Erlent

Steinmeier reynir að miðla málum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá Donetsk sem aðskilnaðarsinnar hafa lýst sem sjálfstæðri einingu.
Frá Donetsk sem aðskilnaðarsinnar hafa lýst sem sjálfstæðri einingu. ap
Utanríkisráðherra Þjóðverja, Frank-Walter Steinmeier er væntanlegur til Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu í dag til þess að freista þess að finna leiðir til að leysa deilurnar í landinu.

Aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins lýstu því yfir í gær að austurhéruðin Donetsk og Luhansk væru nú sjálfstæðar einingar sem hefðu það að markmiði að gerast hluti af Rússlandi. Yfirlýsingar um þetta komu í kjölfar atkvæðagreiðslu sem haldin var í héruðunum á sunnudag þar sem kosið var um aukna sjálfstjórn. Stjórnvöld í Kænugarði og ríkisstjórnir vesturlanda hafa einróma sagt að kosningarnar hafi verið markleysa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×