Vilja læra bogfimi til að líkjast bíóhetjum Svavar Hávarðsson skrifar 19. maí 2014 07:00 Áhugi hefur snaraukist á bogfimi á meðal yngri kynslóðarinnar. Fréttablaðið/Vilhelm Börn og unglingar hafa hópast á bogfiminámskeið í vetur undir miklum áhrifum af kvikmynda- og teiknimyndahetjum dagsins í dag. Áhugi fullorðinna á íþróttinni hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum með tilkomu bættrar aðstöðu til bogfimiiðkunar. Guðmundur Örn Guðjónsson, formaður Bogfimifélagsins Bogans, segir að barna- og unglingastarf félagsins standi í miklum blóma um þessar mundir, og greinilegt að kvikmyndir eins og Hunger Games og Hringadróttinssaga, auk teiknimyndarinnar Brave, hafi haft mikil áhrif þar á. „Þetta byggir þó ekki aðeins á þessum nýju hetjum kvikmyndanna. Hetjur með boga eru ekki nýjar af nálinni og má minna á Hróa hött og jafnvel hetjur Íslendingasagnanna. Þetta hefur alltaf verið til,“ segir Guðmundur og bætir við að mikil vakning sé á meðal ungra kvenna í Bandaríkjunum eftir að hinar vinsælu myndir Hunger Games komu út. Þrátt fyrir að áhugi á bogfimi hafi alltaf verið fyrir hendi hefur aðstaða til bogfimiiðkunar ekki verið til staðar í samræmi við áhugann. Nú er þetta gjörbreytt með tilkomu bættrar aðstöðu víða um land. Iðkendatölur Íþróttasambands Íslands eru einn vitnisburður aukins áhuga á síðustu árum. Árið 2012 voru skráðir iðkendur tíu. Núna losar iðkendaskráin 350 manns, en tekið skal fram að skilyrði til að skrá sig í bogfimifélag er að hafa lokið sérstöku byrjendanámskeiði sem kennir undirstöðu- og öryggisatriði er varða þessa gömlu íþrótt. Hjá Boganum, sem hefur aðstöðu í Bogfimisetrinu í Kópavogi, eru börn og unglingar sem stunduðu æfingar í vetur rúmlega sextíu, en það segir aðeins hálfa söguna. Miklum mun fleiri koma og kynna sér bogfimi í eitt eða fleiri skipti, og segir Guðmundur þann hóp nokkur þúsund manns á öllum aldri. Vakninguna má til dæmis sjá af því að bogfimi er nú stunduð í sex félögum á landinu að því er næst verður komist; í Reykjavík, Kópavogi, á Akureyri, Laugum, Sauðárkróki, Egilsstöðum og Eskifirði. Þá eru minni hópar ótaldir og hugmyndir að stofnun félaga annars staðar á landinu. Í vetur fór lið frá Íslandi í fyrsta skipti og keppti á heimsmeistaramóti; reyndar á móti erlendis yfir höfuð. „Fram undan er mót í Marokkó þar sem við ætlum að taka nokkra krakka með okkur til að leyfa þeim að spreyta sig,“ segir Guðmundur. Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Börn og unglingar hafa hópast á bogfiminámskeið í vetur undir miklum áhrifum af kvikmynda- og teiknimyndahetjum dagsins í dag. Áhugi fullorðinna á íþróttinni hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum með tilkomu bættrar aðstöðu til bogfimiiðkunar. Guðmundur Örn Guðjónsson, formaður Bogfimifélagsins Bogans, segir að barna- og unglingastarf félagsins standi í miklum blóma um þessar mundir, og greinilegt að kvikmyndir eins og Hunger Games og Hringadróttinssaga, auk teiknimyndarinnar Brave, hafi haft mikil áhrif þar á. „Þetta byggir þó ekki aðeins á þessum nýju hetjum kvikmyndanna. Hetjur með boga eru ekki nýjar af nálinni og má minna á Hróa hött og jafnvel hetjur Íslendingasagnanna. Þetta hefur alltaf verið til,“ segir Guðmundur og bætir við að mikil vakning sé á meðal ungra kvenna í Bandaríkjunum eftir að hinar vinsælu myndir Hunger Games komu út. Þrátt fyrir að áhugi á bogfimi hafi alltaf verið fyrir hendi hefur aðstaða til bogfimiiðkunar ekki verið til staðar í samræmi við áhugann. Nú er þetta gjörbreytt með tilkomu bættrar aðstöðu víða um land. Iðkendatölur Íþróttasambands Íslands eru einn vitnisburður aukins áhuga á síðustu árum. Árið 2012 voru skráðir iðkendur tíu. Núna losar iðkendaskráin 350 manns, en tekið skal fram að skilyrði til að skrá sig í bogfimifélag er að hafa lokið sérstöku byrjendanámskeiði sem kennir undirstöðu- og öryggisatriði er varða þessa gömlu íþrótt. Hjá Boganum, sem hefur aðstöðu í Bogfimisetrinu í Kópavogi, eru börn og unglingar sem stunduðu æfingar í vetur rúmlega sextíu, en það segir aðeins hálfa söguna. Miklum mun fleiri koma og kynna sér bogfimi í eitt eða fleiri skipti, og segir Guðmundur þann hóp nokkur þúsund manns á öllum aldri. Vakninguna má til dæmis sjá af því að bogfimi er nú stunduð í sex félögum á landinu að því er næst verður komist; í Reykjavík, Kópavogi, á Akureyri, Laugum, Sauðárkróki, Egilsstöðum og Eskifirði. Þá eru minni hópar ótaldir og hugmyndir að stofnun félaga annars staðar á landinu. Í vetur fór lið frá Íslandi í fyrsta skipti og keppti á heimsmeistaramóti; reyndar á móti erlendis yfir höfuð. „Fram undan er mót í Marokkó þar sem við ætlum að taka nokkra krakka með okkur til að leyfa þeim að spreyta sig,“ segir Guðmundur.
Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira