Erlendri eiginkonu Íslendings vísað úr landi: „Af hverju er ekki farið að lögum?“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. maí 2014 12:59 Gísli Jóhann Grétarsson. vísir/daníel Izekor Osazee, flóttamaður frá Nígeríu, kom hingað til lands í ágúst árið 2012 og sótti um hæli. Hún var handtekin í morgun þegar hún kom á lögreglustöð til að sinna tilkynningaskyldu. DV greindi fyrst frá málinu. Izekor giftist Gísla Jóhanni Grétarssyni í síðasta mánuði. Í síðustu viku var henni tilkynnt að vísa ætti henni úr landi og bar henni að tilkynna sig til lögreglu daglega fram að því. Izekor bar að mæta á lögreglustöðina alla daga á milli klukkan tvö og þrjú. „Við höfðum ekki hugmynd um það hvenær við ættum að mæta. Við mættum alltaf snemma dags og kvittuðum undir. Þetta virðist hafa verið túlkað sem dónaskapur og núna hafa þeir tekið hana,“ segir Gísli, eiginmaður Izekor. Lögmaður hjónanna segir framkomu ríkislögreglustjóra óforskammaða. „Hún mætti of snemma og fyrir það skal henni refsað. Nú er hún talin ógn og ákvörðun um brottvísun hennar hefur verið tekin út frá því,“ segir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Izekor og Gísla. Útlendingastofnun hafði tekið ákvörðun um að senda Izekor til Finnlands á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar og var henni neitað um stöðu flóttamanns. Helga segir að undanþágu sé hægt að fá frá meginreglu um að útlending beri að sækja um dvalarleyfi áður en hann kemur til lands. „Þessari undanþágu á að beita þegar um er að ræða maka annars vegar og hins vegar þegar um er að ræða einhvern með viðkvæmar aðstæður. Í þessu tilfelli á hvoru tveggja við.“ Samkvæmt Útlendingastofnun er skilyrði til að fá útgefið dvalarleyfi hér á landi til dæmis að umsækjandi sé í hjúskap með íslenskum ríkisborgara og leggi fram gögn því til staðfestu. Maka Íslendings er heimilt að dvelja hérlendis á meðan umsókn er til meðferðar, hafi hann komið hingað til lands á lögmætan hátt. „Ég spyr mig bara, af hverju er ekki farið að lögum? Þetta er annað tilfellið á einni viku. Það er farið með þetta fólk eins og hunda. Látið eins og þau séu ekki til,“ segir Helga. Töluverður fjöldi fólks hefur mótmælt ákvörðun ríkislögreglustjóra við Lögreglustöðina á Hverfisgötu í dag. Gísli hvetur alla þá sem vilja sýna stuðning að mæta og leggja þeim lið. „Þetta er eiginkona mín. Fjölskylda mín. Ég mun standa með henni og verði hún send úr landi mun ég líka fara úr landi,“ segir Gísli.Frá brúðkaup þeirra hjóna í apríl síðastliðnum. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Izekor Osazee, flóttamaður frá Nígeríu, kom hingað til lands í ágúst árið 2012 og sótti um hæli. Hún var handtekin í morgun þegar hún kom á lögreglustöð til að sinna tilkynningaskyldu. DV greindi fyrst frá málinu. Izekor giftist Gísla Jóhanni Grétarssyni í síðasta mánuði. Í síðustu viku var henni tilkynnt að vísa ætti henni úr landi og bar henni að tilkynna sig til lögreglu daglega fram að því. Izekor bar að mæta á lögreglustöðina alla daga á milli klukkan tvö og þrjú. „Við höfðum ekki hugmynd um það hvenær við ættum að mæta. Við mættum alltaf snemma dags og kvittuðum undir. Þetta virðist hafa verið túlkað sem dónaskapur og núna hafa þeir tekið hana,“ segir Gísli, eiginmaður Izekor. Lögmaður hjónanna segir framkomu ríkislögreglustjóra óforskammaða. „Hún mætti of snemma og fyrir það skal henni refsað. Nú er hún talin ógn og ákvörðun um brottvísun hennar hefur verið tekin út frá því,“ segir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Izekor og Gísla. Útlendingastofnun hafði tekið ákvörðun um að senda Izekor til Finnlands á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar og var henni neitað um stöðu flóttamanns. Helga segir að undanþágu sé hægt að fá frá meginreglu um að útlending beri að sækja um dvalarleyfi áður en hann kemur til lands. „Þessari undanþágu á að beita þegar um er að ræða maka annars vegar og hins vegar þegar um er að ræða einhvern með viðkvæmar aðstæður. Í þessu tilfelli á hvoru tveggja við.“ Samkvæmt Útlendingastofnun er skilyrði til að fá útgefið dvalarleyfi hér á landi til dæmis að umsækjandi sé í hjúskap með íslenskum ríkisborgara og leggi fram gögn því til staðfestu. Maka Íslendings er heimilt að dvelja hérlendis á meðan umsókn er til meðferðar, hafi hann komið hingað til lands á lögmætan hátt. „Ég spyr mig bara, af hverju er ekki farið að lögum? Þetta er annað tilfellið á einni viku. Það er farið með þetta fólk eins og hunda. Látið eins og þau séu ekki til,“ segir Helga. Töluverður fjöldi fólks hefur mótmælt ákvörðun ríkislögreglustjóra við Lögreglustöðina á Hverfisgötu í dag. Gísli hvetur alla þá sem vilja sýna stuðning að mæta og leggja þeim lið. „Þetta er eiginkona mín. Fjölskylda mín. Ég mun standa með henni og verði hún send úr landi mun ég líka fara úr landi,“ segir Gísli.Frá brúðkaup þeirra hjóna í apríl síðastliðnum.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira