Áttu 400 þúsundkall aflögu? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 27. maí 2014 10:20 Á kjörtímabilinu sem nú er að líða hafa álögur hækkað um rúmlega 400 þúsund krónur á hverja meðalfjölskyldu í Reykjavík. Útsvarið hefur verið sett í hæstu mögulegu hæðir og þjónustugjöld borgarinnar hækkað langt umfram verðlagsbreytingar. Auk þess sem að skuldir borgarsjóðs hafa aukist um 625 þúsund krónur hverja klukkustund yfirstandandi kjörtímabils. Maður skyldi ætla að við slíka hækkun hefði annað tveggja gerst, að þjónusta við borgarbúa hefði stórbatnað eða að borgarsjóður væri rekinn með gríðarlegum hagnaði. Í nýlegri þjónustukönnun sem Gallup framkvæmdi í 16 stærstu sveitarfélögum landsins , var Reykjavíkurborg í neðsta sæti hvað ánægju íbúa varðar. Þannig að ekki er hægt að halda því fram að þjónustan hafi batnað svo einhverju nemi. Þó svo að með bókhaldsbrellum hafi verið hægt að láta rekstur borgarsjóðs koma út í plús árið 2013, er samt ekki hægt að sjá mikinn bata á rekstrinum. Enda handbært fé frá rekstri mun minna árið 2013 en það var árið 2012 þegar borgarsjóður var rekinn með tapi. Það er því ekki annað að sjá en að hækkandi álögur á borgarbúa hafi að mestu farið í hít óábyrgrar fjármálastjórnunar, þar sem fjámunum er forgangsraðað í þágu gæluverkefna á kostnað grunnþjónustu. Þegar fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár var kynnt, var gert ráð fyrir enn frekari hækkunum á þjónustugjöldum borgarinnar. Eftir nokkurn þrýsting, m.a. frá aðilum vinnumarkaðsins neyddust borgaryfirvöld til að draga þessar hækkanir til baka. Þó ekki með meira afgerandi hætti en að: „Ef forsendur bregðast hins vegar áskilur Reykjavíkurborg sér rétt til að taka gjaldskrár til endurskoðunar á síðari hluta árs 2014." Eftir því sem næst verður komist hafa engar forsendur fyrir því að taka hækkunina til baka breyst, hvað varðar almenna stöðu efnahagsmála í landinu. Engu að síður er það þó svo, að vissulega munu forsendur breytast, verði sami meirihluti enn við völd eftir kosningarnar í lok vikunnar. Hvorki Samfylking né Björt framtíð, boða beinlínis ábyrga fjármálastjórn í borginni, haldi þessir flokkar umboði sínu til meirihluta. Öðru nær er það svo öll þeirra kosningarloforð og þá sér í lagi loforð Samfylkingar munu hafa í för með sér stóraukinn kostnað fyrir borgarsjóð. Auknum kostnaði verður eingöngu mætt með gjaldskrárhækkunum og eða frekari lántökum borgarsjóðs. Sú spurning hlýtur því að brenna á vörum kjósenda í Reykjavík, áður en þeir kjósa aftur yfir sig núverandi meirihluta í borginni; hvort þeir eigi annan 400 þúsundkall aflögu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á kjörtímabilinu sem nú er að líða hafa álögur hækkað um rúmlega 400 þúsund krónur á hverja meðalfjölskyldu í Reykjavík. Útsvarið hefur verið sett í hæstu mögulegu hæðir og þjónustugjöld borgarinnar hækkað langt umfram verðlagsbreytingar. Auk þess sem að skuldir borgarsjóðs hafa aukist um 625 þúsund krónur hverja klukkustund yfirstandandi kjörtímabils. Maður skyldi ætla að við slíka hækkun hefði annað tveggja gerst, að þjónusta við borgarbúa hefði stórbatnað eða að borgarsjóður væri rekinn með gríðarlegum hagnaði. Í nýlegri þjónustukönnun sem Gallup framkvæmdi í 16 stærstu sveitarfélögum landsins , var Reykjavíkurborg í neðsta sæti hvað ánægju íbúa varðar. Þannig að ekki er hægt að halda því fram að þjónustan hafi batnað svo einhverju nemi. Þó svo að með bókhaldsbrellum hafi verið hægt að láta rekstur borgarsjóðs koma út í plús árið 2013, er samt ekki hægt að sjá mikinn bata á rekstrinum. Enda handbært fé frá rekstri mun minna árið 2013 en það var árið 2012 þegar borgarsjóður var rekinn með tapi. Það er því ekki annað að sjá en að hækkandi álögur á borgarbúa hafi að mestu farið í hít óábyrgrar fjármálastjórnunar, þar sem fjámunum er forgangsraðað í þágu gæluverkefna á kostnað grunnþjónustu. Þegar fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár var kynnt, var gert ráð fyrir enn frekari hækkunum á þjónustugjöldum borgarinnar. Eftir nokkurn þrýsting, m.a. frá aðilum vinnumarkaðsins neyddust borgaryfirvöld til að draga þessar hækkanir til baka. Þó ekki með meira afgerandi hætti en að: „Ef forsendur bregðast hins vegar áskilur Reykjavíkurborg sér rétt til að taka gjaldskrár til endurskoðunar á síðari hluta árs 2014." Eftir því sem næst verður komist hafa engar forsendur fyrir því að taka hækkunina til baka breyst, hvað varðar almenna stöðu efnahagsmála í landinu. Engu að síður er það þó svo, að vissulega munu forsendur breytast, verði sami meirihluti enn við völd eftir kosningarnar í lok vikunnar. Hvorki Samfylking né Björt framtíð, boða beinlínis ábyrga fjármálastjórn í borginni, haldi þessir flokkar umboði sínu til meirihluta. Öðru nær er það svo öll þeirra kosningarloforð og þá sér í lagi loforð Samfylkingar munu hafa í för með sér stóraukinn kostnað fyrir borgarsjóð. Auknum kostnaði verður eingöngu mætt með gjaldskrárhækkunum og eða frekari lántökum borgarsjóðs. Sú spurning hlýtur því að brenna á vörum kjósenda í Reykjavík, áður en þeir kjósa aftur yfir sig núverandi meirihluta í borginni; hvort þeir eigi annan 400 þúsundkall aflögu?
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar