Fótbolti

Tvær breytingar á landsliðshópi Freys

Freyr og Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari á fundinum í dag.
Freyr og Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari á fundinum í dag. vísir/villi
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, tilkynnti í morgun 20 manna landsliðshóp fyrir leikinn gegn Sviss í undankeppni HM.

Sá leikur fer fram þann 8. maí og er leikið ytra. Sviss lagði Ísland, 2-0, á Laugardalsvelli í fyrra en liðið er í efsta sæti riðilsins.

Freyr gerir tvær breytingar á hópnum frá síðasta leik en þær Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir detta út en inn koma Sif Atladóttir og Elín Metta Jensen. Sif er að koma til baka eftir meiðsli.

Hópurinn:

Markverðir:

Þóra Björg Helgadóttir, Malmö

Guðbjörg Gunnarsdóttir, Potsdam

Sandra Sigurðardóttir, Stjarnan

Varnarmenn:

Ólína G. Viðarsdóttir, Valur

Hallbera Guðný Gísladóttir, Torres

Glódís Perla Viggósdóttir, Stjarnan

Mist Edvardsdóttir, Valur

Elísa Viðarsdóttir, Kristianstad

Anna Björk Kristjánsdóttir, Stjarnan

Sif Atladóttir, Kristianstad

Miðjumenn:

Dóra María Lárusdóttir, Valur

Sara Björk Gunnarsdóttir, Malmö

Katrín Ómarsdóttir, Liverpool

Rakel Hönnudóttir, Breiðablik

Dagný Brynjarsdóttir, Selfoss

Þórunn Helga Jónsdóttir, Avaldsnes

Framherjar:

Fanndís Friðriksdóttir, Arna-Björnar

Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan

Hólmfríður Magnúsdóttir, Avaldsnes

Elín Metta Jensen, Valur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×