Má þar sjá fjölda bæjarbúa við mismunandi störf, allt frá slökkviliðsmönnum til flugvallarstarfsmanna, bregða á leik og dansa við undirspil hins geysivinsæla lag bandaríska söngvarans Pharrell, „Happy“.
Ljóst er að Björt framtíð leggur mikið upp úr myndbandsgerð við undirleik erlendra slagara í ár en Vísir flutti frétt af því að frambjóðendur flokksins til borgarstjórnarkosninganna sendu frá sér myndband í gær af svipuðum meiði.
Myndband akureyrska systurflokksins kom inn á vefinn á sunnudag og hafa um 2500 borið það augum þegar þetta er skrifað.
Myndbandið má sjá hér að neðan.