Segir gíslatöku eftirlitsmanna á vegum ÖSE óásættanlegt framferði Stefán Árni Pálsson skrifar 30. apríl 2014 14:20 Carl Bildt, Gunnar Bragi Sveinsson og Erkki Tuomioja. mynd/aðsend Staða mála í Úkraínu og samskiptin við Rússland voru meðal umræðuefna á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem lauk í Reykholti í dag. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir áframhaldandi spennu í Úkraínu og átök í austurhluta landsins vera alvarlegt áhyggjuefni fyrir íbúa landsins og áleitnar spurningar vakni um öryggishorfur í Evrópu. Gunnar Bragi segir þungt hljóð í ráðherrum Norðurlandanna vegna stöðu mála. Rússnesk stjórnvöld hafi ekki beitt sér fyrir því að Genfarsamkomulagið frá 17. apríl síðastliðnum sem draga átti úr spennu, nái fram að ganga. Svo langt sé nú gengið að eftirlitsmenn aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sitji sem gíslar aðskilnaðarsinna sem treysti á stuðning Rússlands. „Gíslataka eftirlitsmanna á vegum ÖSE er óásættanlegt framferði og það er skýlaus krafa að þeir verði leystir úr haldi þegar í stað. Rússneskum stjórnvöldum ber að beita áhrifum sínum til að lægja öldurnar í landinu í samræmi við Genfarsamkomulagið og að tryggja að ÖSE geti starfað með eðlilegum hætti í landinu en það hefur enn ekki gengið eftir," segir Gunnar Bragi. Á fundinum undirstrikaði Gunnar Bragi stuðning Íslands við eftirlitsverkefni ÖSE en Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra fer fyrir einni af tíu eftirlitssveitum stofnunarinnar í landinu. Þá segir Gunnar Bragi að aðgerðir Atlantshafsbandalagsins til að styrkja varnir þess í Eystrasaltsríkjunum og í austurhluta Evrópu séu nauðsynlegar við núverandi aðstæður. Þá ítrekar hann fordæmingu íslenskra stjórnvalda á innlimun Rússlands á Krímskaga sem brjóti í bága við alþjóðalög og alþjóðaskuldbindingar Rússlands. Á fundinum var rætt um málefni Mið-Austurlanda, þ. á m. borgarastríðið í Sýrlandi, erfiða stöðu friðarumleitana milli Palestínu og Ísraels og alvarlega þróun mála í Egyptalandi. Ráðherrarnir fjölluðu um samstarf landanna á sviði öryggis- og varnarmála. Mikil ánægja er með norrænu varnaræfinguna Iceland Air Meet sem haldin var hér á landi í febrúar síðastliðnum og ríkur vilji að byggja á þeirri reynslu með fleiri æfingum af sama toga í framtíðinni. Þá ræddu ráðherrarnir málefni norðurslóða og samstarf utanríkisþjónusta landanna í húsnæðis- og rekstrarmálum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Staða mála í Úkraínu og samskiptin við Rússland voru meðal umræðuefna á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem lauk í Reykholti í dag. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir áframhaldandi spennu í Úkraínu og átök í austurhluta landsins vera alvarlegt áhyggjuefni fyrir íbúa landsins og áleitnar spurningar vakni um öryggishorfur í Evrópu. Gunnar Bragi segir þungt hljóð í ráðherrum Norðurlandanna vegna stöðu mála. Rússnesk stjórnvöld hafi ekki beitt sér fyrir því að Genfarsamkomulagið frá 17. apríl síðastliðnum sem draga átti úr spennu, nái fram að ganga. Svo langt sé nú gengið að eftirlitsmenn aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sitji sem gíslar aðskilnaðarsinna sem treysti á stuðning Rússlands. „Gíslataka eftirlitsmanna á vegum ÖSE er óásættanlegt framferði og það er skýlaus krafa að þeir verði leystir úr haldi þegar í stað. Rússneskum stjórnvöldum ber að beita áhrifum sínum til að lægja öldurnar í landinu í samræmi við Genfarsamkomulagið og að tryggja að ÖSE geti starfað með eðlilegum hætti í landinu en það hefur enn ekki gengið eftir," segir Gunnar Bragi. Á fundinum undirstrikaði Gunnar Bragi stuðning Íslands við eftirlitsverkefni ÖSE en Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra fer fyrir einni af tíu eftirlitssveitum stofnunarinnar í landinu. Þá segir Gunnar Bragi að aðgerðir Atlantshafsbandalagsins til að styrkja varnir þess í Eystrasaltsríkjunum og í austurhluta Evrópu séu nauðsynlegar við núverandi aðstæður. Þá ítrekar hann fordæmingu íslenskra stjórnvalda á innlimun Rússlands á Krímskaga sem brjóti í bága við alþjóðalög og alþjóðaskuldbindingar Rússlands. Á fundinum var rætt um málefni Mið-Austurlanda, þ. á m. borgarastríðið í Sýrlandi, erfiða stöðu friðarumleitana milli Palestínu og Ísraels og alvarlega þróun mála í Egyptalandi. Ráðherrarnir fjölluðu um samstarf landanna á sviði öryggis- og varnarmála. Mikil ánægja er með norrænu varnaræfinguna Iceland Air Meet sem haldin var hér á landi í febrúar síðastliðnum og ríkur vilji að byggja á þeirri reynslu með fleiri æfingum af sama toga í framtíðinni. Þá ræddu ráðherrarnir málefni norðurslóða og samstarf utanríkisþjónusta landanna í húsnæðis- og rekstrarmálum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira