Segir gíslatöku eftirlitsmanna á vegum ÖSE óásættanlegt framferði Stefán Árni Pálsson skrifar 30. apríl 2014 14:20 Carl Bildt, Gunnar Bragi Sveinsson og Erkki Tuomioja. mynd/aðsend Staða mála í Úkraínu og samskiptin við Rússland voru meðal umræðuefna á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem lauk í Reykholti í dag. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir áframhaldandi spennu í Úkraínu og átök í austurhluta landsins vera alvarlegt áhyggjuefni fyrir íbúa landsins og áleitnar spurningar vakni um öryggishorfur í Evrópu. Gunnar Bragi segir þungt hljóð í ráðherrum Norðurlandanna vegna stöðu mála. Rússnesk stjórnvöld hafi ekki beitt sér fyrir því að Genfarsamkomulagið frá 17. apríl síðastliðnum sem draga átti úr spennu, nái fram að ganga. Svo langt sé nú gengið að eftirlitsmenn aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sitji sem gíslar aðskilnaðarsinna sem treysti á stuðning Rússlands. „Gíslataka eftirlitsmanna á vegum ÖSE er óásættanlegt framferði og það er skýlaus krafa að þeir verði leystir úr haldi þegar í stað. Rússneskum stjórnvöldum ber að beita áhrifum sínum til að lægja öldurnar í landinu í samræmi við Genfarsamkomulagið og að tryggja að ÖSE geti starfað með eðlilegum hætti í landinu en það hefur enn ekki gengið eftir," segir Gunnar Bragi. Á fundinum undirstrikaði Gunnar Bragi stuðning Íslands við eftirlitsverkefni ÖSE en Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra fer fyrir einni af tíu eftirlitssveitum stofnunarinnar í landinu. Þá segir Gunnar Bragi að aðgerðir Atlantshafsbandalagsins til að styrkja varnir þess í Eystrasaltsríkjunum og í austurhluta Evrópu séu nauðsynlegar við núverandi aðstæður. Þá ítrekar hann fordæmingu íslenskra stjórnvalda á innlimun Rússlands á Krímskaga sem brjóti í bága við alþjóðalög og alþjóðaskuldbindingar Rússlands. Á fundinum var rætt um málefni Mið-Austurlanda, þ. á m. borgarastríðið í Sýrlandi, erfiða stöðu friðarumleitana milli Palestínu og Ísraels og alvarlega þróun mála í Egyptalandi. Ráðherrarnir fjölluðu um samstarf landanna á sviði öryggis- og varnarmála. Mikil ánægja er með norrænu varnaræfinguna Iceland Air Meet sem haldin var hér á landi í febrúar síðastliðnum og ríkur vilji að byggja á þeirri reynslu með fleiri æfingum af sama toga í framtíðinni. Þá ræddu ráðherrarnir málefni norðurslóða og samstarf utanríkisþjónusta landanna í húsnæðis- og rekstrarmálum. Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Staða mála í Úkraínu og samskiptin við Rússland voru meðal umræðuefna á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem lauk í Reykholti í dag. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir áframhaldandi spennu í Úkraínu og átök í austurhluta landsins vera alvarlegt áhyggjuefni fyrir íbúa landsins og áleitnar spurningar vakni um öryggishorfur í Evrópu. Gunnar Bragi segir þungt hljóð í ráðherrum Norðurlandanna vegna stöðu mála. Rússnesk stjórnvöld hafi ekki beitt sér fyrir því að Genfarsamkomulagið frá 17. apríl síðastliðnum sem draga átti úr spennu, nái fram að ganga. Svo langt sé nú gengið að eftirlitsmenn aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sitji sem gíslar aðskilnaðarsinna sem treysti á stuðning Rússlands. „Gíslataka eftirlitsmanna á vegum ÖSE er óásættanlegt framferði og það er skýlaus krafa að þeir verði leystir úr haldi þegar í stað. Rússneskum stjórnvöldum ber að beita áhrifum sínum til að lægja öldurnar í landinu í samræmi við Genfarsamkomulagið og að tryggja að ÖSE geti starfað með eðlilegum hætti í landinu en það hefur enn ekki gengið eftir," segir Gunnar Bragi. Á fundinum undirstrikaði Gunnar Bragi stuðning Íslands við eftirlitsverkefni ÖSE en Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra fer fyrir einni af tíu eftirlitssveitum stofnunarinnar í landinu. Þá segir Gunnar Bragi að aðgerðir Atlantshafsbandalagsins til að styrkja varnir þess í Eystrasaltsríkjunum og í austurhluta Evrópu séu nauðsynlegar við núverandi aðstæður. Þá ítrekar hann fordæmingu íslenskra stjórnvalda á innlimun Rússlands á Krímskaga sem brjóti í bága við alþjóðalög og alþjóðaskuldbindingar Rússlands. Á fundinum var rætt um málefni Mið-Austurlanda, þ. á m. borgarastríðið í Sýrlandi, erfiða stöðu friðarumleitana milli Palestínu og Ísraels og alvarlega þróun mála í Egyptalandi. Ráðherrarnir fjölluðu um samstarf landanna á sviði öryggis- og varnarmála. Mikil ánægja er með norrænu varnaræfinguna Iceland Air Meet sem haldin var hér á landi í febrúar síðastliðnum og ríkur vilji að byggja á þeirri reynslu með fleiri æfingum af sama toga í framtíðinni. Þá ræddu ráðherrarnir málefni norðurslóða og samstarf utanríkisþjónusta landanna í húsnæðis- og rekstrarmálum.
Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira