„Ég þarf að vinna rétt úr þessari reynslu“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 5. maí 2014 20:30 Vilborg Arna Gissurardóttir er nú komin heim til Íslands eftir að hafa upplifað mannskæðasta slys í sögu Everest þegar hún var að undirbúa sig til að ganga upp fjallið. Vilborg Arna ætlaði sér að klífa fimm hæstu tinda heims á einu ári og var Everest síðasti áfangastaðurinn. Átjánda apríl, þremur dögum eftir að hún kom í grunnbúðirnar, létust sextán sjerpar í snjóflóði, þar af þrír úr hennar hópi. Hún segir daginn hafa verið skelfilegan, og dagana á eftir afar erfiða. „Maður sér margt sem kannski erfitt er að koma í orð en við sáum mikið af slösuðu fólki og látið fólk. Það er ekki hægt að lýsa því. Manni líður ekki vel og dagarnir á eftir hafa verið erfiðir,“ Nokkrum dögum eftir slysið ákváð stór hluti sjerpanna að fara ekki fleiri ferðir upp fjallið á þessu ári. Bæði til að sýna föllnum félögum virðingu og vegna kjarabaráttu sinnar, en nepölsk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að greiða fjölskyldum sjerpanna sem létust skammarlega lágar bætur. Að sögn Vilborgar er fjallið enn opið, en hún ákvað þó að fara ekki upp á tindinn til að styðja við bakið á sjerpunum. „Mér fannst það bara skýrt að þeir vildu ekki halda áfram. Ef staðan er svoleiðis þá finnst mér það ekki mitt að halda áfram í þeirri aðstöðu, bara koma aftur síðar.“ Vilborg er sátt við ferðina þó hún hafi ekki náð markmiði sínu. „Í þessum aðstæðum þá eru vonbrigði mín ekkert í samanburði við það sem sjerparnir og þeirra fjölskyldur hafa þurft að ganga í gegnum. Maður býr alltaf að svona undirbúning. Hann er ekki ónýtur. En það er lífreynsla að upplifa svona slys og maður þarf að vinna úr því og vel.“ Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Vilborg Arna Gissurardóttir er nú komin heim til Íslands eftir að hafa upplifað mannskæðasta slys í sögu Everest þegar hún var að undirbúa sig til að ganga upp fjallið. Vilborg Arna ætlaði sér að klífa fimm hæstu tinda heims á einu ári og var Everest síðasti áfangastaðurinn. Átjánda apríl, þremur dögum eftir að hún kom í grunnbúðirnar, létust sextán sjerpar í snjóflóði, þar af þrír úr hennar hópi. Hún segir daginn hafa verið skelfilegan, og dagana á eftir afar erfiða. „Maður sér margt sem kannski erfitt er að koma í orð en við sáum mikið af slösuðu fólki og látið fólk. Það er ekki hægt að lýsa því. Manni líður ekki vel og dagarnir á eftir hafa verið erfiðir,“ Nokkrum dögum eftir slysið ákváð stór hluti sjerpanna að fara ekki fleiri ferðir upp fjallið á þessu ári. Bæði til að sýna föllnum félögum virðingu og vegna kjarabaráttu sinnar, en nepölsk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að greiða fjölskyldum sjerpanna sem létust skammarlega lágar bætur. Að sögn Vilborgar er fjallið enn opið, en hún ákvað þó að fara ekki upp á tindinn til að styðja við bakið á sjerpunum. „Mér fannst það bara skýrt að þeir vildu ekki halda áfram. Ef staðan er svoleiðis þá finnst mér það ekki mitt að halda áfram í þeirri aðstöðu, bara koma aftur síðar.“ Vilborg er sátt við ferðina þó hún hafi ekki náð markmiði sínu. „Í þessum aðstæðum þá eru vonbrigði mín ekkert í samanburði við það sem sjerparnir og þeirra fjölskyldur hafa þurft að ganga í gegnum. Maður býr alltaf að svona undirbúning. Hann er ekki ónýtur. En það er lífreynsla að upplifa svona slys og maður þarf að vinna úr því og vel.“
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira