar hvað þetta mál snerti. Annars vegar fylkingu þeirra efnameiri og hins vegar hinna fátækari sem mættu sín lítils. Undirskriftasöfnun er í gangi á netinu kennaranum til stuðnings en þar hafa 26 skrifað undir. Þá hefur verið stofnun Fésbókarsíða undir yfirskriftinni „Við viljum einelti úr Grunnskóla Grindavíkur“. 196 hafa líkað við síðuna þegar þetta er skrifað en skilaboðin á síðunni eru þessi: „Einelti er ofbeldi í sinni verstu mynd og viljum við stoppa það með því að safna sem flestum á þessa síðu til að hlustað verði á þolendur eineltis.“ Þá hafa 38 skrifað undir lista þar sem viðkomandi kennari er nafngreindur og markmiðið sagt vera að berjast gegn einelti hans gegn nemendum eins og sést hér að neðan.38 hafa skrifað undir þegar þetta er skrifað.
Tengdar fréttir Einelti kennara í Grindavík: Nemendur hættir að mæta í skólann Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa þær verið til rannsóknar hjá sálfræðingum. Fimmtán nemendur hafa skrifað undir harðorða yfirlýsingu til bæjaryfirvalda þar sem minnst sé á einelti, ofbeldi og þöggun frá fyrri tíð. 4. apríl 2014 19:03 „Þeir settu mig í ruslatunnu sem var við leikskólann í Grindavík og pissuðu yfir mig“ Brynhildur Ólafsdóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir skólagöngu sína í Grunnaskóla Grindavíkur en hún segir sögu sína um einelti sem hún varð fyrir í bæjarfélaginu í pistli sínum. 21. apríl 2014 10:04 „Áhrif eineltisins á andlega heilsu barna okkar eru gríðarleg“ Foreldrar barna sem hafa sætt einelti og annarri ámælisverðri hegðun af hálfu kennara sem starfar í Grunnskóla Grindavíkur hafa sent frá sér nokkrar athugasemdir vegna þeirrar meðferðar sem málið hefur hlotið. 21. apríl 2014 14:51 Einelti í Grindavík: Skólastjórinn leitar sátta „Ég held stundum að skólastjórinn sé að reyna að snúa dæminu við, eins og ég og barnið mitt höfum gert eitthvað af okkur en ekki kennarinn.“ 11. apríl 2014 14:23 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Sjá meira
Einelti kennara í Grindavík: Nemendur hættir að mæta í skólann Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa þær verið til rannsóknar hjá sálfræðingum. Fimmtán nemendur hafa skrifað undir harðorða yfirlýsingu til bæjaryfirvalda þar sem minnst sé á einelti, ofbeldi og þöggun frá fyrri tíð. 4. apríl 2014 19:03
„Þeir settu mig í ruslatunnu sem var við leikskólann í Grindavík og pissuðu yfir mig“ Brynhildur Ólafsdóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir skólagöngu sína í Grunnaskóla Grindavíkur en hún segir sögu sína um einelti sem hún varð fyrir í bæjarfélaginu í pistli sínum. 21. apríl 2014 10:04
„Áhrif eineltisins á andlega heilsu barna okkar eru gríðarleg“ Foreldrar barna sem hafa sætt einelti og annarri ámælisverðri hegðun af hálfu kennara sem starfar í Grunnskóla Grindavíkur hafa sent frá sér nokkrar athugasemdir vegna þeirrar meðferðar sem málið hefur hlotið. 21. apríl 2014 14:51
Einelti í Grindavík: Skólastjórinn leitar sátta „Ég held stundum að skólastjórinn sé að reyna að snúa dæminu við, eins og ég og barnið mitt höfum gert eitthvað af okkur en ekki kennarinn.“ 11. apríl 2014 14:23